Vikan


Vikan - 27.05.1992, Qupperneq 50

Vikan - 27.05.1992, Qupperneq 50
JÓRUNN brjóst en beran niöur í mitti aö aftan. Þá er ekki verið að spyrja hvernig á aö halda hon- 50 VIKAN 11.TBL1992 um uppi.“ Er þaö rétt skilið að stúlkur komi meö óskir um kjól og Jór- unn saumi á þær þótt þær ætli sér ekki aö eiga hann aö keppni lokinni? „Já, ég er nýtekin upp á því. Svo fer kjóllinn bara I safnið mitt.“ I mörg ár hefur veriö áber- andi hversu margar stúlkur í fegurðarsamkeppnum eru í pall íettukjólum. „Pallíettuefni er alltaf móö- ins og hefur alltaf verið móöins, eins lengi og ég man. Þaö hafa verið perlur og stein- ar og pallíettur eöa gljádopp- ur, eins og það heitir á ís- lensku, þegar vanda á til. Þessi efni eru líka alltaf mjög dýr enda oft handunnin. Nú er svolítið um aö til séu efni meö álímdum pallíettum og þau eru þá heldur ódýrari en alvöru pallíettuefni, svo ég tali nú ekki um þau sem eru með silkibotni - þau eru alltaf dýr, hvar sem er. Jafnvel á Indlandi og í Thailandi, þar sem nóg er af þessu, eru þannig efni dýr af því aö þau eru handunnin." Hver er uppáhaldskjóllinn sem Jórunn hefur saumaö? „Það fer partur af mér meö AÐ HALDA KJÓLNUM UPPI Hanna stúlkurnar, sem Jórunn saumar á, oft kjólana sína sjálfar? „Þær hafa margar einhverj- ar hugmyndir um hvernig kjóll- inn á aö vera en eru fegnar að fá tilsögn og ábendingar. Ég las einhvers staðar að hönnuð- urinn frægi Oscar de la Renta hefði sagt aö allir gætu rissað upp flíkur en enginn gæti hannað nema sá sem kann að sauma. Það er mikið til í því. Það er hægt að segja: Ég ætla að hafa kjólinn minn hlýralausan, bara upp fyrir ► Jórunn saumaði kjóla á þátt- takendur í Hollywood- keppninni 1986. ímið- ið er Guð- laug Jóns- dóttir, sig- urvegarinn. KARLSDÓTTIR Frh. af bls. 18 „Hann er yndislegur,“ segir Jórunn um vin sinn Bubba Morthens. Hvers konar kjóla hefur Jór- unn mest gaman af að sauma? „Mér finnst aiveg sérlega gaman að sauma brúðarkjóla. Það geri ég þó aðallega fyrir vini og kunningja.1' Var elsta dóttirin, Inger, kannski í brúðarkjól sem móð- irin saumaði? „Nei, þá hafði ég ekki það álit á mér að ég gæti gert það. Fyrsti brúðarkjóllinn sem ég saumaði var á Helgu, miðdótt- ur mína. Svo saumaði ég brúðarkjólinn hennar Unnar. Pilsið af honum var reyndar af kjólnum sem hún keppti í í Miss World keppninni og hún hélt mikið upp á.“ Hvernig fær Jórunn hug- myndirnar að kjólunum. Kíkir hún í blöð? „Ég fæ alls staðar hug- myndir. Ég nota snið úr blöð- um þegar ég sauma á sjálfa mig. Oftast notast ég við grunnsnið sem ég breyti og betrumbæti en það er mest gaman að búa til sniðin sjálf. Þá tekur maður líka áhættu." Jónheiður Steindórs- dóttir á brúðkaups- daginn, íklædd kjól sem er í mestu uppáhaldi af brúðar- kjólum sem Jórunn hef- ur saumað. Brynja Nordquist í kögurkjóln um. hverjum kjól,“ segir Jórunn og hugsar sig um. „Kjóllinn, sem ég saumaði á hana Rakel sem tók þátt í keppninni í fyrra - systur Svövu, fegurðardrottn- ingar íslands það árið, er í miklu uppáhaldi. Hann er gyllt- ur og úr efni sem ég kalla blautefni og fellur mjúklega að. Hann er með skemmtilegri kjólum sem ég hef saumað. Kögurkjóll sem ég saumaði á eitt uppáhaldið mitt, Brynju Nordquist er mér minnisstæður. Af