Vikan


Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 31

Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 31
vitna til þess hversu ómögu- leg þú sért. Ég giska þó á aö einhvers staðar innst inni sé hún full sektarkenndar yfir framkomu sinni en geti ekki brotiö þann vítahring sem upp er kominn. Þér finnst reyndar aö þú hafir gert allt sem í þínu valdi stendur til þess aö reyna aö vera eins og hún vill aö þú sért og að hún sé ósanngjörn. Þetta verður til þess aö þú ferö að setja þig í spor kenn- ara og reyna aö segja henni til um hvernig hún eigi eöa eigi ekki að hegða sér. Meö því stráir þú salti í sáriö, kem- ur viö sektarkennd hennar en setur þig um leið á háan hest og neyðir hana til aö verja sig. Þar meö viðheldur þú víta- hringnum. ER ÉG ÞAÐ SEM ÉG GERI? Þessi vítahringur samskipt- anna viö móöur þína hefur kennt þér aö eina leiöin til þess að veröa elskuð sé aö standa þig. Á sama tíma færö þú stanslaust aö vita aö þú standir þig ekki. Niöurstaöa þín er því sú að þú sért svo ó- möguleg aö þaö sé ekki hægt aö elska þig. Sjálfstraust þitt er í molum og sjálfsvirðing lít- il. Þú heldur áfram aö reyna aö vera undirgefin og þóknast öðrum en uppskeran er í engu samræmi við þaö. Þú ert ekki þaö sem þú ger- ir. Þú ert manneskja, sém átt rétt á að vera elskuð, án þess aö þurfa aö vinna fyrir því. Þú þarft aö gera kröfur um ást í staö þess aö reyna aö vinna fyrir henni. Þú þarft aö bera virðingu fyrir þér til þess aö geta búist viö aö aðrir beri virðingu fyrir þér. Þaö sem þú gerir getur veriö gott eöa slæmt og aðrir geta veriö á- nægöir eða óánægöir með þaö en viröing þeirra og ást gagnvart þér fer ekki eftir því sem þú gerir. Barnið er ekki ómögulegt þótt þaö geri eitthvað af sér. Þaö þarf bara aö leiðrétta það sem þaö gerir rangt. Það sama gildir um þig. Þú þarft að hætta aö reyna stanslaust að gera það sem þú heldur að aörir vilji aö þú gerir. Þá minnka hjá þér mistökin vegna þess aö þú ferö aö gera þaö sem þú vilt gera eöa langar aö gera. Þú þarft aö læra aö meta þig upp á nýtt, viröa þig og rétt þinn og læra aö stöðva yfirgang annarra, án þess aö gera lítið úr sjálfri þér í leiðinni eða setja þig á háan hest. Þannig öðlast þú virðingu sjálfrar þín og ann- arra. Ekki er ólíklegt að þú þurfir aöstoð sálfræðings við þessa sjálfsstyrkingu. Leitaöu þér frekar aðstoðar en aö gef- ast upp. Þú átt betra skilið, eöa hvaö finnst þér? KYNFERÐISLEG FULLNÆGING Ég get ekki veriö alveg viss um aö ekki sé neitt líkamlegt að þér þar sem þú segir aö þú finnir til sársauka við samfarir. Þaö getur veriö líkamlegt og það getur líka veriö sálrænt. Ef þú bærir meiri virðingu fyrir sjálfri þér létir þú læknana ekki komast upp með aö svara þér svo ófullkomið sem þú lýsir. Þú átt rétt á því aö þeir annaöhvort skoöi þig al- mennilega eöa vísi þér til læknis sem það getur. Þú átt aö leita til kvensjúkdóma- læknis í þessu samhengi og gera kröfur um svör um það hvort um líkamlegar orsakir geti verið að ræða eöa ekki. Orsakirnar geta líka veriö sálrænar og tengdar því hvaö þú gerir litlar kröfur og ert óör- ugg meö sjálfa þig. Sú er líka aö öllum líkindum ástæöan fyrir því aö þú færö ekki full- nægingu viö samfarir. Þú passar ekki nægilega vel upp á þínar eigin þarfir, gerir ekki nægilegar kröfur um aö njóta kynlífsins, hugsar meira um karlmanninn en sjálfa þig og þorir ekki aö slaka á og njóta af ótta viö aö standa þig ekki, stráknum líki ekki viö þaö hvernig þú „ert í rúminu" eöa eitthvaö í þá áttina. Þetta tengist sem sé einnig sjálfs- trausti þínu og sjálfsvirðingu og ætti að stórlagast um leiö og þú vinnur sigra tengda sjálfstrausti og sjálfsvirðingu. AÐ LOKUM Prófaðu að spyrja mömmu þína beint um það hvort hún elski þig. Hættu öllum vanga- veltum um það eöa krókaleið- um. Segöu henni aö þú hafir þörf fyrir að hún sýni þér ást, aö