Vikan


Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 19

Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 19
Croydon, meö yfirbyggðum verslunarstrætum og stórri í Suöur-London er skemmtilegir verslunarkjarnar eins og til dæmis Croydon með stórri göngugötu og Bromley í Suður-London. í Norður-London er Brent Cross aðalverslunarmiðstöðin. Kostur- inn við alla þessa staði er að þar er maður laus við mengunina sem stafar af bílaumferð- inni í miðborginni. Vestur af London, norðan við Thames, er líka að finna stærstu verslun- armiðstöð í Evrópu. Hún er kölluð Lakeside og ýmis rútufyrirtæki fara dagsferðir þangað. Regent Street liggur út frá Oxford Circus og þar eru margar þekktar verslanir en þeir sem vilja njóta litríks mannlífs og upplifa smávegis markaðsstemmningu ættu að beygja af leið þar sem skilti á Regent Street vísar á Carna- by Street og heimsækja Soho-hverfið. í Soho þrífst allt. Listamenn, bóhemar og veitinga- húsaeigendur af ýmsu þjóðerni setja mark sitt á svæðið og smávegis af því sem ekki má skapar skemmtilegar andstæður sem endur- speglast í andrúmsloftinu. Carnaby Street, sem Karnabær dregur nafn sitt af, var mekka tísku og popptónlistar á hippatímabilinu. Þótt gatan sé nú aðeins skugginn af sjálfri sér mið- að við þegar best lét er hún vel þess virði að skoða hana og hagkvæmasta Levi’s búðin sem blaðamaður hefur komið inn í er einmitt þar. Við litlar hliðargötur út frá Carnaby Street eru margar skemmtilegar smáverslanir og fyr- ir þá sem vilja kaupa silki I jólafötin er þetta einmitt staðurinn. íslendingar eru snauðir af markaðsmenningu og hafa yfirleitt gaman af að fylgjast með áköfum sölumönnunum á grænmetismarkaðinum. Ýmsar góðar smá- verslanir leynast líka á bak við grænmetisfjöll- in þar. Þegar fer að líða að kvöldi er upplagt að rölta að þeim hluta Soho sem geymir Kína- hverfið. Þar er mikið af góðum, kínverskum veitingahúsum og skemmtilegir klnverskir matvörumarkaðir. Neðan við Kínahverfið liggur Piccadilly Circus og Coventry Street þar sem oft er skemmtilegt götulíf og uppákomur og sumir af frægustu næturklúbbum borgarinnar eru einmitt á því svæði. Aðeins lengra í austur er Leicester Square og Covent Garden. Þar er að finna mikið af verslunum sem eru opnar á sunnudögum en þær eru ekki ódýrar. ( Covent Garden er lika stór, yfirbyggður markaður þar sem hægt er að kaupa ýmsar smávörur. Hann ber þess þó merki að vera gerður fyrir ferðamenn. Hins veg- ar er gaman að heimsækja Covent Garden og fylgjast með götulistamönnunum sem troða þar upp. Ef fólk vill svo velja sér framandi mat er upplagt að heimsækja veitingahúsið Cala- bash í Africa Centre sem er þarna rétt hjá á King Street. i Africa Centre er líka verslun með vörur frá heimsálfunni, bókasafn og skemmtistaður þar sem oft er boðið upp á lif- andi tónlist og auðvitað dansað undir afró- takti. koma sér á framfæri. Fyrir þá róttæku í fatavali eru líka skemmtilegar verslanir þarna í kring, eins og Red or Dead og Kensington Market. Hafi fólk áhuga á að skoða Harrods, eina frægustu verslunarmiðstöð í heimi, er hentugt að nota ferðina til Kensington því hún liggur við Knigdebrigde sem er skammt undan. Þetta er staðurinn þar sem konungsfjölskyld- an fer gjarna að versla. En - nei, það er ekki líklegt að maður rekist í öxlina á Elísabetu því Degar hún er á ferðinni er verslunin opnuð klukkutíma fyrr á morgnana og aðeins fyrir hana. Fyrir utan Harrods eru margar góðar tískuvöruverslanir í Knigdebrigde og merki sem allir þekkja, til dæmis Benetton og Sissley. Aðalmarkaðurinn í Camden Town heitir Camden Lock og liggur við einn af kanölum borgarinnar. Þeir sem fara í dýragarðinn í London geta notað sér þann skemmtilega möguleika að fara beint á markaðinn með fljótabátnum, sem siglir reglulega þar á milli, eða fengið sér skemmtilegan göngutúr. Á markaðnum er margt forvitnilegt að finna, gamlar bækur, handunna eyrnalokka, pípur til ýmissa nota, föt, notaðar plötur og antikhús- gögn svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að kaupa skemmtileg silkiföt og oft á góðu verði. Þeir sem hafa gaman af grímum ættu ekki að yfir- gefa Camden Lock án þess að heimsækja leikgrímubúðina sem er uppi á annarri hæð. göngugötu. Þar losnar fólk vió ysinn og mengunina. Mikið er af skemmtilegum krám og veitinga- húsum í Camden Town og mannlífið er heill- andi. Ef benda ætti á eitthvert eitt veitingahús öðrum fremur, sem gaman er að heimsækja eftir rölt í Camden, verður Jamaica-staðurinn Cottons Rhum Shop, Bar & Resturant (55 Chalk Farm Road) fyrir valinu. Stíllinn og inn- réttingarnar eru í skemmtilegu samræmi við UNGIR HÖNNUÐIR Á Kensington High Street er skemmtilegur markaður sem heitir Hyper Hyper. Þar selja ungir hönnuðir vörur sínar og miðasala fyrir tónleika og leikhús er líka í einu horninu. Það er ekki ódýrt að versla þarna en kostar ekkert að skoða og fyrir þá sem hafa áhuga á tísku- fatnaði er þetta skemmtilegur staður. Ýmsir frægir hönnuðir eins og Pam Hogg hafa staldr- að við í Hyper Hyper á meðan þeir voru að legir. LITRÍKUR MARKAÐUR Hippar, pönkarar og svolítil Kristjaníustemmning mætir manni þegar komið er úr neðanjarðarlest- inni á Camden Town. Það er litríkt og skemmti- legt verslunarhverfi, staður þar sem margir hönnuðir og listamenn búa og starfa. Þetta fólk setur ásamt hippunum, sem hafa komið sér þarna vel fyrir, mark sitt á andrúmsloftið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.