Vikan


Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 12

Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 12
HELGI SCHEVING OG KRISTJÁN ÓLAFSSON RIFJA UPP Helgi Scheving. Skyldi konan virkilega '' hafa haldið aö hann væri geimvera? Martröð slökkviliðsmannsins er að vaða inn um eld og eimyrju, leitandi að manneskju sem þar gæti verið, verða einskis var en finna líkið síðar. - Það leggst á sálina á mönnum, segir Helgi. Undir slíkum kringumstæðum draga menn sjálfa sig til ábyrgðar. Álagið er hins vegar gífurlegt, hitinn, reykurinn, blindan og spennan. Allt gerir þetta leitina margfalt erfið- ari. Kristjáni, sem starfað hefur tuttugu og þrjú ár í slökkviliðinu, stendur í Ijósri minningu at- vik sem átti sér stað fyrir mörgum árum. Hann var að leita í húsi sem brann mikið, að barni sem talið var að væri inni. Ekkert fannst. Þeg- ar eldurinn hafði verið slökktur var leitað í rústunum og þá fann Kristján eitthvað sem gat verið lík. Honum dauðbrá. Það var köttur- inn. En skyndilega kom stráksi hlaupandi. Hann hafði ekki verið heima. „Mér hefur aldrei létt eins mikið á ævinni," segir Kristján. Þetta, ásamt alvarlegum slysum þar sem börn eiga í hlut, segir hann vera erfiðustu at- burðina. Að standa ráðþrota gagnvart duttl- ungum almættisins er óþolandi. Og nú síð- ustu ár hefur það sífellt færst í vöxt að Kristján Ólafsson. Líkið var af kettinum en stráksi kom hlaupandi. reykköfunarbúnaðurinn sé notaður til þess að fara inn í híbýli fólks sem hefur látist án þess að nokkur veitti því athygli, fólks sem stund- um hefur legið lengi látið. Slík viðvik eru mönnum ofarlega í minni. En þau eru fleiri, til- vikin sem slökkviliðsmennirnir vilja ræða og ganga út á skemmtilegri hluti. Eitt þeirra, sem menn geta brosað að, átti sér stað þegar Helgi var að byrja í slökkvilið- inu fyrir rúmum þrjátíu órum. Hann var á sím- anum þegar kona hringdi, talaði með útlend- um hreim og var víst lítt skiljanleg. - Mikieyk- ur, sagði hún og tilgreindi heimilisfang. Helgi, sem túlkaði skilaboðin sem - mikill reykur, sendi allt tiltækt lið á staðinn. Slökkviliðsmenn komu askvaðandi á vettvang, hrópandi: Hvar er þetta? þegar þeim var gerð Ijós upphafleg tilkynning sem upp á vort ylhýra hefði átt að hljóða þannig: Mikið veikur. Slökkviliðið hélt við svo búið aftur upp á stöð en sá veiki fékk viðeigandi far með sjúkrabíl. UNDRAVERAN REYKKAFARI Helgi rifjar líka upp skemmtilega sögu úr reykköfun sem hann lenti í fyrir nokkuð mörg- um árum. „Ég man ekki ártalið en það kom upp eldur. Þetta var þegar reykköfunartækin voru í hliðarskápum á bflunum, ekki inni í þeim eins og nú er, en við fundum einhvern veginn á okkur að við þyrftum á þeim að halda. Við gripum þau því með okkur inn í bíl og settum þau á okkur á leiðinni sem var ann- ars yfirleitt ekki gert fyrr en á eldstað. Svo þegar við komum á staðinn kom lögreglan til okkar og sagði sennilega margt fólk vera inni í húsinu. Þarna var mikill reykur og eldtungurn- ar stóðu út um gluggana. Einhverra hluta vegna varð ég þónokkuð á undan hinum reykkafaranum, Birni Her- mannssyni. Þegar ég kem inn í reykjarkófið rofar skyndilega til í stofunni og þá sé ég þar gamla konu. Hún er þar upp við hurð, hóstandi. Ég hleyp til hennar og hún lítur upp. Þegar hún sér mig fórnar hún höndum og hleypur lengra inn í húsið, eins langt og hægt var. Þegar