Vikan


Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 8

Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 8
pyntingum, sama hvernig viðrar. í rauninni getur smá- vegis suddi eða hríðar- hraglandi hugsanlega aðeins aukið á dulúðina og spennuna í gönguferðinni sem tekur fimm stundarfjórðunga. Ýms- ar fleiri ágætar gönguferðir undir leiðsögn eru í boði og vel þess virði fyrir ferðafólk að kynna sér þær. AF SÖGULEGUM OG LITRÍKUM KRÁM Eftir stefnumót við Adam og félaga hans er ekki úr vegi að líta inn á einhverjar af 717 krám borgarinnar. Margar þeirra eru opnar til klukkan tólf eða eitt virka daga og þrjú um helgar. Þær eru fjölsóttir samkomustaðir enda lítið um klúbba og diskótek í Edinborg. Ekki er óalgengt krárnar dragi nafn af sögufrægum at- burðum og persónum og jafn- vel ferfætlingum. Greyfriars Bobby er meðal þeirra og sótti Walt Disney hugmyndina að einni hugljúfustu teiknimynd sinni í þessa sögu um tryggan hund sem sat á gröf hús- bónda síns í fjórtán ár eftir að hann dó eða allt þar til hann dó sjálfur. Þeir sem vilja koma inn á mjög frumlega krá og upplifa skemmtilega stemmningu ættu að bregða sér aðeins út fyrir miðbæinn, á The Canny Man’s, við Morningside Road. Kráin sú er óháð öllum bjór- bruggunarfyrirtækjum og þar stæra menn sig af því að selja einungis það besta sem völ er á hverju sinni. Sérstæðar loft- og veggskreytingar staðarins gera heimsókn þangað að upplifun sem fólk kynnist ekki víða. ▲ Krárnar í Edinborg skipta hundruö- um. Þær eru opnar til miö- nættis á virkum dögum en til þrjú á nóttunni um helgar. ▼ Kaffihús in í versl- unarkjörn- unum eins og hjá Jenners eru mjög vinsæl. Fyrir þá sem skynja fram- liðnar verur og vilja viðhalda gæsahúðinni er ekki úr vegi að heimsækja Deacon Brodie’s á High Street, krá sem tileinkuð er manninum sem varð kveikjan að hinni ódauðlegu sögu Robert Louis Stevenson um dr. Jekyll og mr. Hyde. William þessi Brodie var guðhræddur, ríkur og mjög virtur borgari en á nóttunni var hann þjófóttur, gjálífur og siðlaus fjárhættu- spilari. Þegar menn loks opn- uðu augun fyrir ótrúlegum glæpum hans var hann dæmdur til dauða og hengdur árið 1788 rétt utan við dóm- kirkjuna St. Giles sem stendur við High Street. ÍSLENSK GLERLIST Ef fólk er á þeim slóðum ætti það að skoða þessa tilkomu- miklu stóru kirkju þeirra Edin- borgara. Kirkjan er yfir þús- und ára gömul og merkileg fyrir margra hluta sakir en margir líta á hana sem þjóð- kirkju Skotlands. Það höfðar líka eflaust til íslendingsins í okkur öllum að einn kirkju- glugganna er eftir Leif Breið- fjörð glerlistamann. Glugginn var settur upp fyrir ofan aðal- inngang kirkjunnar í virðingar- skyni við skoska átjándu ald- ar skáldið Robert Burns en Leifur, sem nam við listaskól- EDHVBORG Í FYLGD NORNA OG DRAUGA Það er vel þess virði að byrja dvöl í Edinborg á skoðunar- ferð í opnum tveggja hæða vagni. Tvö fyrirtæki skipu- leggja slíkar ferðir og hefjast þær utan við Valwery-lestar- stöðina. Leiðsögufólkið er oft mjög líflegt og óspart á skemmtilegar frásagnir, jafnt sögulegar sem nútímalegar og aldrei að vita nema ein og ein vísa hrökkvi af vörum þess eins og þessi: „The Windthe wind. The naughty wind. It blows the ladies' skirts on high. But the Lord has justiy sent the dust to blind the poor man’s eye!“ Blaðamaður heyrði hana í tengslum við borgarhlutann „New Town“ og vestanvindinn sem alltaf blési eftir breiðum, löngum götunum þar. Til eru ýmsar frumlegri leið- ir til að kynnast Edinborg. Frá Camera Obscura er hægt að horfa á borgina í gegnum eins konar risavaxna myndavél sem er efst í turni og snúið til að sjá megi mismunandi borgarhluta. Þar er líka sér- stakt Ijósmyndasafn sem gaman er að skoða. Fyrir þá sem vilja hins veg- ar fá gæsahúð er óvitlaust að slást í för með átjándu aldar draugnum Adam Lyal. Klukk- an tíu að kveldi hvers einasta dags er Adam utan við Norna- veitingahúsið (The Witchery) á Royal Mile, tilbúinn að leiða fólk á vit fleiri drauga og norna vítt og breitt um gamla bæinn og segja frá nornaof- sóknum, sem voru ótrúlegar í Edinborg, draugagangi og ann í Edinborg á árum áður, var valinn til verksins af Burns-samtökunum. Glugg- inn er mjög fallegur og sker sig nokkuð úr öðru glerverki kirkjunnar. Upplýsingablað liggur frammi við anddyrið þar sem sagt er nánar frá verk- inu. PARADÍS SÆLKERANS Þótt lítið sé um dansstaði í Edinborg skipuleggja mörg hótel skemmtikvöld og dans- leiki, meðal annarra þau sem þeir íslendingar gista sem eru á leið í helgarferðir nú í haust. Skosk kvöld verða á boðstól- um á The King James Thistle Hotel og eiga sérstaklega að höfða til íslendinga, að sögn forráðamanna hótelsins. Þeir hafa lært af reynslu fyrri ára að íslendingar hafa gaman af að dansa andstætt Könum sem hafa gaman af að tala. Þeir íslendingar sem sækja slík kvöld mega því eiga von á að verða virkjaðir í skoska þjóðdansa auk þess að gefast þar kostur á að gæða sér á mjög svo þjóðlegum skoskum mat. Sælkerar ættu hins veg- ar ekki að láta fram hjá sér fara franska veitingastaðinn Saint Jacques sem er á hótel- inu og viðurkenndur sem einn besti veitingastaður Edinborg- ar. Hitt íslendingahótelið er Mount Royal við Princess Street, eina aðalverslunargötu borgarinnar, en bæði hótelin eru vel staðsett og nálægt helstu þjónustukjörnum. Þar er boðið upp á mjög ódýrar og góðar þrfréttaðar máltíðir bæði í hádeginu og á kvöldin. Hins vegar er í Edinborg mjög mikið af góðum og skemmti- legum veitingahúsum sem gaman er að heimsækja. Fyrir þá sem heillast af margbreyti- leikanum og matarvenjum fjarlægra þjóða er Hanover Street upplagt rannsóknar- efni. í þröngum hliðargötum er líka oft hægt að rekast á mjög góða staði þar sem maður á síst von á (Deim. Le Sept við Fishmarket Close er gott dæmi um það. ÍSLENDINGAR AUFÚSUGESTIR Beggja vegna Mount Royal eru stórir verslunarkjarnar. Annars vegar er Jenners, eins konar Harrods Skotlands og elsta verslunareining sinnar tegundar í Evrópu. Sá sem stofnaði fyrirtækið gerði sér grein fyrir að hann yrði að 8 FERÐAVIKAN 1992

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.