Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 20
— LONDON--------------------------------
andrúmsloftið í hverfinu. Maturinn er framandi
og borinn fram á forvitnilegan hátt. Á vínlist-
anum er líka mikið af kokkteilum sem hægt er
að mæla með. Á föstudags- og laugardags-
kvöldum er flutt lifandi tónlist og auðvitað
raggie frá Jamaica.
Norður af Camden Town liggja líka ýmis
skemmtileg hverfi og þar er oft hægt að finna
heimagistingu á hagkvæmu verði. Eitt þeirra
er Hampstead-þorpið. Staðurinn er reyndar
ekkert þorp lengur og er aðeins sex og hálfan
kílómetra frá miðborginni. Stór heiði, alsett
trjám og litlum tjörnum, er í nágrenni við
Hampstead og gefur hverfinu friðsælt yfir-
bragð. Þarna er litríkt og bóhemískt mannlíf
sem gaman er að virða fyrir sér á skemmtileg-
um krám og kaffihúsum.
ÚTHVERFI GETA HAFT ÝMSA KOSTI
Fyrir þá sem ætla að eyða mestum tíma í að
versla og gera hefðbundin innkaup getur ferð
í úthverfin borgað sig. Oft er auðveldara að
átta sig á minni borgarhlutum en óneitanlega
tapast við það dálítið af hinni dæmigerðu
London.
Croydon er sjötti stærsti viðskiptakjarni
Bretlands og er vel í sveit settur. Hverfið ligg-
ur suður af miðborginni, í útjaðri London. Þótt
þangað sé allnokkur vegalengd eru samgöng-
ur við miðborgina með því allra besta sem
gerist. Daglega fara um þrjú hundruð hrað-
lestir á milli Victoria og Croydon East lestar-
stöðvanna og ferðalagið tekur aðeins um
fimmtán mínútur. Þetta er stutt frá Gatwick-
flugvellinum en þaðan er oft hægt að fá mjög
hagstæðar ferðir til suðrænna landa og frá
Croydon er auðvelt að komast í dagsferðir til
sögufrægra staða í Kent. Croydon býður upp
á mikla möguleika varðandi gistingu bæði á
hótelum og heimagistingu (Bed and break-
fast) í öllum verðflokkum.
Það er ekki arkitektúrinn i þessum borgar-
hluta sem laðar mann að. Mikið af byggingun-
um eru háhýsi frá sjöunda og áttunda áratugn-
um sem lítill þokki stafar af. Ýmislegt hefur þó
verið gert til að gera miðbæinn aðlaðandi. Að-
alverslunargötunni, North End, hefur verið
breytt í stóra göngugöta sem tengir allar helstu
verslunarkeðjurnar saman. Þeir sem heim-
sækja verslunargötuna ættu ekki að láta
franska veitingastaðinn Le Saint Jacques í
Whitgift verslunarmiðstöðinni fram hjá sér fara.
Þar er hægt að fá þríréttaða franska úrvalsmál-
tíð á um tíu pund, bæði f hádeginu og á kvöldin.
Surrey Street í Croydon hefur verið mark-
aðsgata í sjö aldir. Þótt þar sé aðallega höndl-
að með grænmeti og ávexti er gaman að upp-
lifa stemmninguna og alltaf eru þar nokkrir
standar með smávöru. Einhvers staðar á bak
við appelsínustaflana er líka að finna plötu-
verslunina Beanos, þá stærstu sinnar tegund-
ar í Bretlandi, en þar er verslað með notaðar
hljómplötur. Handan við götuna, þegar komið
er úr plötubúðinni, er amerískt fisk- og steik-
hús sem óhætt er að mæla með.
Búðir eru ekki opnar á sunnudögum í
Croydon. Fyrir þá sem kjósa að dvelja þar
gæti sunnudagur því verið kjörinn dagur til
skoðunarferðar í miðborginni eða heimsóknar
í Vatnshöllina, stóra sundlaug með mikið af
leiktækjum. Djassunnendur ættu að athuga
hvað er um að vera á kránni The Gun Tavern
því þar troða oft upp þekktir djassgeggjarar á
sunnudögum og aðgangseyririnn er ekki hár.
