Vikan


Vikan - 27.05.1992, Qupperneq 62

Vikan - 27.05.1992, Qupperneq 62
TEXTI OG LJÓSM.: HJALTIJÓN SVEINSSON ^ SVÆÐISÚTVARPIÐ Á AUSTURLANDI FLYTUR Adögunum, þegar tíö- indamaöur Vikunnar var staddur á Egils- stööum, voru undur og stór- merki að gerast hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins þar á staðnum. Veriö var aö flytja starfsemina úr þröngum kjall- ara í húsakynnum Pósts og sima í nýtt húsnæði sem hefur verið hannað sérstaklega með þessa sérstöku starfsemi í huga. Þegar knúið var dyra á nýja staðnum, sem tekur hálfa miðhæðina í þriggja hæöa húsi gegnt lögreglustöðinni, voru tæknimenn frá aðalstöðv- unum fyrir sunnan með æfð- um höndum að tengja tækja- búnaðinn, þeirÁstvaldur Krist- insson og Runólfur Þorláks- son. Starfsmenn svæðis- útvarpsins voru að bera upp húsgögn og kassa og kapp- kosta aö koma öllu haganlega fyrir í þessum glæsilegu húsa- kynnum, fullir tilhlökkunar að hefja störf við margfalt betri aðstæður næsta dag. Inga Rósa Þórðardóttur er deildarstjóri Ríkisútvarpsins á Austurlandi en hún hóf störf fyrir sjö árum. Þá var hún í FRÍAR HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÓNTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensásvegi10 - þjónar þér allan sólarhringinn Starfsfólk svæðisútvarpsins á Egilsstöðum i nýju husakynnunum. hálfu stööugildi og hafði með höndum bæði frétfamennsku og dagskrárgerð. Að hennar sögn er starfsemi sjálfs svæð- isútvarpsins fólgin í útsend- ingu frétta og fréttatengds efn- is um Austurland þrisvar I viku, á miðvikudögum, fimmtu- dögum og föstudögum. Þar fyrir utan annast starfsfólk svæðisútvarpsins þáttagerð ýmiss konar fyrir báðar aðal- rásirnar, svo og er fjöldi pistla af öllu tagi sendur að austan. Þau Inga Rósa og Haraldur Bjarnason fréttamaður eru eina fólkiö sem starfar þarna í fullu starfi en báðum er þeim ætlað að sinna dagskrárgerö í nokkrum mæli. Auk þeirra vinna þarna Guðmundur Steingrímsson sem er tækni- maður svæðisútvarpsins og Sigurrós Sigurjónsdóttir aug- lýsingastjóri. Þess mun ekki vera langt að bíða að staða Guðmundar verði heil þvi að meö nýju húsakynnunum og betri tækjakosti er gert ráð fyrir að umsvifin aukist. Inga Rósa sagði að stofnunin nyti jafn- framt krafta ýmissa laus- Þessu fallega, ofna llstaverki hefur verið kom- ið upp í nýja „út- varpssalnum" eystra, þar sem það sómir sér vel. Það heitir einfaldlega „Öld- ur ljósvakans“. Sjá má hin aust- firsku fjöll á myndfletinum - Hólmatind lengst til vinstri, þá Egilsstaða- koll í miðið og loks Snæfellið. ráðinna þáttagerðarmanna. Allt það dagskrárefni sem svæðisútvarpið útbýr fyrir aðalstöðvarnar, að fréttum undanskildum, er sent með flugi á segulbandsspólum því að ekki er unnt að senda það í gegnum loftið nema um síma- línur sem skila ekki nægileg- um tóngæðum. Enn sem kom- iö er hefur Rikisútvarpið ekki séö sér fært að kaupa afnot af Ijósleiðara sem þegar er fyrir hendi og er í eigu Pósts og síma - en slíkt er gert á Akur- eyri til dæmis. □
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.