þú sért óörugg um þaö hvort hún elski þig og þér líði illa með það. Um leið verður þú aö slaka á og þora aö taka á móti þeirri ást sem hún hugsanlega sýnir þér í staö þess að vera stolt og reyna að hefna þín. Ég vona aö þú farir aö vinna meö sjálfstraust þitt og sjálfsvirðingu og farir aö elska sjálfa þig og viröa þannig að þú getir farið að njóta lífsins í staö þess aö einungis lifa það af. Leitaðu þér aöstoðar ef þér finnst þú þurfa þess. Kær kveöja, Sigtryggur STJÖRNUSPA HRÚTURINN 21. mars-19. apríl Undirbúningur þinn fyrir veturinn hefst á eins konar hlutleysisástandi þar sem lík- legt er aö spenna hlaöist upp. Þessi óvissa nær hámarki 9. nóvember en dæmiö snýst strax viö þann 10. Þetta varðar fyrst og fremst vinnuna og heimilið. NAI W 20;! NAUTIÐ apríl-20. maí Fjármálin verða hag- stæö eftir mánaðamót en gættu þess aö einblína ekki á efnahagsleg gæöi. Mannleg samskipti ættu aö skipta þig meira máli um sinn þar sem rómantíkin er enn skammt und- an, sérstaklega eftir 10. nóv- ember þegar tungliö er fullt. TVÍBURARNIR 21. maí-21. júní Líklega eiga fjármál eft- ir aö skaprauna þér upp úr mánaöamótunum. Fyrsta vika nóvember veröur viökvæm aö þessu leyti og þú skalt fara var- lega í skemmtanalífinu. Ein- beittu þér frekar að innri mál- um, til dæmis andlegum efnum. KRABBINN 22. júní-22. júlí Tilfinningalíf þitt gæti orðið sveiflukennt næstu daga þar sem mars er á leið inn i merki þitt. Þú þarft aö endur- meta ýmislegt og þarft því tíma til aö vera í einrúmi af og til, þótt freistandi sé aö vera innan um fólk. Haföu augun opin. UÓNID 23. júlí-23. ágúst Framkvæmdagleöi þinni eru settar hömlur um sinn vegna mála sem standa þér nær; fjölskyldumála. Þú ættir aö gefa þessu gaum og halda þig heima viö 7. og 8. nóvem- ber. Þaö á eftir aö borga sig eins og í Ijós kemur eftir þann 11. MEYJAN 24. ágúst -23. sept. Þú ættir aö sýna þínum nánustu meiri skilning og þolin- mæöi og líta um leið í eigin barm. Þú færö mikið af góðum hugmyndum en tími til aö fram- kvæma þær bestu kemur ekki fyrr en seinna á árinu. Láttu ekki gott tækifæri fara framhjá þér 8. nóvember. VOGIN 24. sept.-23. okt. Innri ólga fer minnkandi og bestu eiginleikar þínir, mannleg jafnvægiskennd, er smám saman að koma betur í Ijós. Þig langar aö láta gott af þér leiöa og þú hefur tækifæri til þess. Vissir einstaklingar laöast að þér en láttu þaö ekki trufla þig. SPORÐDREKINN 24. okt.-21. nóv. Skammdegið viröist örva sjálfsvitund þína og næmi. Athygli þín batnar og fátt virðist fara framhjá þér. Þetta er gott tímabil þar sem þú getur bæöi haft áhrif á rómantísk sambönd og hagnýt atriöi í hversdagslíf- inu. BOGMAÐURINN 22. nóv.-21. des. Þig langar aö koma hugmynd eöa vissu máli á framfæri en staöa mars er þér ekki hagstæö í bili. Satt aö segja ertu í eins konar biðstööu fyrstu níu daga nóvember. Not- aðu tímann til aö sinna ýmsum smáatriðum og fullkomna það sem betur mætti fara. STEINGEITIN 22. des.-19. janúar Eftir mánaöamót dreg- ur úr athyglinni sem þú hefur notiö og þú gætir farið aö efast um eigiö ágæti. Þú stendur auövitaö jafnt fyrir þínu og áöur. Þarna eru önnur áhrif aö verki. Þú þarft að átta þig á þessu því aö 10. nóvember gæti reynst þér mikilvægur dagur. VATNSBERINN 20. janúar-18. febr. Sjálfsagi ætti aö vera lykilorð þitt næstu tvær vikur því aö þú virðist geta valiö úr spennandi samskiptum viö fólk. Áríðandi forgangsverkefni mega ekki sitja á hakanum. Þú þarft á allri skynsemi þinni aö halda 7. nóvember. FISKARNIR 19. janúar-20. mars Líklega verður nóvem- ber þér ekki eins góður mánuö- ur og þú hafðir reiknaö meö. Þú þarft aö leggja hart aö þér til að ná settum markmiðum og árangurinn er ekki alveg í aug- sýn. Reyndu þó að sjá björtu hliðarnar á málunum því aö betri tíö er framundan. 22. TBL. 1992 VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.