Vikan


Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 22

Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 22
báöar. Ég virðist hvorki vilja né geta sleppt mér lausum frá hvorugri. Sambýliskona min telur mig ekki heilbrigöan og hamrar stööugt á því. Veistu þaö, Jóna, aö ég skil ekki hvernig þetta getur hent mann eins og mig. Ég er mjög lokaöur og lítiö fyrir aö sýna tilfinningar, satt best aö segja. Núna og í svolítinn tima hef ég veriö eitt tilfinningabúnt. Ég er mjög viökvæmur fyrir börnunum minum og tel alveg ömurlegt aö svona skuli vera komiö i lífi okkar og til- veru. Ég hlýt aö virka eins og bilaöur á þig. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á aö leysa þessi ömurlegu mál min. Mér líöur illa og er meö stööuga sektarkennd út af nánast öllu. Sérstakiega viröist hún tengjast báö- um konunum og svo auövitaö börnunum. Ég bý heima en er eins oft JONA RUNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFI FRÁ LESANDA Kæra Jóna Rúna! Ég er búinn að vera lengi aö hafa mig i aö skrifa þér og læt loksins veröa af þvi núna. Min mál eru nokkuö furðuleg og kannski fáránleg þegar á allt er litið en mjög leiðinleg. Ég hef veriö í sambúö í fjög- ur ár meö sömu konunni. Ég var eiginlega ungling- ur þegar ég fór á fast meö sambýliskonu minni í byrjun. Við eigum tvö ung börn og er frekar stutt á milli þeirra. Ég taldi mig vera frekar hamingjusaman þar til í fyrra aö þaö geröist óvænt aö ég varö ást- fanginn af annarri konu. Sambýliskonan veit af þessari nýju og komst aö tilvist hennar á mjög óþægilegan máta, er óhætt aö fullyrða, þannig aö þaö myndaöist gjá á milli okkar sem stendur enn. Viö erum í fjölskylduráðgjöf sem er mjög gott á vissan hátt en það breytir ekki þeirri staðreynd að ég finn ekki að það hafi breytt neinu fyrir mig þegar kemur aö tilfinningum minum til þeirra beggja. Ég lít svo á aö ég hreinlega elski þær Vinsamlegast hand-skri- fiö bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dul- nefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau i einkabréfi. Utanáskrift er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík SVAR TIL LOGA og ég get hjá hinni konunni. Þaö er eins og ég sé heltekinn af henni og þara dragist til hennar hvort sem ég ætla eöa ekki. Ég geri mér grein fyrir því aö þetta getur ekki gengiö svona nema enda meö ein- hverjum óhugnaöi. Ég verö að fá einhvern botn í sjálfan mig sem tilfinningaveru. í uppeldinu var mér stjórnaö mjög mikiö af báð- um foreldrum minum. í þeirra augum virtist ég fátt geta gert rétt. Ég er nokkuö vel menntaöur og starfslega gengur mér býsna vel. Peningar eru litiö mál i mínu tilviki. Mér þætti vænt um, kæra Jóna, aö þú yröir bara mjög hreinskilin viö mig í svari þinu. Best þætti mér að fá ábendingar og sem mesta leiðsögn eins og flestir hafa fengiö hjá þér. Ég fylgist meö því sem þú ert aö gera. Ég les alltaf pistlana þína og myndi ekki vilja sleppa því. Er skilnaöur lausn aö þínu mati? Á ég að flýja land? Er ég aö þínu áliti aö upplifa eitthvað sem getur ekki hent aöra? Getur veriö aö ég sé svona slæmur maöur og ófyrirleitinn? Ég virðist særa þær báðar, án þess aö vilja það raunverulega. Mér liöur ömur- lega og veit að ég verö aö leysa min mál og þaö sem fyrst. Vonandi finnur þú eitthvaö út úr þessu sem mætti veröa mér til góös. Gangi þér vel í fram- tiðinni viö þaö sem þú ert að gera. Þaö er ólíkt öðru sem maöur hefur vanist og mér likar þaö vel. Kveöja, Logi Kæri Logi! Mér þykir þú í ansi vondum málum eins og þér sjálfum reyndar finnst líka. Hvað sem öllu líður þá ætla ég af hreinskilni að reyna að svara