Vikan


Vikan - 01.09.1994, Qupperneq 28

Vikan - 01.09.1994, Qupperneq 28
UF OG HEILSA HVERS VEGNA ÞURFUM VIÐ AÐ SOFA? Þegar við sofum fer fram mikilvægt endurbyggingar- starf í líkamanum. Þetta er margbrotið og flókið ferli sem byggist á skipulegri endurtekningu tvenns konar svefnástands, það er að segja svokallaðs REM- svefns, eða draumsvefns, og „Delta”svefns, eða djúp- svefns. Þegar við sofum eðlilega og ótruflað færumst við reglulega á milli þessara tveggja stiga þar til fullum djúpsvefni er náð en það telja sérfræðingar vera á þriðja eða fjórða tíma ótrufl- aðs svefns. Það er því afar mikilvægt að fá algerlega ótruflaðan svefn fyrstu fjóra tímana eða svo því að eftir að algerum djúpsvefni er náð er hættan á truflun orðin í lágmarki. Manneskja, sem FÆRÐ ÞÚ NÆGAN SVEFN? Það er ekki hægt að mæla gæði svefns á einn algildan hátt, heldur verður hver og einn að meta það sjálfur hvort hann sefur nægilega mikið og vel. Eftirfarandi at- riði eru skýrar vísbendingar um að úrbóta sé þörf: • Þú þarft vekjaraklukku til að vakna, annars sefurðu alltaf yfir þig. • Þér finnst þú ekki úthvíld- ur þegar þú vaknar. • Þér hættir til að dotta þeg- ar þér leiðist eða ert ekki að einbeita þér. • Þú átt almennt í erfiðleik- um með að halda einbeiting- • Þú stendur þig að því að haga þér undarlega. Settirðu óhreina diska í bakarofninn? • Þú ert oft eirðarlaus eða pirraður/-uð. • Þú þarft „hjálpartæki” til að hressa þig við eða róa þig niður, til dæmis kaffi á morgnana og sjúss á kvöld- in. TIL ERU NOKKRAR ÞUMALFINGURSREGLUR FYRIR ÞA SEM VIUA KOMA LAGI Á SVEFNTIMANN. • Koffín og nikótín eru örvandi efni. Forðist því mikla kaffidrykkju eða keðjureykingar nálægt svefntíma. Og þó að áfengi geri mann oft syfjaðan hefur neysla þess slæm áhrif á svefninn til lengri tíma litið. • Það á aldrei að „reyna” ákaft að sofna. Þeim mun ákveðnar sem við reynum þvf síður sofnum við. Einbeitið ykkur því frekar að einhverju allt öðru, til dæmis með því að hlusta á tónlist eða gera eitthvað annað sem þarfnast lítils líkamlegs álags. • Ef þið finnið fyrir svefntruflunum skuluð þið varast að gera of mikið úr því. Allir upplifa svefn- leysi endrum og sinnum. „Svefnleysisfælni” getur oft gert úlfalda úr mýflugu. • Gefið ykkur góðan tíma til að fara í háttinn. Gott er að kom sér upp ákveðnu mynstri á hátta- tíma; bursta hárið og tennurnar, hleypa kettinum út, horfa á ellefufréttir og annað slíkt. Bregðið ekki út af þessu mynstri, jafnvel þó að þið farið seint að sofa, því að þetta gefur líkama og sál tækifæri til að slappa af og búa sig undir svefnferlið. • Komist að því hvert er ykkar persónulega „svefnumhverfi”. Á glugginn að vera opinn eða lokaður, á að vera dregið fyrir eða kveikt á nátt- lampa? Haldið ykkur við það umhverfi sem ykkur fellur best. hefur náð þessu stigi, er því líkleg til að ná fullum svefni án vandræða. Hafi hún hins vegar ekki nægilega ró á fyrstu tímunum er hætt við að hún nái aldrei fullum djúpsvefni og hvílist því ekki fullkomlega. En hver er munurinn á draumsvefni og djúþsvefni, og hvað gerist ef við fáum ekki okkar skammt? DRAUMSVEFN, EÐA REM-SVEFN (RAPID EYE MOVEMENTS) í draumsvefni má segja að fari fram andleg endurbygg- ing. Blóð streymir til heilans, hugurinn