Vikan


Vikan - 14.12.1950, Page 6

Vikan - 14.12.1950, Page 6
Jólablað Vikunnar 1950 6 ur, þegar hún var viss um að hann væri í nálægð hennar. En eftir því sem tíminn styttist til jól- anna, óx fullvissa hennar. — Kristján drengurinn hennar, myndi koma. 1 fyrstu var hún glöð og frjáls, við þessa tilhugsun, — en nærri samhliða varð hún hljóðlát og hugsandi. — Myndi hann þá koma, til að leiða hana yfir þröskuld- inn mikla? — Ennþá var hún varla við- búinn. Undarlegt eftir öll þessi ár — en það var nú svona samt. Oft hafði drengurinn hennar verið nærri henni, síðan hann fór, það vissi hún vel, en nú myndi hún geta fundið hann, með sínum hrjúfu höndum, og séð hann með augunum, sem höfðu lýst henni út í mann- lífið, og kennt henni að meta og virða, — gleðjast og hryggjast, — eftir því sem allt bylltist til, í hverfulu umrótinu. Var hún ekki enn óreynd, þrátt fyrir öll árin? — Ennþá barn, sem kveið fyrir að mæta sjálfri sér, — sjá allt það liðna í sínum eigin spegli? — En Kristján drenginn sinn, gat hún ekki fengið aftur, nema með því eina móti, að hún færi með honum. — Hún gat ekki leynt sig því, eða hvað átti þetta ákveðna hugboð hennar að tákna? Aðfangadagskvöldið rann upp. Guðrún í Garðinum tók gamla jólatréð fram, og setti kertin á það, í þeirri röð, sem Kristj- án, drengurinn hennar, var vanur að hafa þau. — Þetta hafði hún gert öll jólin síð- an Kristján fór. Ef hann fengi að líta nið- ur til hennar, myndi hann sjá allt eins og það var, þegar þau voru síðast saman. •— En var þetta nú í seinasta sinni, sem hún skreytti þetta tré ? — Engan veginn fannst henni það sennilegt. — En hvemig átti hún þá að ráða þetta sterka hugboð, sem var orðið að vissu hjá henni? Hún var komin í dökka kjólinn sinn, þann bezta sem hún átti til. — Gráa hárið féll slétt og vandlega greitt, niður með vöngunum. Það var virðulegur svipur, á fölleitu andlitinu. Guðrún setti litla borðið sitt fram á mitt gólfið, og færði stólinn sinn að því. Hún breiddi vandvirknislega, hvítan dúk á það. Hún strauk úr honum brotin, og var venju fremur hæg og seinvirk. Allt í einu gerði hún sér grein fyrir því, að hún var að hlusta. Þessa stimd hlustaði Guðrún, af öllum kröftum sálar sinnar, — og loks heyrði hún, að það var barið ósköp hægt á hurð- ina. Á svipstundu risu allir kraftar hennar úr dvala, hún hafði fundið sjálfa sig aftur. Hún gekk fram að dyrunum. Fyrir utan hurðina stóð Dóri litli, sonur læknisins. Hann var með húfuna sína í annarri hendinni en dálítinn böggul í hinni. — Ert það þú, góði minn, gerðu svo vel að ganga inn, sagði Guðrún. Drengurinn hrökk við, þegar hann var ávarpaður. — Um leið og hann steig inn í stofuna, sagði hann. — Já, það er ég Guðrún. Gleðileg jól. — — Gleðileg jól, góði minn, — sagði Guð- rún, og klappaði honum á kollinn. — Hvernig stendur á því, að þú ert kominn hingað til mín í kvöld? — Drengurinn horfði á gömlu konuna, dökkum, bláum auginn. — Ég er með böggul til þín, — sagði hann. Ég man í haust, þegar ég var vond- ur við þig í búðinni, en þú varst jafngóð fyrir því, og fannst seðilinn minn og fékkst mér hann, — Dóri var rauður út að eyrum. Guðrún sneri sér undan augnaráði drengsins. — Þú hefur verið eitthvað illa fyrir kallaður, góði minn, — sagði hún. — Ég ætla líka að biðja þig fyrirgefn- ingar, — sagði Dóri lágt. — Amma sagði að þú værir guð elskandi kona, sem dæmd- ir ekki allt á verri veg. — Dóri barðist við grátinn. — Taktu þér þetta ekki svona nærri, væni minn, — sagði Guðrún. — Þú verður eflaust góður maður, sem gengur á guðs vegum. — Drengurinn leit á gömlu konuna tárvot- um augum, og hvíslaði svo lágt að varla heyrðist. — Eg hefi reynt að vanda mig allan desember. Mig langar svo að vera Guð elskandi eins og þú. — Hann lagði ennið á borðröndina, og grét með þungum ekka. Baráttan kemur á öllum aldri til mann- anna, — hugsaði Guðrún gamla, og því betra, því fyrr, sem þeir finna Guð í sínu eigin brjósti. Hún strauk drengnum ástúð- lega um kollinn. Loksins voru jólin fyrir alvöru komin til hennar, um leið og hún fékk ráðningu á því hugboði sínu, að hún myndi hitta drenginn sinn um jólin. Svarti kjúklingurinn Barnasaga Hænan gekk um g-arðinn og var hreykin. Hún gat þó ekki farið mjög langt, þar sem hún var tjóðruð. Um aðra löppina á henni hafði verið lát- inn járnhringur. En við hringinn var fest band, sem bundið var um staur. Hænan sagði við sjálfa sig: „Það er auðséð, hve mönnunum þykir vænt um mig. Þeir tjóðra mig til þess að ég hlaupist ekki á brott, og einhver ókunnugur nái mér. En það er engin hætta á því að ég stryki, þó að ég væri ekki tjóðruð. Mér kemur ekki til hugar að fara frá sex indælum kjúklingum, er ég á.