ég næ henni gríp ég hana og hleyp með hana áleiðis út. Þá mæti ég hinum reykkafaranum þar sem hann kemur á móti mér. Til allrar hamingju var konan létt og meðfæriieg þannig að við komum henni auð- veldlega út. Henni varð ekki meint af en ég get ekki séð aðra skýringu á því að hún reyndi að flýja inn í húsið en að hún hafi hald- ið að þarna væri komin geimvera af himnum ofan. Múndering reykkafara er þannig auk þess sem hljóðin, sem maður gefur frá sér í gegnum grímuna, eru ekki frýnileg," segir Helgi og þetta vekur almenna kátínu í varð- stofunni. Önnur saga er þannig að Helgi var við ann- an mann að vaða reyk, sá ekki glóru, steig ofan í eitthvað, upp úr því aftur og ofan í ann- að, vissi ekkert hvað um var að vera. Síðan kom í Ijós á hvaða ferðalagi reykkafararnir höfðu verið. „Þá gengum við ofan í klósettið og ofan í baðkarið og slóðin lá fram eftir öllum göngum þarna. En við fundum manninn og komum honum út. Þegar þangað var komið leit hann út eins og fuglahræða því hann hafði rifið sængina og kom alfiðraður út. Þeir úti héldu að við værum að koma með gínu,“ seg- ir Helgi. Kristjáni er minnisstætt að menn hafa orðið viðskila við björgunarbílana á slysstað. „Ég man til dæmis eftir því að slökkvibíll var á leið í útkall og sá sem keyrði stoppaði bílinn til að reykkafarinn, sem þurfti að fara út til að kom- ast inn að aftan, gæti sett á sig reykköfunar- tækin á leiðinni. Hins vegar komst hann ekki inn um dyrnar af því að eitthvert drasl var þar fyrir. Hann skellti hurðinni aftur og ætlaði upp í bílinn frammí en þá hélt ökumaðurinn að maðurinn væri kominn inn í afturf-húsið, sem hann var náttúrlega ekki. Hinn stóð bara eftir á kápunni úti á miðri götu.“ KÓPAVOGUR OG KUMBARA Annað svona tilvik kemur upp úr kafinu. Þá var annar maður á sjúkrabíl skilinn eftir á slysavettvangi í Kópavogi þar sem hann skellti afturhurðinni þegar sá slasaði var kom- inn inn og ætlaði inn í bílinn á hliðinni. Öku- maðurinn hélt að nú mætti bruna af stað og skildi hinn eftir. Sá hringdi víst niður á stöð og spurði hvað hann ætti að gera. Varðstjórinn spurði hann að bragði hvort hann ætti ekki fyrir strætó. Hann fór hins vegar niður á slysa- deild með lögreglunni. Þá fór ekki betur en svo að sá sem keyrði sjúkrabílinn var á leið inn í Kópavog aftur til þess að ná í hann. Þannig fórust þeir aftur á mis. Þau glymja, hlátrasköllin í varðstofunni undir svona sögum enda engin hætta á ferðum í þessum tilvikum. Helgi lenti líka í nokkuð sérstökum sjúkra- flutningi einu sinni. Þá var hann kallaður við annan mann á stöðina til að fara í sjúkraflutn- ing austur á Kumbaravog sem er rétt við Stokkseyri. „Við sáum aldrei annað en að við ættum að fara þangað og ná i sjúkling. Við fórum af stað í snjó og ruddaveðri, settum keðjur undir sjúkrabilinn á leiðinni og allt. Þegar við komum á Kumbaravoginn tökum við sjúkrakörfuna kotrosknir út úr bílnum og spyrjum hvar sjúklingurinn sé. Þá segir konan sem tók á móti okkur: Hva, eruð þið ekki að koma með Sigurð? Þá áttum við að fara fyrst á sjúkrahús í Reykjavík og ná í sjúklinginn og koma með hann heim á Kumbaravoginn. Þetta var grín hér á stöðinni upp á marga mánuði," segir Helgi og við notum þessa skemmtilegu sögu til þess að slá botninn í þessa ágætu viðkynningu við Helga og varð- flokk hans. □

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.