Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 21
„Ég fékk alveg heilmikið út
úr því,“ segir Brynja. „Þar að
auki ferðaðist ég mikið á með-
an á dvölinni stóð. Ég fór og
heimsótti vini mína í Los Ang-
eles, fór til Mexíkó, Kanada
og tvisvar til New York.“
Þessi útúrdúr hefur tafið út-
skrift Brynju úr MH en hún
segir að hún ætti að geta tek-
ið stúdentspróf næsta haust
ef hún verður sérstaklega
dugleg.
„Ég er ákveðin í að fara
ekki í Háskóla íslands að
loknu stúdentsprófi. Mig lang-
ar út - eins og alla hina. Það
væri hagnýtt að notfæra sér
ríkisborgararéttinn og fara í
einhvern ríkisrekinn skóla í
Bandaríkjunum og þá líklega í
fjölmiðlafræði."
Hvernig vill Brynja Valdís
eyða frístundum sínum, þegar
hún er ekki að dansa eða
leika í Kramhúsinu?
„Ég er ágætlega virk í
skemmtanalífinu og hef gam-
an af að fara út og sjá fólk.
Tunglið er ágætt en ég hef
líka gaman af að fara út að
borða. Svo elska ég leikhús
og læt heldur ekki góðar ball-
ettsýningar fram hjá mér
fara.“
Við hlið sér í öllu þessu
gamni og vonandi alvörunni
líka hefur Brynja sérstakan
vin og er helst að heyra að
hún sé þegar lofuð. En hvað
vill hún fá út úr lífinu?
„Vó!“ hrópar Brynja upp.
„Það er stórt spurt! Ég vona
að ég þroskist sem mest á
þessu tilverustigi," svarar hún
svo eftir dálitla umhugsun og
er komin út á brautir sem
vekja fleiri spurningar. „Nei,
ekkert meir um það!“ segir
hún og bandar frá sér með
hendinni og kemur í veg fyrir
frekari umræðu á þessum
nótum.
Hvað fær svo Brynju Val-
dísi til að taka þátt í forsíðu-
stúlkukeppni?
„Ég ákvað að slá til þegar
ég var beðin vegna þess að
ég hef áhuga á módelstörfum
og er á skrá hjá Módelsam-
tökunum. Svo tel ég þetta
vera kjörið tækifæri til að læra
að koma fram og efla sjálfs-
traustið."
Foreldrar Brynju eru Gísli
Magnús Karlsson og Anna
Kristín Arngrímsdóttir. Hún á
þrjú alsystkini og tvö hálf-
systkini. Brynja Valdís Gísla-
dóttir er 169 sentímetrar á
hæð og er dökkhærð og brún-
eygð. □