“ Hænan gagg- aði af gleði. Umhverfis hænuna hlupu sex kjúklingar. Þeir voru í raun og veru sjö. En hænan taldi þann sjöunda varla með. Hænan sagði við sjöunda kjúklinginn: „Ég skil það ekki hversvegna þú varðst svartur, þar sem hinir kjúkl- ingarnir urðu gulir og yndislegir. Það er afar einkennilegt, að þú skyldir verða kolsvartur." Svarti kjúklingurinn svaraði: „Ég á enga sök á þessu. Mér þykir gam- an að því að vera öðruvísi en hinir kjúklingarnir. Er það nokkuð betra að allir kjúklingar séu gulir?“ En þrátt fyrir það, að svarti kjúkl- ingurinn talaði svo borginmannlega, leiddist honum að vera ekki eins og hinir kjúklingarnir. Systkini hans voru falleg, þvi varð ekki neitað. „Ég álít að það sé bezt fyrir mig að hverfa á braut,“ sagði svarti kjúklingurinn við sjálfan sig. Honum féll það mjög illa hve mamma hans hafði hann útundan. 1 hvert sinn, sem hænan kallaði á ungana til þess að gefa þeim eitt- hvað góðgæti, var svarta kjúklingn- um ýtt til hliðar. „Ef til vill sakna þeir mín, þegar ég er farinn," sagði hann við sjálfan sig. Svo fór kjúklingurinn sína leið. En hann fór ekki langt. Hann fór dá- lítinn spöl niður I garðinn, þar sem voru runnar, og hann gat falið sig. Þarna kunni svarti kjúklingurinn vel við sig, og hann hafði nóg að eta. En þó saknaði hann dálítið móð- ur sinnar og systkina. Hann heyrði móður sina kalla og kalla. Þó að henni þætti ekki eins vænt um svarta kjúklinginn og þá gulu, vildi hún ekki missa hann. Litli flóttaunginn var kominn á fremsta hlunn með að fara til móður sinnar, er hann heyrði einhverja tala saman í grenndinni. „Sex, gulir kjúklingar mjög fal- legir! Við getum hæglega stolið þeim, þegar þeir fara frá móður sinni. Þeir eru svo litlir, að það er enginn vandi að ná þeim.“ Hinn ræninginn sagði: „Við getum vafalaust selt þá fyrir gott verð. Við bíðum þar til um miðjan daginn. Þá er konan í húsinu í eldhúsinu að mat- reiða og lítur ekki út í garðinn." „Þetta er ágætt,“ sagði hinn. „Við munum ná ungunum eins og að drekka." Svarti kjúklingurinn gægðist til þess að sjá hverjir töluðu. Það voru tveir vondir strákar. Þeir ætluðu að stela systkinum hans. Kjúklingur- inn hafði fyrr séð stráka þessa í garðinum. Að likindum áttu þeir heima í grenndinni. Þeir voru hænsnaþjófar. Hugsa sér, að þessir strákar skyldu vera svo illa innrætt- ir. Kjúklingnum leið illa. Hann vissi, að systkin hans voru i hættu. „Ég verð að fara til mömmu og systkina minna og gera þeim viðvart. Það var heppni, að vondu strákarnir sáu mig ekki. Þeir sáu mig ekki vegna þess, að ég er svartur." Skömmu síðar læddist kjúklingur- inn af stað áleiðis til móður sinnar og systkina. „Þú verður barinn," sagði einn unginn, er hann sá svarta kjúkling- inn. „Mamma er svo reið vegna þess að þú komst ekki, þegar hún kallaði.“ „Ekki býst ég við því,“ sagði svarti unginni „Ég hef fréttir að segja henni, sem hafa þau hárif, að hún refsar mér ekki.“ Þétta reyndist sannleikur. Hænan var byrjuð að skamma svarta ung- ann en hætti því, þegar hann fór að segja henni frá vondu strákunum. Þegar hann hafði lokið frásög- unni, sagði hann: „Var það ekki gott, að ég heyrði hvað vondu strákarnir ætluðu að gera?“ Hænan kallaði á alla gulu ungana og sagði þeim frá hættunni, sem yfir þeim vofði. Hún skipaði þeim að fara ekki frá henni, heldur vera alltaf í nánd við hana. Hænunni og kjúklingunum sex þótti vænt um að fá viðvörunina. Hún bjargaði þeim frá því að lenda í höndum þjófanna. Þegar drengirnir komu, sáu þeir, að ekki var hægt að stela ungunum vegna þess, að þeir voru hjá móður sinni. Ef þeir reyndu til þess að taka þá, myndi hænan garga og óskapast og fólkið í húsinu koma. „Við verðum að fara eitthvað ann- að og reyna að ná þar hænuungum," sagði annar drengjanna. Svo fóru þeir. Eftir þetta voru móðir og systkini svarta kjúklingsins góð við hann. Það má segja að hann væri elskaður og virtur innan fjölskyldunnar. Þegar hænan eignaðist góðan mat, fékk svarti kjúklingurinn æfinlega bezta bitann. Má því segja, að það var af sem áður var. Svarta kjúklingnum þótti nú ekki framar leiðinlegt að vera svartur.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.