Vikan


Vikan - 14.12.1950, Side 12

Vikan - 14.12.1950, Side 12
12 Jólablað Vikunnar 1950 landið, að minnsta kosti meðan ég lifi. Og hver á svo að hjálpa mér við búskapinn, þegar þú ert farinn? Þá held ég, að ég verði nú í rassi með allt.“ ,,Þú hefur verið það frá því ég man eftir mér,“ sagði Pési. ,,En ég fer samt. Ég má til.“ „Auðvitað verður hann að fara,“ sagði ég. „Japanarnir •—“ „Þegi þú nú!“ sagði mamma og grét. „Það er enginn að tala við þig! Farðu og sæktu í eldinn! Það er það eina, sem þú getur.“ Svo fór ég að sækja í eldinn. Og allan næsta dag kepptumst við Pési og pabbi við að bera inn eldivið, og þá sagði Pési, að þegar pabbi segði: nægur eldiviður, þá ætti mamma bara eftir að brenna einn kubb. Á meðan bjó mamma Pésa til ferð- ar. Hún þvoði og gerði við fötin hans og sauð handa honum nesti. Og um kvöldið, þegar við Pési vorum háttaðir og hlust- uðum á hana pakka niður og gráta, sté Pési allt í einu fram úr og fór yfir um til hennar, og ég heyrði vel hvað þau sögðu, og að lokum sagði mamma, „Fyrst þú verður að fara, þá vil ég þú farir. En á- stæðuna skil ég ekki og mun aldrei skilja, og þú skalt ekki ætlast til þess af mér.“ Og Pési kom aftur og fór upp í rúmið, og þar lá hann eitilharður á bakinu, og svo sagði hann, og hann var ekki að tala við mig, heldur bara út í bláinn. „Ég verð að fara. Ég verð.“ „Alveg rétt,“ sagði ég. „Japanarnir —“ Hann sneri sér snögglega; það var eins og hann steypti sér einhvern veginn yfir á hliðina, og svo starði hann á mig í myrkr- inu. „Þú hefur staðið þig vel,“ sagði hann. „Ég hélt ég yrði í meiri vandræðum með þig en bæði pabba og mömmu." „Ég held samt ég geti ekki verið án þess að fara,“ sagði ég. „En kannski verð- ur ár og dagur þangað til. Kannski ég gangi líka fram á þig þarna einn góðan veðurdag.“ „Það vona ég ekki,“ sagði Pési. „Það er ekkert gaman að skiljast við mömmu sína grátandi. Maður fer ekki í stríðið að gamni sínu.“ „Því ferðu þá?“ sagði ég. „Ég verð,“ sagði hann. „Ég bara verð. Farðu nú að sofa. Ég þarf að komast í á- ætlunarbílinn snemma í fyrramálið.“ „Þá það“ sagði ég. „Ég hef heyrt Mem- fis væri stór borg. Hvernig finnurðu hvar herinn situr?“ „Ég spyr einhvern hvar hægt sé að ganga í herinn,“ sagði Pési. „Farðu nú að sofa.“ „Ætlarðu að spyrja svona: Hvar er hægt að ganga í herinn?“ sagði ég. „Já,“ sagði Pési. Hann velti sér aftur á bakið. „Þegiðu nú og farðu að sofa.“ Við fórum að sofa. Um morguninn át- um við matinn við lampaljós, af því bíll- inn átti að fara þarna framhjá klukkan sex. Mamma grét ekki núna. Hún var þung á brúnina og hafði mikið að gera: hún bar matinn fyrir okkur meðan við átum. Svo lauk hún við að láta niður í töskuna hans Pésa, hann vildi bara ekki fara með neina tösku í stríðið, en þá sagði mamma að allt almennilegt fólk færi aldrei neitt, ekki einu sinni í stríð, án þess að hafa með sér föt til skiptanna og einhverja hirzlu að bera þau í. Hún lét með steiktan kjúkling og tvíbökur, og hún stakk biblí- unni niður í líka, og þá var kominn tími til að fara. Þá fyrst vissum við mamma ætlaði ekki að fara út að áætlunarbílnum. Hún kom bara með húfuna hans Pésa og frakkann hans, og ennþá hafði hún ekki grátið. Svo lagði hún hendurnar