Vikan


Vikan - 27.05.1992, Side 73

Vikan - 27.05.1992, Side 73
NÝJASTA MYND ROMANS POLANSKI Nýjasta verk Romans Pol- anski, Bitter Moon, mun að líkindum valda einhverju fjaðrafoki. Mikiö er þar um svæsin kynlífsatriði. Eman- uelle Seigner, sem er eigin- kona leikstjórans, leikur frakka vændiskonu sem tekst að tál- draga amerískan iðnjöfur sem leikinn er af Peter Coyote. Myndskeið nokkurt þykir svo- lítið svæsið en það er þegar ein vændiskonan sést hlúa að viðskiptamanni sínum og hundurinn hennar hjálpar til Hann sést sleikja tær mannsins. Þetta er nú ekki neitt neitt eftir allt saman - eða hvað? BARNASTJÖRNUR Á HELJARÞRÖM - EÐA HVAÐ? Barnastjörnur eins og Anna Chlumsky (My Girl), Macaul- ay Culkin (Home Alone 1 og 2), Adam Hann-Byrd (Little Man Tate) og Charlie Korsmo (Hook, The Doctor) hafa gert það gott upp á síð- kastið. Hvað gerist síðan þeg- ar börnin vaxa úr grasi. Það gæti farið fyrir þeim eins og bandarískra, þýskra, italskra og franskra aðila. Kostar myndin litlar 20 milljónir Bandaríkjadala og er gerð í til- efni þess að nú eru fimmtíu ár síðan umsátrinu um Stalín- grad lauk en þýskar hersveitir héldu borginni í heljargreipum í síðari heimsstyrjöldinni. Borgarbúar drýgðu þá margar hetjudáðir við útvegun matar. Þess má geta að aðalfram- leiðandinn, Gunter Rohr- bach, framleiddi mynd- ina Das Boot eða Kafbátur- inn sem gerð var árið 1982 undir leikstjórn Wolfgangs Petersen (Never Ending Story 2, Enemy Mine og Shattered). Franskir kvikmyndagerðar- menn eru líka búnir að gera þrjár stríðsmyndir á þessu ári. Fyrst má nefna myndina Dien Bieu Puh sem fjallar um upp- gjöf franskra hermanna í Indó- Kína (áður en nafnið breyttist i Víetnam). Þann 7. maí 1954 gáfust 12.000 franskir her- menn upp fyrir víetnömskum hersveitum. Aðeins 5000 sneru aftur heim til Frakklands. Stríðið í Indó- Kína hófst árið 1948 en eins og allir vita tóku Bandarikja- menn við stríðsrekstrinum í Víetnam og lauk því hrikalega stríði ekki fyrr en árið 1975. Hinar tvær stríðsmyndirnar STRÍÐSMYNDIR Ekki er mikið framleitt af stríðsmyndum um þessar mundir. Ástæðan fyrir því er sú að yfirleitt fylgir því tölu- verður kostnaður. Athuga þarf ýmis stríðstól frá stríðstimabil- um og hermannabúninga. Samt fyrirfinnast bjartsýnir kvikmyndagerðarmenn. Mikið er gripið til samframleiðslu- eða co-production, eins og það heitir á tungumáli saxn- eskra, þegar ráðist er í dýrar stórkvikmyndir og sú er einmitt raunin í þetta skiptið. Myndin Stalingrad er samframleiðsla gerast í síðari heimsstyrjöld- inni. Kvikmynd Marcel Ophuls, The Sorrow and the Pity, greinir frá frönskum svik- urum sem gerðust handbendi nasista í Frakklandi á árunum 1940-1944. Hin myndin er rómantísks eðlis þrátt fyrir að hún gerist á styrjaldarárum. Frakkar hafa reyndar líka gert kvikmynd sem fjallar um frelsisstríðið í Alsír og heitir einfaldlega The Battle of Algeirs eða Orrustan um Alsír. Þetta er í raun réttri í fyrsta skipti sem Frakkar gera svona margar stríðsmyndir á einu ári. ◄ Þýskir hermenn í stríðs- myndinni Stalíngrad, stórmynd og frum- sýnd verður á þessu ári. EKKI SEGJA MÖMMU AÐ BARNFÓSTRAN SÉ DAUÐ Ungmenni grípa til ýmissa ráða í myndinni Don’t Tell Mom the Babysitter Is Dead eftir að barnfóstran gefur upp öndina í orðsins fyllstu merk- ingu. Leikstjóri er Stephen Herek en hann leikstýrði fyrsta Bill og Ted's ævintýrinu eða Bill and Teds Excellent Adventures. Regnboginn sýnir þessa mynd. Jodie Foster sem enn er fræg þrátt fyrir að vera orðin fulltíða eða þau gætu endað sem eit- urlyfjafíkiar. Sálfræðingurinn og félagsfræðingurinn Paul Petersen hefur með þrjátíu einstaklinga að gera sem eitt sinn voru frægir sem barna- stjörnur en eiga nú við sálfræði- lega örðugleika að etja, hafa meðal annars reynt að fremja sjálfsvíg. Hver skyldi svo ástæðan fyrir þessu vera? Paul Peterson telur að þessar fyrr- um barnastjörnur haldi að samfélagið skuldi þeim eitt- hvað þegar þær eru orðnar fullorðnar. Hann segir að þetta fólk telji sig eiga skilið að vera áfram frægt þrátt fyrir að vera | orðið fulltíða. FÝKUR YFIR HÆÐIR Bókmenntaverkið sígilda eftir Emily Bronte, Wuthering Heights, er aftur komið á hvíta tjaldið. I myndinni leika Ralph Fiennes sem leikur Heathcliff og Juliette Binoche sem leik- ur Cathy. Myndin er öll tekin í Yorkshire og hófst verkið í nóvember í fyrra. Verður hún sýnd í Háskólabíói þegar þar að kemur. ▲ Barna- stirni myndarinn- ar My Girl. ◄ Svip- mynd úr myndinni American Me. Svip- mynd úr ærsla- myndinni Ekki segja mömmu frá því aö barnfóstran sé dauð. MEIRA UM VÆNTAN- LEGA JAMES BOND MYND Næsta James Bond myndin gæti alveg heitið á frummálinu From China with Love. Ástæðan fyrir því er að megin- framleiðandinn, Cubby Broc- coli, hefur hafið samstarf við kínverska ríkiskvikmyndafyr- irtækið. Fulltrúar þessara aðila hittust fyrir skömmu í Los Angeles og hófu viðræður sem heimildir fregna að hafi tekist vel. Þess má geta að James Bond er ein vinsælasta kvikmyndahetjan í Kína. ▲ Kviðið engu, það verður ný James Bond mynd á árinu. Y Sígildar persónur Emily Bronte. Heathcliff og Cathy í endurgerð- inni Wuthering Heights. SÁ AMERÍSKI ÉG Leikarinn Edward James Olm- os (Bladerunner, Triumph of the Spirit) hefur framleitt, leik- stýrt og leikið í myndinni Am- erican Me. Myndin greinir frá spænsk-amerískri fjölskyldu og hvernig henni reiðir af á þrjátíu árum. Þetta er fjöl- skyldudrama. Auk Olmos leik- ur William Forsythe i mynd- inni sem þykir víst kröftug. 11.TBL.1992 VIKAN 73

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.