Vikan


Vikan - 01.09.1994, Qupperneq 26

Vikan - 01.09.1994, Qupperneq 26
LIF OG HEILSA Sérfræðingar beina nú athygli sinni í sívax- andi mæli að svefni og svefnvenjum. Talið er að þegar vellíðan okkar og heilsa eru annars- vegar sé svefn alveg jafn þýðingarmikill þáttur og til dæmis góðar matarvenjur eða regluleg hreyfing. En það eru ekki allir meðvitaðir um það hvort þeir fái þann góða og jafna svefn sem er okkur öllum nauðsynlegur og hollur. Og það er allt eins líklegt að þú, til dæmis, sért einn af þeim sem ekki sefur nógu vel. Að vera stöðugt syfjaður og aldrei almenni- lega hvíldur hefur ekki aðeins orðið sífellt al- gengara, heldur eru margir farnir að líta á það sem allt að því eðlilegan þátt í lífi sínu. Læknir- inn Philip Westbrook, sem sérhæfir sig í svefnt- ruflunum og ástæðum þeirra, segir: „Svefn er eitt af þvi sem hvað flestir láta sitja á hakanum í daglega amstrinu. Við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir mikil- vægi svefnsins svo að ef halda á partí, Ijúka við mikilvægt verk- efni eða sinna fjölskyldunni lendir svefninn oft neðarlega í for- gangsröðinni.” Og læknirinn Donald Greenb|att tekur undir þessi orð. Hann telur að mikill meirihluti fólks sofi að jafnaði allt að klukkustund skemur en hann þyrfti. „Á atvinnumarkaðnum má skynja gífurlegan félagslegan þrýsting gegn svefni,” segir hann. „Margir virðast líta svo á að fólk, sem sefur nægilega mikið, skorti metnað og sinni ekki störfum sínum af nægilegum áhuga!” Það er hinsvegar staðreynd að andlegt sem líkamlegt ástand okkar bíður hnekki ef við „svindlum” á svefnþörfinni. Kannanir leiða í Ijós að þeir, sem ekki sofa nógu mikið, segjast frekar finna fyrir streituein- kennum í daglegu lífi jafnt sem í vinnunni á meðan þeir, sem fá nægilegan svefn - að meðaltali níu stundir á nóttu - eru mun færari um að takast á við amstur hvers- dagsins og bregðast betur við erfiðum að- stæðum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að konur sem vinna nætur- eða vaktavinnu og fá því óreglulegan svefntíma, finna oft fyrir truflunum á hormóna- starfsemi. Þetta getur leitt til óreglulegra blæðinga, húðvanda- mála og jafnvel frjósemiserfiðleika. Svefnleysi getur einnig aukið fyrirtíðaspennu. Það er í raun sama hvert litið er: Ef svefnþörf- inni er ekki sinnt sem skyldi hefur það slæm áhrif á svo til alla þætti líkamlegrar og andlegrar heilsu. Þó a& svefnþörf hvers og eins sé a& hluta einstakl- ingsbundin hefur aldur einn- ig miki& a& segja. Dæmigerö svefnþörf mannsins ó mis- munandi aldursskei&um er almennt þessi: Nýfæddur 16,5 stundir 6 móna&a 14 stundir 2 óra 12,5 stundir 6 óra 11 stundir 10 óra 10 stundir 15-19 óra minnst 9 stundir Fullvaxta 7-8 stundir A efri órum 5-6 stundir HALLA SVERRISDÓTTIR ÞÝDDI 26 VIKAN 8. TBL. 1994
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.