Vikan


Vikan - 01.09.1994, Blaðsíða 54

Vikan - 01.09.1994, Blaðsíða 54
TÍVOLÍFÓLK Á SLÓÐUM SÍGAUNA Við þetta rifjuðust upp fyrir mér minningar um önnur tív- olí, bæði farandtívolí og föst, það er að segja þau sem ekki færast úr stað og standa undir nafninu skemmtigarður, eins og t.d. Tívolíið í Kaupmannahöfn. Farandtívolíunum kynntist ég sem unglingur í Englandi þar sem þau voru stöðugt á ferðinni allt sumarið. Það var ævintýralegt að sjá vagnana á ferðinni í langri lest á milli staða. Við myndum senni- lega kalla þá sirkusvagna hérna á íslandi. Á Englandi voru þeir kallaðir sígauna- vagnar. Þeir settu tækin sin aldrei upp í möl, alltaf á grasi og höfðu nóg pláss í kríng- um sig. Og þar kláruðust vasapeningarnir ekki á klukkutíma. Við létum aldrei ónotað tækifærið þegar tívolí var f grenndinni og höfðum þá daginn fyrir okkur. En sunnudag nokkurn, þegar ekkert slíkt var nálægt og við vorum bara að slæp- ast á óvanlega heitum degi, fékk eitt okkar hugmynd. Hvernig litist íslendingnum á að sjá hvar sígaunarnir byggju? Ég hélt að þetta væri brandari, ég stóð í þeirri trú að þeir byggju í vögnun- um sínum og væru á stöð- ugu flakkí um landið. Nei, ég var fullvissuð um að svo væri ekki og allt í einu urðu allir viðstaddir áfjáðir í að sanna það fyrir mér. Vandinn var bara sá að það var dálít- ið langt þangað sem þeir bjuggu. Við vorum stödd fyrir utan krá sem pabbi eins fé- laganna rak, en hádegisösin var búin og pabbinn hafði skroppið burt á bílnum sín- um. Einn bíll stóð samt á hlaðinu. Hann tilheyrði frænda, sem var í heimsókn á staðnum, en fjölskyldan bjó uppi á loftinu fyrir ofan krána. Sá var bóngóður með afbrigðum og hliðhollur ungl- ingum. Jú, hann var tilbúinn til að lána okkur bílinn með einu skilyrði. Að við fengjum einhvern með bílpróf til að keyra hann. Einn sonurinn á heimilinu var búinn að ná þessum áfanga, en hann nennti ekki með okkur. Það var ekki fyrr en strákarnir sögðu honum að ég tryði því ekki að sígaunar byggju í skóginum á móti kránni að hann lét tilleiðast. Skógurinn var þéttur barr- skógur og inn í hann lá mjór malarvegur handan þjóðveg- arins sem kráin stóð við. Bíl- stjórinn stöðvaði bílinn um leið og við vorum komin inn ( skóginn f hvarf frá kránni. „Nú getið þið tekið við ég er að fara að gera annað.“ Einn strákurinn hafði lært á bíl hjá pabba sfnum, þótt hann væri ekki nema fimmtán ára, og hann settist undir stýri. Mér leist ekkert of vel á þetta fyr- irkomulag, en umferðin var engin og sitt hvoru megin við veginn voru grasivaxnir skurðir, svo ég komst að þeirri niðurstöðu að við gæt- um ekki verið í mikilli hættu. ■ Jú, þetta voru sígaun- arnir og þeir köstuðu í okk- ur af því að þeir eru svo viðskotaillir og grimmir. Allt gekk vel til að byrja með og við ókum lengi í dimmum skóginum, sem var svo þéttur að sólin náði ekki að skína í gegn. Þegar ég var farin að halda að við værum villt birti allt í einu framundan og við okkur blasti bóndabær á svolítilli hæð við veginn og tún í kring. í sama bili fór að sjóða á bílnum og ég hafði sam- stundis orð á því hvað það tæki okkur marga klukku- tfma að labba til baka. Strák- arnir söðgu að þess gerðist engin þörf því það væri brunnur á hæðinni hjá bæn- um þar sem við gætum feng- ið vatn. Þar stoppuðum við góða stund og biðum á með- an vélin kólnaði. Rétt í því sem við erum að verða búin að fylla á bílinn, kemur bóndinn út á hlað, heldur byrstur á svip og skipar okk- ur að hypja okkur. Jú, jú, það var alveg sjálfsagt, enda höfðum við ekkert annað í huga. Eg var orðin mjög spennt að sjá sígaunaþorpið, en samt svolítið kvíðin þar sem almannarómur bar þeim ekki vel söguna. Þeir áttu sam- kvæmt henni að vera bæði falskir og þjófóttir og jafnvel hættulegir. En ég hafði kom- ið í mörg tívolí og aldrei get- að séð að þeir væru neitt öðruvísi en aðrir Englend- ingar. Við ókum aftur inn í skóg- inn. Eftir dágóða stund tók hann að þynnast og það grillti í móa á milli trjánna. „Nú erum við alveg að korna," segja strákarnir. Vegurinn er ekki lengur vegur, heldur slóði. Skyndi- lega skellur eitthvað á bíln- um. „Hvað var var þetta?