Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 12
— FLORIDA -
Þrír af íburðarmestu
skemmtigörðum Orlando eru
reknir af Walt Disney. Disney
World svæðið er gríðarlega
stórt og er lágmark að verja
að minnsta kosti einum degi í
hverjum hinna þriggja garða.
Standi til að gera öllum görð-
unum skil er tilvalið að gista á
einhverju þeirra vönduðu hót-
ela sem Disney starfrækir inn-
an svæðisins. Þau eru hvert
öðru skemmtilegra og fæst
gisting á mismunandi verði.
Aðgangur að görðunum er
ekki innifalinn en það eru hins
vegar ferðirnar milli hótelanna
og garðanna, en farartækin
eru þrenns konar; bátar, hóp-
ferðabifreiðar og einteiningur.
Þegar útsendari Vikunnar
kynnti sér nýverið starfsemi
Disney World gisti hann á
Disney’s Beach Club Resort,
hóteli þar sem líkt er í stóru
og smáu eftir gömlu góðu
strandhótelunum. Hvert hótel
hefur sína töfra - og ekki spill-
ir það ánægjunni að vinsæl-
ustu persónur teiknimynda
Walt Disney skuli blanda geði
við hótelgestina í veitingasöl-
unum og víðar.
Disney World verða ekki
gerð tæmandi skil í þessari
grein en nánar vikið að görð-
unum í Vikunni síðar. Garð-
arnir þrír deilast í Magic
Kingdom, Epcot Center og
loks Disney-MGM Studios þar
sem kvikmyndaframleiðslan
er í hávegum höfð.
Annar skemmtistaður í Or-
lando tengist kvikmyndaiðn-
aðinum. Það er Universal
Studios. Líkt og í áðurnefnd-
um garði gefst gestum tæki-
færi til að kynnst tæknibrellun-
um sem beitt er við kvik-
▲ í Wet 'n
Wild er
skemmtun
fyrir ró-
lynda jafnt
sem
ofurhuga.
T Á hótel
Walt
Disney
sem og í
skemmti-
göröunum
þrem má
alltaf bú-
ast viö aö
vera faöm-
aöur af
þekktustu
persónum
teikni-
mynda
Disneys.
myndagerð. Er mönnum gert
auðvelt að lifa sig svo áþreif-
anlega inn í atburðarásina að
þeim fellur oft allur ketill í eld.
Eins og til dæmis þegar ekið
er í vögnum um tökusvæði og
allt leikur skyndilega á reiði-
skjálfi, grfðarlegur vatnsflaum-
ur fossar fram, eldar kvikna
og veggir, akbrautir og brýr
rifna í sundur. Annars staðar
sprettur sjálfur King Kong
fram og gerir sig líklegan til að
rífa farþegavagnana í sig, enn
annars staðar leika púkarnir úr
Draugabönum lausum hala.
Þeir sem hafa yndi af því
að komast í nána snertingu
við spennu geta líka lagt leið
sína í garð þar sem eru rúm-
lega tvö þúsund krókódílar.
Nægi þér ekki að sjá þá gefst
þér tækifæri til að halda á svo
sem einu eintaki. Þá smá-
vöxnu og múlbundnu... Hér er
um að ræða Alligatorland
Safari Zoo. Sama er uppi á
teningnum í Gatorland Zoo en
þar eru krókódílarnir gott bet-
ur en helmingi fleiri. Allt frá
smákrílum upp í 1500 punda
ferlíki. Fleiri dýragarðar eru að
sjálfsögðu í Orlando. í Cy-
press garðinum er til dæmis
að finna svonefndan Animal
Forest-dýragarð og svo má
heldur ekki gleyma Central
Florida Zoo sem er 110 ekrur
að stærð.
Tvo garða til viðbótar er ó-
hjákvæmilegt að nefna. Annar
vegar Sea World þar sem
boðið er upp á stórfenglegar
sýningar af öllu mögulegu
tagi, allt frá fóðrun dýra til sjó-
skíðasýninga. Þarna gefur að
líta mörgæsir, háhyrninga, há-
karla, otra og sæljón svo eitt-
hvað sé nefnt og skemmta
◄ í MGM-Disney Studio er m.a. lítill garöur
þar sem gestir geta sett sig í spor sögu-
persóna kvikmyndarinnar Elskan, ég
minnkaöi börnin.
A Einn af
eöalvögn-
unum sem
Hertz bíla-
leigan
leigir fyrir
smáaura.
gestir sér konunglega við að
fylgjast með sýningaratriðum
þeirra.
Hinn garðurinn er Wet ‘n
Wild með risastórum vatns-
rennibrautum og sundlaugum
þar sem framkallaður er helj-
arinnar öldugangur. í garðin-
um er eitthvað fyrir alla, allt
frá öruggum pollum fyrir þau
allra yngstu til rennibrauta
sem skelfa jafnvel mestu ofur-
menni. Þar á meðal eru snar-
brött, kolsvört „vatnsrör" sem
þú þýtur niður í kolsvarta
myrkri og út í laug.
Hér á undan er getið gisti-
möguleika á landi Disneys en
einnig er vert að gefa gaum
þeim íbúðahótelum sem
standa ferðamönnum til boða.
Hótelin eru mörg og glæsileg
en þegar dvalið er tvær eða
þrjár vikur í Orlando getur fjöl-
skyldan notið þess að hafa
rúmt um sig í eins eða tveggja
herbergja íbúðum með eld-
húsi, stofu og oft tveim bað-
herbergjum. Og vitaskuld eru
sjónvarpstæki út um alla íbúð-
ina - jafnvel eiga Ameríkan-
arnir til að koma fyrir litlu sjón-
varpstæki á baðherberginu
svo ekki þurfi gesturinn að
verða af sjónvarpsglápi þegar
farið er í bað eða tennurnar
burstaðar.
Víðast eru sundlaugar við
dyrnar til afnota fyrir gesti svo
ekki þarf að aka á ströndina í
sólbað eða sund, en frá Or-
lando er svo sem ekki nema
um tveggja tíma akstur hvort
heldur er til austur- eða vest-
urstrandar Flórída.
Verð á góðri gistingu er frá
85 dollurum til um og yfir 200
dollara fyrir sólarhringinn eftir
íburði. Eftir dagana í Disney
World kaus útsendari Vikunn-
ar að taka á leigu penthouse í
raðhúsalengju Marriott Res-
idence Inn í Kissimmee en
þaðan er stutt á alla ofan-
greinda staði. Þetta er gömul
en notaleg raðhúsalengja við
vatn þar sem hægt er að fara
í bátsferðir og reyna sig á sjó-
skíðum. Aðbúnaður er með á-
gætum og meira að segja
hægt að senda starfsmann frá
hótelinu í matarinnkaupin ef
því er að skipta.
Allt um kring eru veitinga-
staðir og verslanir og ekki
langt að fara til að komast í
sérverslanir með sportfatnað
af öllu tagi. Levi’s gallabuxur
fást þarna fyrir 1600 krónur
og vandaðir íþróttaskór eins
og frá Nike og fleiri þekktum
framleiðendum fást fyrir svip-
aða upphæð.
Fullvíst má telja að íslend-
ingurinn leiti uppi verslunar-
miðstöð og af þeim er nóg í
Orlando. Tvær þær vinsæl-
ustu heita Orlando Fashion
Square og Florida Mall. Vöru-
valið er glæsilegt og auðvelt
að gera góð kaup fyrir dollar-
ana - sem við fáum á svo
hagstæðu verði um þessar
mundir...
Meira um Flórída hér í Vik-
unni á næstunni. □
12 FERÐAVIKAN 1992