Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 8
eða álíka slysi. Síðan fylgja þessum Ijósum
hljóðmerki.
Örvar dregur Sumarliða á eftir sér en sá síð-
arnefndi ber áttatíu kílóa brúðu í fanginu.
Hér má glögglega sjá hlutverkaskiptingu
við reykköfun. Þarna eru reykkafarar við
æfingu í sal sem skipta má upp á allan
mögulegan hátt með færanlegum veggjum.
Meðan annar kafarinn fer með veggjum
kannar hinn næsta umhverfi í
standa fram úr ermum. Og dagurinn á eflir að
bera í skauti sér eina erfiðustu raun sem
slökkviliðsmenn þurfa að ganga í gegnum í
starfi sínu. En slíkt veit enginn - ekki fyrr en
allt í einu.
Kristján Ólafsson, varðstjóri á þessari vakt,
heldur verndarhendi sinni yfir þessum aðskota-
nýgræðingi og sýnir honum alvöru slökkviliðs-
menn að störfum þar sem fyrsta verkið er að
fara yfir allt sem er á og í bílunum. Og sá
nýslegni er ekki látinn standa með hendur í
skauti. Honum er afhent blað og blýantur. Á
blaðinu er tékklisti með örugglega milljón hlut-
Greinarhöfundur kampakátur, á sér einskis
ills von enda Örvar (t.v.) hinn hressasti eftir
fyrri feröina.
um sem Kristján og Örvar, brunavörður II (hér
merkir II að hann hefur lokið tilteknum nám-
skeiðum), leita að eftir upptalningunni.
Þarna eru alls kyns hlutir sem erfitt er að
henda reiður á nema með mikilli þjálfun og
orðin, sem notuð eru yfir þessa hluti, virðast á
mörkum þess að geta talist hluti nokkurs
tungumáls. Eins gott að standa klár á þessu
torfi þegartil kastanna kemur.
Þegar varatækjabíllinn hefur verið vandlega
yfirfarinn af þessum tveimur og hálfa slökkvi-
liðsmanni kemur Helgi aðalvarðstjóri askvað-
andi. - Þú verður í þessum bíl, segir hann og
bendir á bíl sem er sagður heita dælubíll eitt.
Það er víst aðalgræjan á bænum. - Settu
gallann þinn hér og farðu í hann ef það kemur
útkall. Þú kemur með okkur í hvað sem við
förum, bætir Helgi við.
Þetta er víst bíllinn sem fer í alla bruna og
öll stærri slys, til dæmis umferðarslys þar sem
klippa þarf bíla í sundur. í honum er aðalvarð-
stjórinn, varðstjórinn, bílstjóri og tveir reykkaf-
arar. Kristján bendir síðan á nokkur Ijós uppi á
vegg. Rautt Ijós þýðir eldur, hvítt mikill eldur
og gult þýðir slys þar sem aðstoðar tækjabíls
er óskað. Þá er yfirleitt reiknað með bílveltu
▼ Viövaningurinn naut aöstoðar Örvars eftir
að dúkkan var fundin. Ekki fór hún þó alveg
eftir settum reglum upp í blaðamannsfang-
ið. Kristján varöstjóri sér um líflínu reykkaf-
aranna.
Þessi mynd af greinarhöfundi segir eigin-
lega allt sem segja þarf um þessa þrekraun
en hún er tekin um leiö og hann náöi
grímunni af andlitinu á sér eftir aö hafa
bjargaö dúkkunni.
ADRENALÍNIÐ KRAUMAR
Skyndilega kvikna tvö Ijósanna, nokkur stutt
hljóðmerki heyrast. Adrenalínið í blaðamann-
inum gerir óþyrmilega vart við sig og hann
ætlar að taka á rás þegar Kristján segir hon-
um, glottandi út í annað, að það sé líka kallað
á menn í síma með þessum búnaði. Adrena-
línið snýr við svo búið til síns heima en kraum-
ar alltaf lítillega þegar einhver á símann.
Jæja, nú er útlit fyrir smápásu og kaffisopa
og við Kristján örkum áleiðis upp á kaffistof-
una. Á leiðinni mætum við Helga aðalvarð-
stjóra með æfingatösku í hendinni. - Æfing!
kallar hann og við snúm til baka. Ekkert kaffi
strax. Nú halda slökkviliðsmennirnir inn í Mátt
þar sem tekið verður á því næsta klukkutím-
ann. Ofan í stígvélin, upp með brækurnar, í
kápuna og hjálminn á hausinn. Upp í tækjabíl-
inn. Klöngrast upp í tæplega tveggja metra
hæð. Ekki verður sagt að þessi múndering sé
hentugur leikfimiklæðnar. Hvernig ætli sé að
príla í þessu við erfiðar aðstæður? Ekki þægi-
legt, því er hægt að lofa. Menn verða með af-
brigðum klofstuttir í þessum skírlífisklæðum.
Það er engin sérstök dagskrá skipulögð
þennan daginn í æfingunum en suma daga
vikunnar ganga menn i gegnum þrekraunir og
pínu af hendi Hilmars Björnssonar þjálfara en
hann stundaði einmitt slökkvistörf í afleysing-
um í fyrri tíð. Þegar slökkviliðið mætir á æfing-
ar eru fá stæði eftir niðri í Faxafeni því að
þarna hreyfa menn sig ekki alla vaktina án
þess að vera á dælubílum, körfubíl og sjúkra-
bíl, í búningum með allt til taks. Ófá skiptin
hafa menn vfst stokkið löðursveittir um borð í
þessar þungu flíkur og stígvél og hlaupið út í
bíl þegar mikið hefur legið við.
Menn byrja á því að hlaupa upp nokkrar
hæðir í stigvélunum í æfingasalnum. Þeir sem
lengst hlaupa eru komnir langleiðina upp á
tvöhundruðustu hæð þegar þeir láta staðar
numið. Guðmundur á körfubílnum virðist hins
vegar álíta slíkt hinn mesta óþarfa, vitandi af
því að sá bíll getur komið mönnum á tiltölu-
lega þægilegan hátt upp í tæpra þrjátíu metra
hæð. Hann ásamt fleirum hleypur en aðrir
hjóla. Líklegri skýring er þó sennilega sú að í
þetta skiptið eru slökkviliðsmennirnir sjálfráðir
um æfingarnar.
ANDLEGT OG LÍKAMLEGT
Á æfingunni ríkir góður andi og menn gantast
hver með annars líkamlegt sem og andlegt at-
gervi. Skotin ganga manna á milli og slökkvi-
stjórarnir, Hrólfur og Jón Viðar, láta ekki sitt
eftir liggja í stríðninni. Allt er þetta vel meint og
helst ætlað til að þjappa mannskapnum saman
og til hvatningar. Enda verður að ríkja góður
andi og samheldni meðal manna sem eru
alltaf saman í svona starfi, þar sem hver verð-
ur að geta treyst öðrum fyrir lífi sínu og limum.
Sturta. Pottur. Upp á stöð - með viðkomu í
bakaríinu. Og menn eru ekkert að bíða boð-
anna eftir að kleinum, snúðum og rúnnstykkj-
um hefur verið bjargað úr prísund búðarinnar.
Þau eru innbyrt samstundis af því að menn eru
svangir, auk þess sem alls er að vænta og þeir
vita að framundan getur verið slökkvi- eða
björgunarstarf sem staðið getur stans-, matar-
og kaffilaust fjölmargar klukkustundir.
Undir slíkum kringumstæðum skiptir engu
hvort menn eru svangir, blautir, þreyttir, þyrst-