Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 44
▲ Dóm-
nefndin aö
störfum,
en hún
þurfti aó
gera upp á
milii meira
en sjö
hundruö
mynda.
yfirfór herlegheitin. Nefndina
skipuðu þau Brynjólfur Jóns-
son Ijósmyndari fyrir Samút-
gáfuna Korpus, Sigríður Bach-
mann Ijósmyndari og Gísli
Gestsson frá Ljósmyndavör-
um ( Skipholti, umboðsaðila
Fuji. Og saman áttu þau
nokkrar góðar stundir, já
klukkustundir, yfir Ijósmyndum
frá lesendum Vikunnar.
Vissulega voru myndirnar
eins misjafnar og þær voru
margar. Sumar hverjar voru
staðfestingar á kærkomnum
augnablikum, óvæntum á
góðum stundum sem og list-
rænar útfærslur á undrum
náttúrunnar og mannanna
verkum. Og samspil náttúru
og mannverka átti ámóta vel
upp á pallborðið sem annað
hjá dómnefndinni og svo fór
að mynd sem atti þessu
tvennu saman færði skapara
sínum fyrstu verðlaun. Augna-
HAFNARSTRÆTI 15
REYKJAVÍK ■ SÍMI 13340
blikin veittu náttúrufyrirbærun-
um harða keppni og það er
alltaf erfitt að þurfa að skilja
milli tilkomumikilla svipbrigða
eða athafna mannfólksins
annars vegar og sólarlags hins
vegar, svo eitthvað sé nefnt.
Slíkt myndefni verður þó aldrei
langt undan fyrsta sætinu og
við þurfum ekki að fara langt til
að finna dæmi um það.
Verðlaunin voru vegleg og
komu þau frá Ljósmyndavör-
um í Skipholti. Sigurvegarinn,
Sveinbjörn Ólafsson, hlaut
fyrstu verðlaun og hlýtur-hann
Fuji DL-3000 myndavél að
verðmæti 33.000 krónur, sýn-
ingarvél fyrir skyggnur að
verðmæti 30.000, Cullman
tösku og þrífót og tuttugu film-
ur, bæði skyggnur og fyrir
pappírsstækkanir. Samtals er
verðmæti fyrstu verðlauna rétt
um eitt hundrað þúsund krónur.
Ekki var skipt niður verð-
launum í annað og þriðja sæti
heldur fá þeir sem urðu í öðru
til tíunda sæti að mati dóm-
nefndar Fuji DL-8 myndavél.
Þeir eru eftirtaldir:
Birgir Sigurðsson, Kjalar-
landi 25 í Reykjavík, Einar H.
Björnsson, Dalseli 10 í
Reykjavík, G. Guðrún Óla-
dóttir, Sundstræti 26 á ísafirði,
Hólmfríður Birna Björnsdóttir,
Reykjum I Vestur-Húnavatns-
sýslu, Páll H. Sigvaldason,
Hjarðarholti 18 á Akranesi,
Ríkarður Ríkarðsson, Garð-
arsbraut 42 á Húsavík, Sigfús
Gunnar Guðmundsson, Höfða-
vegi 61 í Vestmannaeyjum,
Sigurveig Guðmundsdóttir,
Haðarstíg 16 í Reykjavik og
Unnur Sigurðardóttir, Hjarðar-
holti 18áAkranesi.
Og í næsta tölublaði Vikunn-
ar munum við birta eitthvað af
þeim myndum sem ofantaldir
sendu okkur og 110 nöfn til
viðbótar, tíu af þeim fá Fuji DL-
5 myndavél og hundrað fá Fuji
Quicksnap myndavél.
▲ Verölaunin sem vinningshafar í Ijósmyndasamkeppni FUJI
og Vikunnar fá aó launum.
MIKILL HEIÐUR
Við slógum á þráðinn til
Sveinbjarnar vinningshafa
Ólafssonar og brást hann að
vonum vel við þessum tíðind-
um. „Þetta er geysilega mikill
heiður og gaman að þessu
vegna þess að Vikan er mjög
vandað og gott blað,“ var það
fyrsta sem hann gat sagt eftir
að hafa áttað sig á því um
hvað var rætt. Sigurmyndina
tók hann í annarri eða þriðju
viku ágúst fyrir nokkrum árum
um klukkan tíu að kvöldi þeg-
ar sólin var komin næstum í
beina Knu við bobbingana.
Sveinbjörn notaði Fuji-
chrome RF50 filmu til þess að
festa þetta einstæða augna-
blik um alla framtíð. Hann
segist hafa notað hraða einn
þrítugasta úr sekúndu og Ijós-
op fjóra svo að hann virðist
hafa ígrundað Ijósmyndun af
miklum móð. Sveinbjörn hefur
lengi haft áhuga á Ijósmynd-
un, um það bil tíu ár að því er
hann segir sjálfur. „Ég hef
aldrei verið í sérstökum Ijós-
myndaskóla, bara í klúbbum
eins og Hugmynd sem er Ijós-
myndaklúbbur áhugamanna.
Og ég hef sótt nokkur nám-
skeið hjá þekktum Ijósmynd-
urum sem öll hafa aðeins ver-
ið nokkrar klukkustundir að
kvöldi. Þá hef ég lesið mér
töluvert til í Ijósmyndablöð-
um,“ segir Sveinbjörn en hann
fer töluvert um gagngert til
þess að taka myndir.
„Ég hef tekið mikið af
myndum á tónleikum og ég
hélt eitt sinn sýningu í Djúpinu
á slíkum myndum. Núna
stefni ég að því að halda aðra
Ijósmyndasýningu á þessu ári
sem sýnir trúarlíf Tibeta,“ seg-
ir hann en Sveinbjörn hefur
ferðast víða, hann var til
dæmis á Indlandi frá því í
byrjun janúar til júlíbyrjunar á
þessu ári. „Þar er mikið af Tí-
betum, sennilega hundrað til
hundrað og þrjátíu þúsund en
ég hef lengi haft áhuga á tí-
betskri menningu, skrifaðist til
dæmis á við tíbetska lama-
presta. Og ég bjó í klaustri
með tvö þúsund munkum á
Suður-lndlandi, en klaustrið er
eitt það stærsta sinnar teg-
undar. Síðan var ég tvo mán-
uði á Norður-lndlandi, sótti
meðal annars námskeið í tíb-
etskri heimspeki.
í ferðinni tók ég mikið af
myndum, 44 slides-filmur, þar
af 40 Velvia-filmur. Hinar voru
100 ASA Fuji-chrome og auk
þess sjö svart hvítar filmur
sem ég framkalla og stækka
sjálfur," segir Sveinbjörn en
hann hefur einnig stækkað lit-
myndir sjálfur í svokölluðu
Cibachrome af litskyggnum. í
keppnina sendi hann eingöngu
skyggnur og átti hann einnig
mynd í flokki tvö til tíu og er hún
birt hér. Vikan óskar Sveinbirni
til hamingju með sigurinn sem
og öllum hinum tvö hundruð
og rúmlega það sem hver um
sig sigraði með því einu að
vera með. Og hver sem er
hinna sjö hundruð mynda gæti
birst einhvern tímann á næst-
unni í einhverju tölublaða Vik-
unnar, af nógu er að taka. □
44 VIKAN 22. TBL. 1992