brúðarkjólum er það líklega kjóll sem ég saumaði á Jón- heiði Steindórsdóttur. Hún var iðulega hárgreiðslumódel hjá Dórótheu og ég hafði saumað á hana fyrr. Svo er það bleiki kjóllinn sem Linda og Heiðrún Anna voru í. Annars á ég marga uppáhaldskjóla." Treystir Jórunn sér enn til að klippa þá niður og setja í lampaskerma? „Nei, ég tími því nú ekki en maður á alltaf afganga. Nú á ég heldur ekki lengur föt úr efnum sem myndu hæfa í lampaskerma. Ég er mikið til hætt að nota siffon og flauel. Þó ég sé nú ennþá í bleiku er það aðeins farið að minnka." Bleikt er einmitt uppáhalds- litur Jórunnar, svo sem sjá má á heimili hennar. Bleiki liturinn er allsráðandi í dyngjunni, svefn- og baðherberginu og bregður líka fyrir í stofunni og barnaherberginu sem er alltaf tilbúið fyrir barnabörnin. „Ég lifi fyrir barnabörnin," segir Jórunn og brosir hlýlega. „Ég passa börnin hennar Unn- ar þegar hún er að fljúga og þau eru mikið hjá mér - líka þegar Unnur er heima. Þau eiga tvö heimili, þau vita það. Þetta get ég af því ég er heima. Ég er heimavinnandi - sökum elli," segir hún og hlær við. Blaðamaður hlustar ekki á svona og lesendur geta séð á meðfylgjandi myndum að þetta eru engin rök fyrir vinnu Jórunnar heima. „í alvöru talað þá er ég með meðfædda gigt sem gerir það að verkum að ég gæti ekki unnið úti,“ heldur hún áfram. „Þetta heitir einhverju ógur- lega flottu nafni, festumein eða iktsýki - sem er enn flott- ara orð,“ bætir hún brosandi við og lætur sjúkdóminn greinilega ekki slá sig út af lag- inu. „Ég bólgna fyrirvaralaust upp í liðunum hér og þar og svo hverfur það jafnskjótt og birtist annars staðar - meira að segja i augunum." „Halló," heyrist kallað og Unnur, yngsta dóttir Jórunnar, birtist. Það er auöséð aö ekki er vert að tefja Jórunni öllu lengur. Því er hún beðin að segja nokkur orð að lokum. MARGT TIL LISTA LAGT „Það er hellingur af konum úti um allan bæ sem eru að sauma,“ segir hún. „Ég á til dæmis vinkonu sem saumar allt á sig og dóttur sína og svo er líka um margar konur sem ég þekki. Ég held bara að ís- lenskar konur séu almennt al- veg feikilega myndarlegar. Ég hef bara verið svo heppin að stúlkur hafa laðast að mér.“ Jórunn þagnar um stund en heldur svo áfram. „Ég hef allt- af haft gaman af að vinna með höndunum. Ef ég var ekki að sauma þá prjónaði ég eða heklaði. Ég málaði á postulín á timabili og blýlagði gler. Ég var einn af stofnendum Leik- félags Seltjarnarness og lék í þeim leikritum sem sett voru upp, ásamt syni mínum, á meðan það var og hét. Svo var ég líka dálkahöfundur - var með þáttinn Dyngjuna í Morg- unblaðinu um fimm ára skeið. Þar gaf ég handavinnu-, mat- ar- og kökuuppskriftir, ásamt ýmsum heilræðum, svo eitt- hvað sé nefnt. Viltu meira?" Blaðamaður getur ekki orða bundist og bendir á að Jórunn hefði átt að fara á listaskóla. „Já,“ svarar hún að bragði. „Ég ætla að gera það í næsta lífi. Ég er ákveðin í að fara þá til Parísar, læra hönnun og slá í gegn!“ Af hverju gerir hún það ekki núna? „Ég er orðin allt of gömul. Ég fengi ekki námsstyrk!" Jór- unn skellihlær og blaðamaður er líka brosandi þegar hann gengur út af notalegu heimili gæðakonunnar Jórunnar Karlsdóttur. □
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.