Vikan - 01.09.1994, Qupperneq 51
fíflunum sem eru vinkonur
hennar. Honum líður svo vel
hjá okkur. Ef þú ekur hratt þá
geturðu náð lestinni! Náð
lestinni! En sú vitleysa. -
Flýttu þér mamma, lestin
stoppar svo víða. Við verð-
um á undan til borgarinnar.
Vertu nú góð, mamma. . . .
Augu Larissu voru full af tár-
um. - En það er ómögulegt,
elskan mín. Við náum því
aldrei. - Ef þú vilt það ekki,
sagði Larissa og nú gat hún
ekki lengur haldið aftur af
tárunum. Það réði bagga-
muninn. Margaret flýtti sér
að ná bílnum út af stæðinu
og ók út á þjóðveginn. -
Settu öryggisólina á þig,
sagði hún án þess að líta af
veginum. Hún vissi að hún
ók of hratt, en hún var þaul-
vön og vegurinn var góður.
Ef hún hefði heppnina með
sér myndi hún ná lestinni í
Avonshill. . . . Það var auð-
vitað hreinasta firra að taka
gamla manninn á heimilið
aftur, en hún vissi að hún átti
ekki á öðru völ. Margaret
stökk út úr bílnum rétt í því
að lestin nam staðar. Larissa
hrópaði fyrir aftan hana að
hún næði ekki af sér örygg-
isólinni, en hún ansaði því
ekki og hljóp meðfram vögn-
unum þangað til hún fann
hann. - Flýttu þér, kallaði
hún. Hann hikaði ekki, greip
töskuna sína og flýtti sér út.
- Hvað er að Margie, hefur
eitthvað komið fyrir Larissu?
Og skyndilega var hann ekki
gamall lengur, svolítið eldri
útgáfa af Ted sem bauð upp
á öryggi og stuðning. Hann
lagði arminn um axlir henn-
ar. - Segðu mér hvað er að,
vina mín. Er það eitthvað al-
varlegt? - Það er, - það er
ekkert að, tengdapabbi. Hún
brosti, en tárin runnu niður
kinnar hennar. (Hvers vegna
var hún eiginlega að gráta?)
- Tengdapabbi. . . ég. . .Lar-
issa. . .við getum ekki án þín
verið. Við vonum að þú verð-
ir svo góður við okkur. . .að
koma með okkur heim aftur.
Hún horfði á hann og það
var angist í augnaráðinu. Ef
Larissa hafði haft á röngu að
standa? Ef hann vildi nú
heldur búa hjá Ken. . . . -
Vilt þú að ég komi heim með
ykkur? - Já. En ef þú vilt
heldur. . .ég á við. . .Ken og
Madge geta gert svo miklu
meira fyrir þig, þau hafa betri
ráð, meiri tíma til að sinna
þér. . . Larissa, sem loksins
hafði náð af sér öryggisól-
inni, kom nú dansandi eftir
brautarpallinum og fleygði
sér um háls hans. Hann
þrýsti henni að sér og leit á
Margaret. - Enginn getur
gefið mér nokkurn hlut sem
er mér dýrmætari en það
sem þið nú hafið gefið mér,
Margie. En ert þú viss um að
þú viljir í raun og veru fá mig
til þín aftur? Ég get kannski
orðið þér að einhverju liði,
ég gæti. . . . Hún svaraði
ekki en stakk höndinni undir
arm hans og leiddi hann að
bílnum. - Ó, sagði hún og
það var ekki laust við skjálfta
í röddinni, - fyrst verður þú
að lána mér peninga svo ég
geti hringt til Teds og sagt
honum að þeir bræðurnir
þurfi ekki að fara á brautar-
stöðina. Heldurðu að þeir
verði mjög reiðir við mig? -
Ken verður kannski svolítið
vonsvikinn, en honum léttir
örugglega vegna Madge,
hann veit að hún vill ekki fá
mig til sín. Ted fær aðeins
einu sinni ennþá að vita að
hann á svo fjandi góða konu.
Margaret ætlaði að segja
eitthvað en kom ekki upp
nokkru orði. Gamli maðurinn
stakk peningum í lófa henn-
ar. - Flýttu þér nú, Margie,
sagði hann rólega. - Ó, afi,
ég hef svo margt að segja
þér, sagði Larissa og hopp-
aði í kringum hann. - Ég var
heima hjá Desmond í dag og
við lékum okkur í kofanum í
trénu, og hann sagði að ég
mætti koma líka á morgun. -
Er það satt? sagði hann og
lagði mikla áherslu á orð sín.
- Já, og mamma hans hefur
bakað bollur með rúsínum
og. . . . Dyrnar að símaklef-
anum féllu að baki hennar
svo hún heyrði ekki meira til
þeirra. En þegar hún leit í
spegilinn og sá tárvott andlit
sitt rak hún út úr sér tunguna
framan í sjálfa sig vegna
þess hve heimsk hún hafði
verið. En svo fór hún að
hlæja, vegna þess hve ham-
ingjusöm hún var. □
iileJI SKoR- b^RiM STEFa/A PiaJa/AR TAUór /? Ffl-Ti SUELÓ- uRíaJaJ E>R.CirJ T FUKi 0?
l —> 1 T
\ ^ Vs. 7 / ?» / íj xLíSf RftR- DHC.AM T/?É 1/ Z >
ELSKfí TÁSfl V . / * > . /
T FATaJ- H-b Gúkfi Sftud- 6.A PRilíib SMÁ&yu 1/ERK V tr >
FiSKuR Ti/LíR. E-íMS ¥ fiU/Lbi /9 PLoaJTU 3 \/
HrJtF- Aa)A t> 5\íi f 7
bE ltA HREifJSA ST UPP ✓ > > 5~
/ JL 3 Y 5~ 6 y 'oimfi M Z3.
Lausnarorð síðustu krossgátu: ÁLFAR
8. TBL. 1994 VIKAN 51
SMÁSAGAN