Vikan


Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 25

Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 25
HUGARORAR HALLGERÐAR KVARTAÐ YFIR LÉLEGRI MÆTINGU Sénsinn. Ég meina eins og þaö sé ekki meiri háttar mál aö límast svona rosalega viö skólabæk- urnar þetta heilu og hálfu sól- arhringana. Ég mæti rúmlega hálftíma á dag og samt er þetta lið að segja mér aö skólastjórinn sé aö kvarta yfir lélegri mætingu. Gaurinn á viö einhver vandamál aö stríöa, þaö sjá allir. Ég bara dey hægum dauðdaga ef þetta kjaftæöi stoppar ekki á stund- inni. Gamli boltinn sagöi aö ef ég endurskoðaði ekki mæt- ingar á næstunni yröi ég rekin meö skömm úr skólanum og send í heimavistarskóla. Þetta skólastjórafrík er algjör sad- isti, þaö sjá allir. Þaö vita allir aö ég hef ekki geöheilsu til aö lenda í skóla með sveita- krökkum og öðrum ofdekruð- um. Sénsinn. Pabbi er á vakt við skólann núna og sá mig smella mér í sjoppuna. Glætan. Hann birt- ist bara meö þaö sama á sjoppugólfinu, rétt þegar þessi rosalega þreyta var aö fara úr mér á fimmtu pylsunni. Þessi sjúki bolti er bara í því að dömpa mann. Ég gargaði náttúrlega þegar pinninn reyndi að draga mig af svæö- inu og allir héldu aö sóðinn væri nauðgari eöa eitthvað. Alla vega mátti hann þakka fyrir aö sleppa eins billega og hann geröi. Þaö brotnaði í lát- unum bara rétt framan af tveim framtönnum í puttanum og nefiö er eitthvað smá til vinstri. Rosalega er þetta liö eitthvaö afbrigðilegt. Sénsinn. Svona skóladæmi er ekki hægt aö vera meö við heilann þetta heilu dagana. Glætan. Ég fékk aö gista hjá afa á Grandanum eina vikuna og þá gekk allt upp meö þaö sama. Afi er svo rosalega meiri háttar aö ég veit varla hvernig heimurinn getur lifað án hans. Hann sá náttúrlega eins og skot aö þaö var verið aö bögga mig ósmekklega og hringdi bara sjálfur f skóla- stjórann og tilkynnti aö ég væri föl, fámál, meö verk í vinstri mjööm og nokkuö magnaða vindverki. Síöan bætti hann við aö ef ég væri meira en hálftíma í einu í svona svakalegu þjáningar- ástandi í skólanum næstu vik- urnar gæti það sennilega haft í för meö sér varanlega skaða sem kannski kæmi fram síðar á ævinni. Skólastjóraboltinn náttúrlega kunni aö skammast sín. Hann böggar mig sko ekki meir enda sagöi hann aö ef vindverkirnir yröu mér of- viöa skyldi ég bara fara heim eöa eitthvaö. Það má segja að ég geti stytt þessa hálftíma skólasetu mína niður í fimm mínútur á dag. Meö sæmilega góöum herkjum ætti ég aö geta þetta. Ég fann þaö svo meiri háttar vel þegar ég rétt gat lúsast í fimm partí um helgina hvaö ég á bágt. Við skulum bara athuga þaö aö Jóa vinkona hefur aldrei veriö óþreyttari en síö- an ég sagöi henni aö koma sér fyrir hér og þar heima meö svaka lopateþþi á sér rétt áöur en ætti aö fara aö keyra hana í skólann og skjálfa af kulda og stynja mjög hátt af kvalafullri þreytu. Mamma hennar réö náttúr- lega heila hjúkku í dæmiö og Jóa hefur þaö bara næs enda ekki sést í skólanum í mánuð. Vonandi verö ég uppgötvuð snarlega. □ REKÍS hf. - SÍMI: 26525 "Beverly Hills" perfume and cosmetics bring out your individual style! 'BtVtRLY HILIS' PERFUME • MRKE-UP • SKIN CflRE • BRTH GALEHAYMAN BEVERLY HILLS*

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.