“ segi ég. „Ekkert," segja fé- lagar mínir. En það er eins og þeir haldi niðri í sér and- anum. Við höldum áfram. Allt f einu skellur eitthvað meira á bílnum og ég sé ekki betur en klessan á framrúð- unni sé fyrrverandi tómatur. „Hvað er eiginlega um að vera?“ spyr ég og líst ekkert á blikuna. Mér er ekki ansað. „Djöfullinn sjálfur," segir þá einn af strákunum, „gefðu í maður.“ Bílstjórinn bölvar hátt. „Helvítis kvikindin eru farin að kasta grjóti," segir hann, snarbremsar svo bíllinn snýst í hálfhring og spólar svo af stað í áttina sem við komum úr. Enginn segir orð á meðan allir bfða með önd- ina í hálsinum eftir að sjá hvort við lendum á slóðan- um aftur, eða á tré eða út í móa. Við lendum á slóðanum og ég lít út um afturrúðuna og sé mann standa fyrir aft- an okkur með reiddan hnef- ann. Litlir og stórir berfættir krakkar birtast allt í einu framundan trjám og runnum. Það virðist ákaflega áríð- andi að við komumst sem lengst f burtu sem allra fyrst og bíllinn fer í loftköstum. Þegar við erum komin fram- hjá bóndabænum áræði ég að spyrja hvar sígaunarnir séu og af hverju þetta fólk hafi verið að kasta í bílinn. Jú, þetta voru sígaunarnir og þeir köstuðu í okkur af því þeir eru svo viðskotaillir og grimmir. Sú hugsun læddist samt að mér að félagar mínir hefðu einhvern veginn unnið til þess að hljóta slíkar mót- tökur hjá sígaununum. Ég vildi ekki svekkja strákana með því að hafa orð á því, þeir voru greinilega skít- hræddir og áhyggjufullir um að eitthvað sæist á bílnum. Sjálfri finnst mér ekki van- þörf á að fylgjast með akst- urslagi bílstjórans. Það er eins og bensíngjöfin sé föst niðri, því hann slær ekki af. Hlúnk! Allt í einu skilur bara bílrúðan á milli vang- ans á mér og grassins í skurðinum. Einn strákur ligg- ur á hliðinni á mér og annar stendur næstum því á haus á hurðinni þvert yfir lappirnar á okkur. „Hvað gerðist?" segir bíl- stjórinn. Heimskuleg spurn- ing, hugsa ég og skipa strák- unum ofan af mér. Þeir klöngrast út og það er ekki fyrr en við stöndum uppi á veginum að þeir neyðast til að viðurkenna staðreyndina. Bíllinn, sem frændinn hafði verið svona vinsamlegur að lána okkur, liggur niðri í skurði, útataður í eggjum, tómötum og guð má vita hverju öðru. Ég er líka með- vituð um að það er mín vegna sem frændinn lánaði okkur bílinn. Þetta er samt ekki eins slæmt og það leit út fyrir f fyrstu. Skurðurinn er grunnur og bíllínn er ennþá með ann- að framhjólið nánast uppi á veginum. Hugsanlega dugar að ýta. Við reynum, en bíll- inn er þungur, við erum ekki nógu mörg. Sá sprettharðasti er send- ur eftir liðsauka og brátt stendur bíllinn á veginum. Hann er granndskoðaður og virðist óskemmdur. Við höld- um heimleiðis, reynum að læðast framhjá kránni og yfir á þvöttaplanið. Bíll hefur aldrei verið þveginn jafnhratt af jafnmörgum, jafnfúsum höndum. Við stígum út úr gljáfægð- um, svörtum bílnum fyrir framan krána. Frændinn kemur út. „Var gaman?“ spyr hann. „Hvernig leist þér á sí- gaunana?" segir hann svo við mig. Þeir geta svarað þessu, hugsa ég og horfi hvasst á félaga mína. „Það sauð á bílnum,“ segir vinur minn og horfir beint framan í frænda sinn, „við komumst ekki alla leið.“ „Æ, það var leitt," segir frændinn, vonsvikinn fyrir mína hönd. „Það er bara allt of heitt í dag, segir hann svo og strýkur svitann af enninu." 54 VIKAN 8. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.