Vikan


Vikan - 01.09.1994, Blaðsíða 47

Vikan - 01.09.1994, Blaðsíða 47
göngu. Hvort barnið getur skaðast eða ekki er erfitt að fullyrða nokkuð um. Það eru þó til dæmi þess, að börn, fædd af konum sem hafa á meðgöngu þjáðst af streitu, hafi verið í uppvexti sínum tauganæm og óeðlilega við- kvæm. Það er þó ekki rétt að fullyrða nokkuð í þessum efnum, nema þá ef að fag- lærðir gerðu slíkt. ÓÆSKILEG ÓÞÆGINDI Á MEÐGÖNGU Alla vega hlýtur þessi stöð- uga vanlíðan Sifjar að vera barninu, ekkert síður en henni sjálfri, til einhverra óæskilegra óþæginda. Hversu djúpt slíkt álag ristir þegar upp er staðið, og þá hvernig, getur einungis tím- inn leitt í Ijós, og mat sér- fróðra auðvitað. Sif verður eiginlega sjálf að meta þær hættur sem gætu skapast vegna þessarar óæskilegu taugaspennu sem hún er í á vinnustað ófrísk. Hún þekkir sín takmörk væntanlega. í kjölfarið er eðlilegt að bera síðan óttamat sitt undir sér- fræðinga á sviðum barn- eigna. Mat þeirra er mikil- vægt og það borgar sig að fá það. Barnið, sem er í móður- kviði, hlýtur að tengjast móð- ur sinni mjög sterkt. Raunar það sterkt að það hlýtur að mótast meira og minna af þvf andlega og líkamlega ástandi sem móðirin er í á meðgöngunni, þótt það verði ekki sannað. SIÐFÁGUÐ SJÓNARMIÐ MIKILVÆG Það er ekkert sem réttlætir, að láta það óátalið að verk- stjóri á vinnustað komist upp með það óeðlilega framferði sem í því felst að gera undir- mönnum sínum ókleift að vinna undir hans handar- jaðri. Það er því full ástæða til að hvetja Sif til að taka á þessu leiðindamáli og þá ekki seinna en strax. Hún á ekki að láta ótta sinn við vinnuuppsögn eða áfram- haldandi áreiti mannsins koma í veg fyrir að hún bregðist skynsamlega við ástandinu. Hún á að reyna eftir megni að leita réttar síns. Við, sem erum úti á hinum almenna vinnumark- aði, eigum vissulega rétt á því að komið sé fram við okkur af sanngirni og með hliðsjón af siðfáguðum sjón- armiðum. RÉTTARKERFI DÓMSTÓLANNA Það á engum yfirmanni að líðast það atferli á vinnustað, að komast upp með að ástunda valdníðslu og yfir- gang sem kemur undir- mönnum hans í koli. Sem betur fer er til eitthvað sem heitir réttarkerfi dómstólanna og ef við getum ekki ieitað réttar okkar eftir öðrum leið- um þá verðum við að nýta okkur lagabókstafinn til þess arna. Það er nokkuð Ijóst af öllum lýsingum Sifjar að maðurinn er ósáttur við að hafa ekki á sínum tíma get- að komið henni til við sig. Öll hegðun hans eftir atvikið í ferðalaginu miðast við að gera lítið úr persónu hennar. SIDFERÐISÞROSKI ÁREITLA HÆPINN Sif er því að gera alveg rétt þegar hún ákveður að bera þetta, til að byrja með, undir hlutlausan aðila. Hún er orð- in það óörugg og miður sín vegna framferðis mannsins að hún getur sennilega illa ákveðið, nema með stuðn- ingi sinna og annarra hlið- hollra, hvað best er að gera til að reyna að uppræta ástandið. Hún spyr að lokum hvað mér þyki um svona áreitla. Svarið er: „Ég hef aldrei getað fellt mig við óréttmæta og siðlausa framkomu þeirra sem sjá alla hluti einungis frá sín- um sjónarhóli en hunsa sjónarmið annarra við all- ar aðstæður. Það vantar eitthvað í siðferðisþroska þeirra sem troða á rétti annarra." VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: VELKOMIN A SNYRTISTOFU ÁRBÆJAR HRAUNBÆ 102 - SÍMI 87 - 93 - 10 ► ANDLITSBOÐ ► HÚÐHREINSUN ► LITUN ► PLOKKUN ► VAX-MEÐFERÐ ► FÓTSNYRTING ► FÖRDUN HULDA SÉRMEÐFERÐ: JURTAMASKI: f. bóluhúS, f. háræSaslit, f. eldri húð. HITAMASKI: f. þurra húð, f. óhreina húð, f. vannærða húð. AUGNMASKI: f. poka og hrukkur. SILKINEGLUR • TRIM FORM • GERUM GOT I EYRU Hársnyrtistofan Hár-Tískan DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI SÍMI 50507 REYKJAVÍKURVEGI 64 ■ HAFNARFIROI - SlMI 652620 • HEIMASÍMI 52030 Hreinsum allan venjulegan fatnað með bestu vélum sem fáanlegar eru í dag. Tökum í þvott fyrir fyrirtæki. Hreinsum einnig gluggatjöld, svefnpoka, gólfmottur, tjöld o.fl. HÁRSNYRTISTOFAN SAMSKIPTAÁREITLAR OG VINSÆLDIR Eða eins og samviskusama stúlkan sagði eitt sinn að gefnu tilefni. „Elskurnar mínar. Ég er einföld sál og hrekklaus. Það breytir því þó ekki að ef á mér er troð- ið og ég verð vör við að eitthvað óréttlæti er í gangi þá bregst ég við og segi skoðanir mínar hreint út við viðkomandi „sam- skiptaáreitil". Mér er nefni- lega sama þótt ég tapi vin- sældum annarra um tíma, svo fremi ég tapi ekki sjálfsvirðingunni." Með vinsemd, Jóna Rúna. GRANDAVEGI 47 62 61 62 RAKARA- <t HAR^RmSLOíSWFA HVERFISGÖTU 62 101 REYKJAVlK 8. TBL. 1994 VIKAN 47 SÁLRÆN SJÓNARMIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.