Vikan


Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 17

Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 17
um yfir jólin, auk þess sem stór hópur var þar á vegum Veraldar. Við þurftum síðan að taka við því fólki þegar Veröld gaf upp öndina eins og allir þekkja. STENDUR MARGT TIL BOÐA Það er heilmargt sem gestum okkar stendur til boða og í því sambandi má nefna fjölmarg- ar skoðunarferðir. Fararstjór- arnir koma með í allar ferðir, hvort sem þær eru til Gambíu, Tenerife, Marokkó eða í næsta nágrenni. Það tekur tvo tíma og fimmtán mínútur að fljúga til Gambíu og það er lengsta ferðin. í fyrra kostaði slík ferð um fimmtán þúsund krónur fyrir manninn. Auk flugsins er innifalin í verðinu skoðunarferð með innlendum leiðsögumanni, kvöldverður með skemmtiatriðum, gisting og hádegisverður. Þessi ferð kostar þvi með öllu álíka mik- ið og flug á milli Reykjavíkur og Egilsstaða, báðar leiðir. ▼ Þaö er nóg við aö vera allan ársins hring á Ensku ströndinni þar sem aðstaða fyrir feröa- menn er geysilega góð. Skoðunarferðirnar okkar eru geysilega vinsælar. Fólk notar tímann til að ferðast og fræð- ast og sjá sem allra mest. Við erum líka með tvær ferðir um eyjuna, Gran Kanaria. Hún er samt ekki stærri en svo að við erum í tæpar tíu klukkustundir að aka hringinn að meðtöldum hléum. Við förum líka upp í miðhálendið en það getur ver- ið mjög skemmtilegt, einkum þegar skyggni er gott. Eyjan er mjög þéttbýl og á henni einni búa um 660.000 manns. Tenerife, sem er stærri, hefur 100 þúsund færri íbúa en hún er hálendari og óbyggileg á stórum svæðum. Ég hef áhuga á því að skipuleggja nýjar ferðir í vetur og reyna að lífga svolítið upp á tilveru fólks. Við erum jafn- vel að hugsa um að bjóða gestum okkar upp á göngu- ferðir en slíkt höfum við ekki verið með áður. Búið er að merkja ýmsar skemmtilegar leiðir og þetta gæti verið kær- komin tilbreyting frá þessu venjulega. Það er fátt betra en að fara í gönguferð um skemmtilegar slóðir í hæfilega miklum hita, með nesti og nýja skó. Þannig getur fólk varið heilu dögunum. Þess má jafnframt geta að við fáum hópa eldri borgara til okkar eins og ævinlega. Við höfum áhuga á að skipuleggja fyrir þá leikfimitíma og meiri hreyfingu sem hefur átt auknu fylgi að fagna. ÍSLENDINGAR VINSÆLIR íslendingar eru á allan hátt mjög vel séðir á Kanaríeyjum, ekki einungis vegna þess hversu duglegir þeir eru að versla og nota sér hvers kon- ar þjónustu heldur ekki síður fyrir það hvað þeir eru góðir og skemmtilegir gestir. Þess má geta að bílstjórar hóp- ferðabíla þeirra fyrirtækja sem við verslum við í skoðunar- ferðunum bíða eftir því að ís- lensku hóparnir birtist á nýjan leik. Þeir fullyrða að þetta séu albestu farþegarnir sem þeir fái. íslendingar eru þekktir fyr- ir höfðingsskap, kurteisi og hvað þeir eru vingjarnlegir, til dæmis við allt þjónustufólk. Algengt er að það sé ekki virt viðlits og litið sé á bílstjórann sem hluta af bílnum. íslensku farþegarnar klappa þeim hins vegar á öxlina og þakka þeim fyrir ferðina, leggja jafnvel svolítið þjórfé á mælaborðið um leið og þeir stíga út. Það eina sem bílstjórarnir hafa stundum leyft sér að kvarta undan eru níðþungar töskur. Margir koma ár eftir ár og ég þekki dæmi um fólk sem hefur komið á hverju ári síðan ég byrjaði að vinna þarna. Stór hluti farþeganna er eldra fólk en fjöldi hinna yngri hefur verið að aukast. Fjölskyldufólk kemur af skiljanlegum ástæð- um helst f kringum jól og páska því að börnin eru í skólum á öðrum tímum.“ KREFJANDI STARF Að lokum er Auður beðin um að segja frá tildrögum þess að hún fór að starfa sem farar- stjóri og lýsa starfinu aðeins. „Það má segja að ég eigi ekki langt að sækja áhugann á ferðaþjónustu því að móðir mín rak um tíma gistihús í Búðardal þegar ég var Iftil stúlka en þar fyrir vestan ólst ég upp til tíu ára aldurs. Ég held að bakterían hafi kviknað í mér í vorferð um borð f Gullfossi. Af einhverjum ástæðum var ég pikkuð úr far- þegahópnum ásamt nokkrum öðrum til þess að aðstoða far- arstjórann við að undirbúa kvöldvöku. Þetta var kveikjan að ævintýri mínu, held ég. Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að vera innan um fólk, þó að mér finnist líka gott að geta stundum verið ein og hvflt mig. Þegar ég byrjaði sem farar- stjóri hafði ég ekki getað í- myndað mér hvernig starfið væri í raun og veru. Mannleg samskipti eru svo margbreyti- leg og varla nokkuð til á þeim vettvangi sem fararstjóri þarf ekki einhvern tíma að blanda sér í. Það er með ólíkindum hverju fólk trúir fararstjóra sín- um fyrir og þvf er áríðandi að hann fari með slíkt sem trún- aðarmál. Margir þurfa að létta á hjarta sínu og fá aðstoð við að ráða úr persónulegum málum af ýmsu tagi. Ég veit að margir sem hafa verið að sækja í fararstjóra- starfið halda að vinnan sé að- allega fólgin í því að liggja á ströndinni á daginn og stunda diskótekin á kvöldin en það er mesti misskilningur. Það þýðir ekkert að fara í þetta nema viðkomandi hafi alveg á hreinu að hann hafi ánnægju af starfinu og sé reiðubúinn lil að sinna því vakinn og sofinn. Ef til vill er starfið á Kanarí- eyjum svolítið sérstakt fyrir þær sakir hvað fólk dvelur þar lengi, allt upp í sex vikur og því getur ýmislegt komið upp. Við þurfum oft að koma far- þegum okkar í samband við lækna, sjúkrahús, lögreglu, tryggingarfélög og þar fram eftir götunum. Fólk hefur jafn- vel þurft að gangast undir erf- iðar skurðaðgerðir í leyfinu. Fram að þessu hefur ekkert komið upp á og ég get sagt með vissu að læknisþjónust- an sé mjög góð. Fyrir kemur oft að læknar spyrji mig hvort ég hafi frétt eitthvað af hinum og þessum sjúklingnum sem hafði verið hjá viðkomandi árið á undan. Það einkennir reyndar alla þjónustu á Kanaríeyjum hvað hún er per- sónuleg." □

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.