þér, þó svo ég leysi kannski lítið. Ég þakka þér fyrir hvatningu til mín. Ég nota eins og áður innsæi mitt, hyggjuvit og reynsluþekkingu til leiðsagnarinnar. ÁST, ELSKA OG HRIFNÆMI Ef við til að byrja með íhugum elskuna til annarrar persónu getur eitt og annað býsna athyglisvert komið í Ijós. Sumum finnst kannski fljótt á litið eng- inn sérstakur grundvallarmunur á því að elska, að hrífast eða vera eða verða bara ástfanginn af ein- hverjum. Það að elska hlýtur að vera tengt því að vilja láta af hendi í orði og i athöfnum eitthvað heið- arlegt, gott, hvetjandi og hlýtt - til þess sem þessar sérstöku tilfinningar beinast að. Með tilliti til þess er eins og ekki geti staðist rökrænt að við séum ótrú þeim sem við elskum á sama tíma og við kjósum að persónunni sé fullkunnugt um að við elskum hana að okkar mati. Það er ekki rétt og ætti alls ekki að vera hægt að vera að þessu leyti í tveimur samböndum á nákvæmlega sama tíma. Ef við erum það særum við og völdum trúlega báðum persónunum kvöl. Þegar kemur að tiltrú okkar á eigin tilfinningar í garð annarrar persónu er ágætt að átta sig á því að til þess aö slíkt geti talist standast getum við engan veginn hlúð að öðru sambandi á meðan á sömu forsendu, þótt sumir virðist halda það. SIÐFERÐISBRESTUR OG SVIKSEMI Það verður því að teljast einhver siðferöisbrestur í persónuleika þess sem vogar sér að rækta og hlúa að tveim samböndum af þessari gerðinni á sama tíma og þykir það í lagi. Slíkt bara gengur ekki, auk þess aö vera í eöli sínu algjörlega rangt, hvað sem öllu frjálsræði líður. Elskan til lífsförunautar okkar á að rista það djúpt aö allt það besta í innri sem ytri gerð okkar fái að njóta sín svo að um munar og ætti vissulega að beinast að viðkomandi og engum öðrum á sama hátt á sama tíma. Þegar við tengj- umst annarri persónu ástarböndum verðum viö að gera þá siðferðislegu kröfu til sjálfra okkar að við ætlum ekki og viljum ekki bregðast viðkomandi á nokkurn hátt. Mjög margar og mislitar tilfinningar rísa úr dvala og ræktast upp þegar svona sambönd eru í gangi. Við getum fundið fyrir elskuríkari hugsunum og jafnvel mildari og mannúðlegri en við höfum áöur fundið i garð nokkurs. Við getum líka upplifað and- hverfu þessa í gegnum annars konar og ögn hall- ærislegri tilfinningar. Þá er ég aö velta fyrir mér til- finningum eins og afbrýði, ófyrirleitni og óheppileg- um samanburði, reyndar mikilli eigingirni og sífelld- um áhyggjum af hvort viðkomandi elskar okkur eöa ekki. Ef mikil afbrýðisemi er ríkjandi í sambandi er óhætt að fullyrða að slíkt leiðir ýmislegt af sér og þá ekki síst sé tekið tillit til þess að viðkomandi elskandi þolir hvorki mögulega keppinauta eða ó- trúmennsku. Dæmi er um að þegar verið er að hafa í flimtingum tilfinningar þess sem stendur í þeirri trú að hann sé elskaður og sé elsku aðnjótandi, frá þeim sem þannig kenndir hefur þróað til hans, hafi vonbrigði vegna svika orðið það mikil að það eins og hefur dregið fyrir sól í lífi og tilveru þess sem hafnað var með þannig ófyrirleitni. HEILAGAR TILFINNINGAR OG HÖFNUN Ef við viljum trúa þvi að við elskum aðra persónu hvarflar alls ekki aö okkur að svíkja viðkomandi, nema við séum eitthvað aflöguð eða fötluð tilfinn- ingalega. Smáskot eða hrifnæmi, sem orkað getur á okkur þannig að við teljum okkur ástfangin, er eitt- hvaö mun léttvægara en það að elska aðra mann- eskju á allan hátt. Best er því að átta sig á því hvað er í raun aö gerast í tilfinningalífi okkar þegar við finnum að við eins og með ómótstæðilegum krafti 22 VIKAN 22.TBL. 1992

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.