Vikan


Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 29

Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 29
LUXEHfBORG LÚXEMBOftG ISVEIT OG BÆ: LÍMSBOHCi >n:iK.it i \i íwi i Inni í hinu græna hjarta Evrópu slær annað grænt hjarta. Það hjarta slær hvorki ótt né títt. Þar er vett- vangur frítímans, þar er friður og ró. Sunnudagsmorgunn. Eftir göngustígunum hjólar lít- ill drengur á þríhjólinu sínu á eftir pabba sínum, að öllum líkindum. Undir tré situr gömul kona og hlustar á lífið þjóta í trjánum. í grasinu veltist lítill hvutti, örugglega kallaður Snati, hendist á eftir laufinu sem tekið er að falla. Eigandi hans, ungur maður, situr spariklæddur á bekk. Hvort hann klæddi sig upp í gær eða í morgun skiptir ekki máli. Hundurinn vill út að leika. Þetta er Pétrusse-dalur. Lúxemborg skartaði sínu fegursta með haustlitu lauf- skrúði þegar blaðamaður Vik- unnar var þar á ferð fyrir skömmu. Þetta rúmlega þús- und ára hertogadæmi var í sparifötunum. Því var komið á fót árið 963 af belgískum greifa og var þá og lengi síðar bitbein nokkurra þjóða í Evr- ópu, aðallega fyrir sam- gangnalegt mikilvægi. Sökum þess að landflæmi hertogadæmisins er ekki við- feðmt má finna fyrir Lúxem- borg á allra handa máta á nokkrum klukkustundum. Rétt utan höfuðborgarinnar, sem ber landsheitið, í Mondorf-les- Bains, er til dæmis að finna eina spilavíti hertogadæmis- ins. Það er rekið með undan- þágu frá banni sem gildi að öðru leyti. Og ef maður beygir í aðrar áttir út úr borginni gæti maður endað í hinni fallegu þýsku borg Trier, frönsku borginni Metz eða hinni belgísku Liege. Þannig liggur Lúxemborg að þessum þrem- ur löndum og þegar ekið er meðfram ánni Mósel er Þýskaland bara hinum megin á bakkanum. ORKA í MENN OG BÍLA Grenndin gerir það að verkum að það er þægilegt fyrir bæði Þjóðverjana sem og Lúxem- borgara að haga ýmsum inn- kaupum þannig að sem best kaup náist. Við landamærin, Lúxemborgarmegin, verður vart þverfótað fyrir bensín- stöðvum vegna þess að þar er bensín töluvert ódýrara. Slík fyrirtæki þrífast ekki nú- orðið í grennd við landamær- in, Þýskalandsmegin, þau eru öll komin yfir og þýskir starfs- menn eru algeng sjón í lúx- emborgískum bensínaf- greiðslum. Sama gildir um á- fengisríkt eldsneyti mann- fólksins, það er mun ódýrara í Lúx. Og ostarnir, ekki má gleyma þeim, seldir á mark- aðstorginu í borginni eins og ýmis annar varningur beint úr ræktinni. Yfir til Þýskalands sækja Lúxarar hins vegar ýmsar vörur, til dæmis fatnað, sem er frekar dýr í Lúx miðað við næstu borgir í Þýskalandi, og má þar nefna hina fallegu borg Trier. Tungumálin eru einkum af þrennum toga í Lúxemborg. Innfæddir tala hina kornungu lúxemborgisku sín á milli, tungumál af germönskum ætt- um, þýska er mikið töluð þarna sem og franska. Og belgískir frankar eru jafngildir þeim lúxemborgisku. Eins og getið var hér að framan er hertogadæmið landlukt af Frakklandi, Belgíu og Þýska- landi og aldrei er meira en eins til tveggja tíma akstur frá Lúx til einhvers þeirra. Lega þess gerir það að verkum að þangað sækir fólk frá hinum og þessum heimshornum og nú er svo komið að þarna má finna fólk af velflestum þeim kynþáttum sem skaparanum gat komið til hugar á sínum tíma. RÓLYNDI OG BIÐLUND Menningin er því blómleg eftir þessu. Töluverl er af portú- gölskum innflytjendum eða um 38.000 manns af þessari AHún var kát og hress þessi sveita- kona sem kom meö grænmeti á markað- inn. 1992 FERÐAVIKAN 29 TEXTIOG UÓSM.: JÓHANN GUÐNIREYNISSON

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.