Vikan


Vikan - 27.05.1992, Blaðsíða 52

Vikan - 27.05.1992, Blaðsíða 52
SMASAGA EFTIR ODD SIGURÐSSON AbTATVr rlr IxVLll Svanhvít stóö við stofuborðið og horfði döpur í gegnum rimlagardínurnar á fólk berjast við að komast áfram mót sterkri suðaustanáttinni. Það var í rauninni grátbroslegt á að horfa er sterkar vindhviður, sem skollið höfðu á blokk- unum, brutu sér leið fyrir húsgaflana og skullu margefldar á fólkinu. Einhvern tíma hefði Svanhvít látið það eftir sér að hlæja við þessar aðstæður, ekki vegna illgirni heldur var hún alla jafna spaugsöm kona. I dag varð hún að játa sig sigraða, hún hafði reynt allt sem í hennar valdi stóð til að halda börnunum sínum hjá sér en allt kom fyrir ekki. Félagsmálastjórinn myndi birta henni úr- skurðinn innan stundar og hún vissi vel hvað það þýddi. Tilfinningalaus múgur möppudýra, sem að áliti Svanhvítar þáði laun fyrir að sitja yfir kaffibolla, hafði nú lostið hana því reiðar- slagi sem allir foreldrar óttuðust en komust ekki undan væri til þeirra slegið. Hún vissi það ekki þá en vissi nú að mistökin voru hjá henni sjálfri. f stað þess að leita til vandamanna og viðurkenna að hún hefði beð- ið lægri hlut*við að reyna að framfleyta fjölskyldu sinni ein og halda jafnframt því sem henni og Stefni hafði áunnist þá leitaði hún sér félagslegrar hjálpar í litla kaupstaðnum sem hún bjó í. Svanhvít gekk frá glugganum og tyllti sér í mjúkan hægindastól. Frítt andlitið var tekið, blá augun tómleg en þó með einhverjum undarlegum glampa. Hún kipraði hvarmana eins og í von um að sorgin og kvíðahnúturinn gæti gefið af sér tár, en án árangurs. Þetta áskapaða öryggi, sem gráturinn er öllu venju- legu fólki í vonleysi og sorg, hafði gjörsamlega yfirgefið hana. (stað þess hafði reiðin og hatrið haldið innreið sína og yrði brátt allsráðandi í til- finningalífi þessarar ungu fallegu konu. Hún teygði sig í myndaramma á borðinu og þrýsti að brjósti sér án þess að líta á myndina sem ramminn umlukti. Um líkama hennar fór krampakenndur skjálfti, hún stóð snöggt upp og grýtti rammanum af alefli í vegginn. Glerinu rigndi í smáflísum yfir hár hennar og andlit. Myndin rann úr rammanum að fótum hennar. Svanhvít starði á hana og greip báðum hönd- um yfir höfuð sér. Sorgin og einmanaleikinn gagntók hana, hún strauk höndunum hægt niður andlitið án þess að finna fyrir glerflísun- um sem við það stungust inn f lófa hennar og kinnar. Hún beygði sig niður og tók myndina varlega upp. - Fyrirgefðu mér, ástin mín, en ég bara ræð ekkert við mig. Hún kyssti myndina af unga manninum sem brosti svo blíðlega á móti henni að andlit hans Ijómaði. Hver hefði trúað því, þegar myndin var tekin, að Stefnir ætti aðeins eftir að lifa í þrjá daga? Hann svona hraustur og fullur af orku og lífsvilja. Hvernig gat dauðinn verið svona miskunnarlaus? Stefnir hafði gengið undir hættulitla aðgerð á þorpssjúkrahúsinu en hann vaknaði aldrei eftir svæfinguna. Engar skýringar var að fá þegar Svanhvít spurðist fyrir á sjúkrahúsinu, aðeins að allar aögerðir væru hættulegar. Hún stóð ein uppi með litlu börnin sín þrjú, hálfklárað húsið og skuldabagga eins og flestir þeir sem reyna að brjótast upp úr engu, án nokkurs bakhjarls. Nú voru fjórir mánuðir liðnir og allt hafði farið niður á við síðan Stefnir dó. Hún kyssti myndina aftur. - Ég get ekki hugsað mér að halda þessu áfram ein. En þetta skal líka verða þeim dýrkeypt því án ykk- ar er lífiö mér einskis virði. Svanhvít lagði kám- uga myndina á borðið og gekk inn í svefnher- bergið. Hún dró stól að skápnum og teygði hönd undir línið í efstu hillunni. Straumkennd- ur fiðringur fór um líkama hennar er hún greip um kalt stálið. Hægt og rólega dró hún fram tvíhleyptu haglabyssuna sem hún hafði gefið Stefni árið áður. Hún steig niður af stólnum og ríghélt um byssuna en lagði hana síðan var- færnislega á hjónarúmið. Að því loknu hraðaði hún sér fram í geymsluna þar sem hún vissi að Stefnir geymdi skotin. Regla númer eitt hafði hann ítrekað sagt. Byssan falin á einum stað og skotin á öðrum, það ætti að tryggja að börn- in fari sér ekki að voða. Svanhvít