utan um hálsinn á Pésa og stóð kyrr, en einhvern veginn horfði hún, með hendurnar utan um hálsinn á honum, eins festulega og ógnandi og Pési, þegar hann sneri sér að mér í rúminu í gærkvöldi og sagði mér að ég hefði staðið mig vel. „Mér væri alveg sama, þó þeir tækju allt og hefðu öll völd í landinu, ef ég og mínir fengju að vera í friði,“ sagði hún. Því næst sagði hún, „Glataðu ekki sjálf- um þér. Þú ert ekki ríkur, og enginn utan sóknarinnar hefur nokkru sinni heyrt þín getið hvað þá meir. En gleymdu því ekki, að mergurinn í beinum þínum er ekki ó- beysnari en annarra.“ Svo kyssti hún hann, og svo fórum við, og pabbi hélt á töskunni án þess Pési minntist á það einu orði. Það var enn ekki farið að birta, og myrkrið var það sama, þegar við höfðum staðið góða stund þarna úti við póstkassann. Svo sáum við ljósin frá bílnum í fjarska, og ég fylgdi honum með augunum, þangað til hann var alveg kominn, og Pési gaf bílstjóranum merki, og þá var allt í einu orðið bjart — það hafði skeð meðan ég fylgdist með bíln- um. Og nú bjuggumst við Pési við pabbi færi að haga sér bjánalega eins og í gær: lýsa því, hvernig Mars frændi særð- ist í Frakklandi eða segja leiðangurinn til Texasar 1918 ætti að geta frelsað Banda- ríkin 1942, en hann gerði það ekki. Hann stóð sig bara vel. Hann sagði: „Vertu sæll, sonur. Festu þér í minni það, sem mamma þín sagði og skrifaðu henni eins oft og þú getur.“ Svo'tókust þeir í hend- ur, og Pési horfði á mig stutta stund og klappaði mér á kollinn og néri hann svo hranalega ég var næstum hrokkinn úr hálsliðnum, stökk upp í bílinn, og bílstjór- inn skellti hurðinni, og bíllinn fór að hvína; svo mjakaðist hann á stað, hvín- andi og urgandi og öskrandi, alltaf hærra og hærra; hraðinn jókst, tvö rauðu smá- ljósin aftan á honum virtust ekki smækka, heldur virtust þau ætla að bruna áfram sitt í hvoru lagi, þangað til þau snertust og rynnu saman í eitt. En það gerðu þau ekki, og svo var bíllinn horfinn, og ég hefði vel getað farið að skæla, og þó var ég næstum níu ára. Við pabbi fórum heim aftur. Allan dag- inn unnum við að eldiviðnum, svo að ég fékk ekki gott færi, fyrr en um kvöldið. Þá tók ég slöngvuna mína, og gaman hefði mér þótt að hafa allt eggjasafnið með líka. Pési hafði nefnilega gefið mér safnið sitt og hjálpað mér líka með mitt, og hon- um þótti engu síður gaman en sjálfum mér að taka fram kassann og virða egg- in fyrir sér, samt var hann næstum tutt- ugu ára. En kassinn var of stór til að hægt væri að fara með hann langar leiðir, svo að ég tók aðeins hegraeggið, af því það var merkilegast, og bjó um það í eld- spýtustokk og faldi það og slöngvuna undir hlöðuhorninu. Svo átum við og fór- um að hátta, og þá fann ég, að ég gat ekki með nokkru móti verið einni nótt lengur í þessu herbergi og sofið í þessu rúmi. Ég heyrði pabba hrjóta, en í mömmu heyrðist ekkert, hvort sem hún hefur sof- ið eða ekki, og ég býst ekki við hún hafi sofið. Ég tók skóna mína og lét þá detta til jarðar úr glugganum, og svo tildraðist ég sjálfur út; þetta hafði ég oft séð Pésa gera, meðan hann var svona sautján ára, og pabba fannst hann enn of ungur til að slæpast úti á næturnar, og ég fór í skóna og út að hlöðu og