endurlifir atburði dagsins og vinnur úr þeim í draumum. Oft á sér stað kynörvun sem enn eykur blóðstreymið um líkamann. Þegar við fáum ekki nægi- lega mikinn draumsvefn er hætt við truflunum á minnis- stöðvum og mörgum finnst erfiðara að átta sig á lífinu og tilverunni þar sem atburð- ir og áreiti hlaðast upp í hug- anum án þess að fá tilfinn- ingalega útrás í draumum. Margir finna fyrir þunglyndis- einkennum. DJÚPSVEFN, EÐA „DELTA"-SVEFN í djúþsvefni fer fram mikil- væg viðhalds- og endur- byggingarstarfsemi í líkam- anum. Líkaminn nær að jafna sig algerlega eftir erfiði dagsins og ná stjórn á hita- stigi og efnaskiptum sem oft hafa farið úr jafnvægi yfir daginn, einkum hjá þeim sem vinna líkamlega erfið störf eða vinna undir miklu álagi og streitu. í djúþsvefni framleiðir líkaminn vaxtar- hormóna og prótín og sendir blóð út til vöðvanna. Það er einnig athyglisvert að sé um einhvers konar sýkingu að ræða eykst þörfin fyrir djúp- svefn þar sem líkaminn er best í stakk búinn til að berj- ast við gerla og aðskotakvik- indi í djúpsvefni. Þeim, sem fá ekki nægilegan djúpsvefn líður því almennt illa líkam- lega þar sem líkamshitinn verður óreglulegur, efna- skipti brenglast og líkaminn nær aldrei fyllilega að ná kröftum. HVAÐ VELDUR SVEFN- TRUFLUNUM? Utanaðkomandi „svefn- ræningjar” eru mýmargir - yfirmaðurinn getur verið óþolandi, vinnuálagið ómannúðlegt, einkalífið allt í köku, og þar fram eftir göt- unum. Þetta eru atriði sem við getum oftast ekki stjórn- að en við getum gert ýmis- legt sjálf til að stuðla að góð- um svefni. Oft liggur sökin fyrst og fremst hjá okkur sjálfum því að margir koma sér upp ýmsum ósiðum sem skaða svefnferlið. Það er til dæmis afar vara- samt að eyða of miklum tíma uppi í rúmi. Þetta kann að hljóma þversagnarkennt en of mikill hvíld getur stuðlað að svefnleysi þar sem svefn- inn verður þá yfirleitt léttari og ójafnari. Það er betra að sofa minna og betur - hér eru það gæðin, sem skipta máli, en ekki magnið. Skort- ur á mikilvægum næringar- efnum, svo sem járni og kopar, getur líka leitt til svefntruflana og því er mikil- vægt að fylgjast vel með því hvað við látum ofan í okkur. Konur þurfa sérstaklega að gefa þessu gaum, þar sem líkamsstarfsemi þeirra er I sveiflukenndari en hjá körl- um, og þeir sem eru í megr- unarkúrum finna oft fyrir svefnleysi ef þeir gæta þess ekki að kúrinn innihaldi öll nauðsynleg efni. Það er líka hættulegt að blunda of mik- ið, einkum ef blundinum er ætlað að bæta uþp tapaðan svefntíma. Um helgar upplifa margir eins konar „þotuveiki” ef þeir skemmta sér lengi frameftir og sofa svo langt fram á næsta dag því að þá truflast ferlið á nákvæmlega sama hátt og hjá þeim sem fljúga heimsálfa á milli. Hver kannast ekki við „mánudags- slenið”? Það er bein afleið- ing af sveiflukenndum helga- svefntíma. Og þeir, sem stunda líkamsrækt eða íþróttir, ættu að varast slíkt rétt fyrir svefntímann því að þá eru þeir að hlaða líkam- ann orku og setja allar stöðvar hans í fullan gang en það leiðir til hækkunar á líkamshita og hindrar oft svefn. Best er að sinna lík- amsræktinni fimm til sex klukkutímum áður en þið ætlið að fara að sofa. 28 VIKAN 8. TBL. 1994
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.