skimaði yfir hillurnar í leit að líkleg- um felustað. Allar hillur voru yfirfullar af alls kyns kössum og kirnum. Hún byrjaði ákafa leit í efstu hillunni en það bar engan árangur. - Hvernig stendur á að þetta helvítis líf er allt svona á móti mér? tautaði hún móðursýkis- lega. Reiðin blossaði upp að nýju og hún ruddi hverjum kassanum af öðrum niður af hillunni. - Ef ekki svona þá einhvern veginn öðruvísi. Hún lét sig falla niður á draslið á gólfinu og hnipraði sig saman. Með augun herpt hljóðaði hún af einskærri angist. - Ég skil þig ekki, góði Guð, hvers vegna þú heldur verndarhendi yfir þessum skepnum sem hafa tekið börnin mín frá mér. Ég hef ekkert það til saka unnið sem verðskuldar þvílíka áþján sem þú hefur á mig lagt. Svanhvít stóð upp og steytti hnefa til lofts. - Og það skalt þú vita að ég hef misst alla mína trú á miskunnsemi þína. Hún sparkaði í hrúguna á gólfinu til að leggja áherslu á orð sín. Það brá fyrir gleðiglampa í augum hennar þegar rauð haglaskotin dreifðust um gólfið. - Þér er nú kannski ekki alls varnað, tautaði hún, tók upp tvö skot og hraðaði sér aftur inn í svefnherbergið. Hún hlóð byssuna kunnáttu- samlega og brosti. Nú var ekkert annað að gera en bíða og framkvæma ætlunarverkið. Hún hallaði sér aftur í rúmið með byssuna í fanginu og lét hugann reika til þess tíma er hún leitaði sér aðstoðar. Svanhvíti hafði ekki dottið það í hug hversu djúpstæð áhrif viðtal á bæjarskrifstofunni gat haft á allt hennar líf, reyndar mun djúpstæðari en hinn ótímabæri dauði Stefnis. Félagsráð- gjafinn, ung kona, var hin alúðlegasta er hún skrifaði niður sögu og aðstæður hennar. Svan- hvíti fannst sem hún gæti fullkomlega treyst henni og dró því ekkert undan. Hana vantaði hjálp til að brauðfæða börnin sín, hana vantaði líka að létta á hjarta sínu sem var að springa af harmi og vonleysi. Skrifstofa félagsráðgjafans virtist hönnuð til að opna hjarta skjólstæðingsins, ekki bara um málin sem brunnu á viðkomandi þá stundina heldur líka hinar leyndustu hugsanir sem eng- um kom við og hún hefði að öllu venjulegu haldið hjá sjálfri sér. Hvernig gat nokkurri manneskju dottið í hug að óreyndu að þessi stofnun með hámenntuðu fólki væri persónu- njósnastöð sem safnaði upplýsingum um „ómagann" og notaði svo gegn honum, þætti hann bæjarfélaginu of dýr eða eitthverra hluta vegna óþægur Ijár f þúfu. Félagsráðgjafinn stóð upp og rétti Svanhvíti höndina. - Ég geri ráð fyrir að við getum hjálpað þér þennan mánuðinn en þú skalt vera opin fyrir öðrum úrræðum en að koma hingað. Félagsráðgjafinn teygði sig í segulbandið og slökkti á því. Svanhvít hafði ekki tekið eftir að hvert hennar orð hafði verið hljóðritað, þá hefði hún líka verið orðvarari. Ráðgjafinn sá á svip hennar að henni var brugðið. - Hafðu engar áhyggjur af þessu, þetta eru bara vinnuvenjur. Svanhvít var of niðurbrotin til að andmæla, hún hafði vissulega sagt hluti sem hana óraði ekki fyrir að hafðir yrðu eftir. Ráðgjafinn snart öxl hennar. - Sjáðu til, ég er bara að leysa af hérna tímabundið á meðan ég er í námi og mér eru hörð takmörk sett en ég veit hversu erfitt þetta er fyrir þig eins og svo marga aðra, þess vegna finnst mér ég verða að vara þig við. Hér er yfirleitt gott og skilningsríkt starfsfólk sem er allt af vilja gert, engu að síður eru hér fleiri en einn og fleiri en tveir úlfar í sauðargæru. Hún rétti Svanhvíti aftur höndina í kveðjuskyni. - Ég legg þetta fyrir fund og hringi svo í þig. Svanhvít gekk álút út af stofnuninni. - í hvern fjandann er ég nú búin að koma mér? andvarpaði hún hrædd og óviss. . Síðdegis að tveimur dögum liðnum hringdi ráðgjafinn og virtist vera mikið niðri fyrir. - Ég lagði beiðnina þína fyrir fund í morgun og þeir hlustuðu á samtalið okkar af spólunni. Svan- hvít fann fyrir samskonar aukaslagi hjartans og þegar henni var tilkynnt um dauða Stefnis. - Er eitthvað að? spurði hún skjálfandi. Félagsráðgjafinn ræskti sig. - Það er sam- dóma álit þeirra allra að börnunum þínum verði komið fyrir tímabundið svo þú náir að 52 VIKAN ll.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.