náði í slöngvuna og hegraeggið og hélt út á þjóðveginn. Hann var ekki kaldur, það var bara asskoti dimmt, og þjóðvegurinn teygðist framundan eins og hann væri alltaf að lengjast rétt eins og maður, sem ætlar að fara að leggjast út af, og um tíma leit út fyrir sólin mundi hanka mig, áður en ég hefði gengið þessajr tuttugu og tvær mílur til Jefferson. En það varð nú ekki. Dags- brún rétt sást, þegar ég gekk upp hæð- ina inn í borgina. Ég fann matarlykt út úr kofunum, og ég óskaði í huganum ég hefði haft vit til að stinga á mig nokkr- um tvíbökum, en það var of seint séð. Og Pési hafði sagt mér Memfis væri góðan spotta handan við Jefferson, en ég hélt alltaf það væru engar áttatíu mílur. Nú, ég stend þarna á auðu torgi, það birtir meir og meir, og ennþá logar á götuljós- unum, og Löggan blínir oná mig, og ennþá á ég áttatíu mílur til Memfisar, og alla nóttina hafði ég verið að ganga þessar tuttugu og tvær mílur, og líklega mundi Pési vera fyrir nokkru lagður á stað til Perluhafnar, þegar ég kæmist loksins til Memfisar. „Hvaðan kemur þú?“ sagði Löggan. Og ég svaraði honum og sagði: „Ég þarf að komast til Memfisar. Bróðir minn er þar.“ „Áttu enga aðstandendur hér nærri?“ sagði Löggan. „Engan nema bróðurinn? Hvað ertu þá að flækjast hér, fyrst bróð- ir þinn er í Memfis?“ Og ég svaraði honum og sagði: „Ég þarf að komast til Memfisar. Ég hef engan tíma til að tala um hversvegna ég þarf að komast þangað, og ég hef engan tíma til að fara þangað fótgangandi. Ég þarf að komast þangað í dag.“ „Komdu þá með mér,“ sagði Löggan. Við fórum niður eftir annarri götu. Þar var áætlunarbíll, ósköp líkur þeim, sem Pési stökk uppí í gærmorgun; þessi var bara ljóslaus og tómur. Þarna var líka af- greiðsla eins og á brautarstöðinni, miða- sala og maður í miðasölunni, og Löggan sagði við mig: „Settu þig þarna,“ og ég settist á bekkinn, og Löggan sagði: „Má ég fá símann léðan?“ og hann talaði dá- litla stund í símann, lagði hann svo frá sér og sagði við manninn í miðasölunni: „Hafðu gát á honum. Ég kem aftur strax og frú Habersham hefur komið sér á fæt- ur og klætt sig.“ Hann fór. Ég stóð á fætur og gekk að miðasölunni. „Ég vil komast til Memfisar,“ sagði ég. „Einmitt," sagði maðurinn í miðasöl- unni. „Tylltu þér nú á bekkinn aftur. Fútt kemur strax.“ „Ég þekki engan Fútt,“ sagði ég. „Ég vil komast með bílnum til Memfisar.“ „Hefurðu nokkra peninga?“ sagði hann. „Það kostar sjötíu og tvö sent.“ Ég tók fram stokkinn og vafði utan af egginu. „Þetta skaltu fá fyrir farmiða til Memfisar,“ sagði ég. „Hvað er þetta?“ sagði hann. „Þetta er hegraegg,“ sagði ég. „Hefurðu ekki séð hegraegg fyrr? Það er dollara virði. Ég læt þig fá það fyrir sjötíu og tvö sent.“ „Nei,“ sagði hann, „þeir, sem eiga áætl- unarbilinn vilja fá allt í reiðu fé. Þeir mundu óðar reka mig, ef ég færi að taka egg °g stokka og svoleiðis fyrir farmiða. Nú ferð þú og setzt á bekkinn eins og Fútt —“ Ég hljóp að dyrunum, en hann náði í mig, hann studdi hönd á afgreiðsluborðið og hentist yfir það og náði mér og rétti fram höndina til að grípa í skyrtuna mína. Þá kippti ég hnífnum upp úr vasanum og reif hann opinn. Pramhald á bls. 33.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.