Reyndar er líka ágætt leikhús- og næturlíf í
Croydon og þar er oft hægt að fara á toppsýn-
ingar fyrir mun minni peninga en í West End.
Kannski er líka rétt að geta þess fyrir áhang-
endur Crystal Palace að þetta eru heima-
stöðvar liðsins.
Mitt á milli miðborgarinnar og Croydon ligg-
ur Bromley. Þar er mjög góður verslunarkjarni
með stórri og nýlegri verslunarmiðstöð og
auðvelt að fá gistingu á góðu verði. Bromley
hefur ekki upp á jafngóðar samgöngur við
miðborgina að bjóða og Croydon og næturlífið
er frekar dauft. Fyrir þá sem vilja versla í góð-
um verslunum á þægilegan hátt er þó hægt
að mæla með þessum borgarhluta. Fólk sem
er þarna á ferð ætti að huga að heimamark-
aðnum (Bromley-market) sem er rétt fyrir utan
Bromley. Þar er oft hægt að kaupa góð föt og
mjög ódýr, sérstaklega leðurvörur.
HEILSAÐ UPP Á STJÖRNUR
Á MADAM TUSSAUD
Safn Madam Tussaud var stofnað fyrir rúm-
lega tvö hundruð árum og nú heimsækja
þetta þekkta vaxmyndasafn um 2,5 milljónir
manna árlega, fleiri en nokkurt annað safn í
Bretlandi. Þjóðhöfðingjar, kvikmyndaleikarar,
poppstjörnur og konungsfjölskyldan í marga
ættliði birtast þarna ótrúlega raunverulegir.
HANDAN VIÐ WEST END
Þetta er yfirskriftin á átaki sem gert hefur ver-
ið í að kynna tuttugu og fjögur smáleikhús,
stundum kölluð kráarleikhús. Þau eru vítt og
breitt um borgina og bjóða oft upp á mjög
skapandi og skemmtilegar sýningar. Þeir sem
hafa áhuga á leiksýningum ættu að nálgast
bækling með yfirskriftinni Beyond the West
End Theatre á
upplýsinga-
skrifstofum fyrir
ferðamenn
eða hjá miða-
sölufyrirtækj-
um.
GLENS OG GAMAN
Thorpe Park er skemmtigarður í stíl við Tívolí.
Þar er það þægilega fyrirkomulag að gestir
borga við innganginn og miðinn gildir fyrir
ferðir í öll þau tæki sem garðurinn býður upp
á. Þarna er mikið af vatnsrússíbönum svo
ekki er verra að hafa handklæði með sér. í
garðinum er mjög skemmtilegt svæði fyrir lítil
börn og vel séð fyrir því að þau gleymist ekki í
ærslagangi þeirra sem eldri eru. Skipulagðar
rútuferðir eru í garðinn og hægt að fá upplýs-
ingar á Victoria lestarstöðinni.
ROCK CIRCUS
- Billarnir og Bruce og allir hinir...
Þetta nýlega safn á Piccadilly er létt og
skemmtilegt yfirferðar. Það er skylt vax-
myndasafninu og þarna mæta allar helstu
stjörnunar, frá Little Richard til Michaels
Jackson, í vaxformi til leiks. Með fóna á eyr-
unum, sem fylgja manni í gegnum sýninguna,
er auðvelt að gleyma sér og byrja að syngja
með og dansa. Það er líka allt í lagi því til
þess er leikurinn gerður að fólk hafi gaman af
þessu. Við lok sýningarinnar er gengið inn í
annan sal þar sem boðið er upp á tuttgu mín-
útna sýningu. Það getur verið að fólk þurfi að
bíða eftir að hún byrji en það borgar sig að
missa ekki af henni.
20 FERÐAVIKAN 1992