Vikan


Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 30

Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 30
með rammíslensku víkingaívaf Enn einu sinni bryddum við upp á skemmtilegum nýjungum. Látlaus gleði að hætti ósvikinna Eyjapeyja og Gaflara öll föstudags- og laugardags- kvöld. Girnilegur matseðill samsetturaf feðginunum Hlöðveri og Margréti Johnsen frá Vestmannaeyjum. Ljúf og skemmtileg tónlist borin uppi af bræðrunum Hermanni Inga og Helga ásamt félögum. Syngjandi gengilbeinur kyrja hafnfirsk og lauflétt Eyjalög. Útvaldir gleðimenn gerðir að heiðursvíkingum um hverja helgi. ▼Tónlistar- menn skemmtu víóa fyrir frjáls framlög. LUXEMBORG 400.000 manna þjóð en tæp þrjátíu prósent hennar eru af erlendu bergi brotin. Yfir vötn- um svífur því alþjóðlegur andi sem gefur þessu skemmtilega samfélagi litríkt yfirbragð og í- búar höfuðborgarinnar segjast vera afslappaðir í meira lagi. Að því er séð varð í þessari stuttu heimsókn Vikunnar til Lúx fara menn þar ekki með neitt fleipur í þessum efnum. Það er ótrúlega stutt úr borg í sveit í þessu litla landi og eftir stuttan akstur er mað- ur kominn nánast ofan í vín- ekrurnar. Þarna var berjaupp- skeran í hámarki og þurfti lúx- emborgíski bílstjórinn að grípa til hinna rómuðu þolin- mæði og biðlundar meðan dráttarvélin silaðist með ein- hver hundruð kíló af nýtíndum vínberjum í eftirdragi eftir þjóðveginum. Ökumaður fyrr- nefnda ökutækisins, góðlát- legur karl í ofanverðri ævinni, lét sér hvergi bregða, hægði för, fór út í kantinn og veifaði stoltur til framandi fólks í rútu sem þótti hann ákaflega merkilegur. Áfram veginn. Þá var stoppað hjá vínfram- leiðandanum Bernard Mass- ard og dreypt þar á dýrindis kampavíni, sem heitir víst freyðivín upp á heiðarlegasta máta ef það kemur ekki beint frá Champagne í Frakklandi. í þessari vínframleiðslu er boð- ið upp á kynnisferðir um fyrir- tækið þar sem farið er með gesti gangandi inn í vín- geymslurnar og að tönkunum. Einnig gefst áhugasömum kostur á að smakka á fram- leiðslunni. Þá gæs grípa flest- ir þegar hún gefst þó það kosti kannski smá. PASSINN f VÍTIÐ Síðan til baka, til borgarinnar, í sparifötin, með passan áleið- is í spilavítið, Casino 2000, sem jafnframt er hótel og frá- bær matsölustaður. Nafnið utan á rútunni, eða eigum við að kalla hana langferðabif- reið, er kunnuglegt - G. Hansson. Þetta er bíll merktur íslensku fyrirtæki sem starfar f Lúx, með íslenskum bílstjór- um, fyrir íslendinga. Þeir tóku á móti okkur þar sem við trítl- ◄ Ost- kaup- maóur ber stæróina undir kaup- andann. Eyja- og Gaflaragleði ▲ Pynting- artækin í Beufort kastala vöktu mikla athygli ungra jafnt sem aldinna. uðum tindilfætt út úr Flug- leiðavélinni og skutla okkur nú í kasínóið frá hinu fína hóteli Sheraton Aerogolf, beint í kvöldverðinn á matsölustað spilavítisins. Þjónusta eins og þar finnst verður vart betri og engu líkara en að þjónarnir séu lífverðir manns í leiðinni. Þeir standa teinréttir og horfa haukfránum augum í kringum sig, taka á tignarlega rás þeg- ar þeim sýnist eitthvað skorta, gera kvöldið ógleymanlegt. Að málsverðinum loknum sýnir maður passann sinn í anddyri spilavítisins undir gjörlu eftirliti vopnaðs öryggis- varðar sem virðist aldrei hafa þurft að grípa um skeftið. Maður fær kort, sýnir það við innganginn og hverfur inn í þessa peningahít algleymings en snýr þaðan aftur, heppinn, hefur engu eytt. En óheppinn líka, hefur ekkert grætt. Svona er lífið, skrautlegt og skemmtilegt og Lúxemborg hefur upp á margt að bjóða sem aldrei verður hægt að gera full skil í svo lítilfengnum pistli sem þessum. □ Það býðst varla betra GLEÐIIST MEÐ GLÖÐUM! FJ ORU G ARÐURINN FJÖRUKRÁIN TVEIR GÓÐIR j FJÖRUNNIÍ HAFNARFIRÐI • STRANDGATA SS • SÍMI&Sl 213

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.