Vikan


Vikan - 01.09.1994, Qupperneq 63

Vikan - 01.09.1994, Qupperneq 63
Falleg fjölskyldumynd sem síst vakti grunsemdir um aö hjónabandiö væri frúnni hreinasta víti. Fyrrum ruðningshetjan O.J. Simpson bíður nú dóms en hann er ákærður um morð konu sinnar og kunningja hennar. Saga O. J. Simpsons er harmleikur, hvernig sem á hana er litið, en hún er þó vís til að kveikja nauðsyn- lega umræðu um heimilisof- beldi og áhugaleysi laganna um að vernda eiginkonur sem er misþyrmt, ekki bara í Bandaríkjunum, heldur um allan heim. Það er þó þyngra en tár- um taki að sú umræða kvikni fyrst eftir harmleik þar sem tvö fórnarlömb liggja í valn- um. Nicole Simpson þurfti að deyja til þess að fólk gerði sér grein fyrir því að jafnvel sá dásamlegasti í fé- lagslífinu getur verið ofbeld- ismaður á heimilinu. Og það er myrk mynd sem dregin er upp af ruðningshetjunni eftir morðin. „Það var á allra vit- orði að hann barði hana,“ segir þekktur umboðsmaður sem umgekkst Simpson- hjónin. „Margir vina hans vissu það - ekki bara um at- vikið 1989 heldur um allar barsmíðarnar. Þeir reyndu allir að þagga það niður, rétt eins og sögurnar um kvennafarið á Magic. Fólk kemur ekki fram með svona upplýsingar ( þröngum hópi. Fólk verndaði hann.“ í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum er talið að um 20% sambanda séu ofbeld- issambönd. Prósentuhlutfall er talið svipað hér á landi, hvort sem um er að ræða Ron Goldman: Var að koma til hennar sólgler- augum sem hún hafði gleymt á veitingastaðn- um þar sem hann vann þegar morðinginn lét til skarar skríða. sifjaspell, nauðganir eða annað ofbeldi. Á þeim tólf ár- um sem liðin eru frá stofnun Kvennaathvarfs í Reykjavík hafa komið þangað um 4.000 konur með rúmlega tvö þúsund börn. GÖTUDRENGUR ÚR FÁTÆKRAHVERFI Flvernig maður er svo O.J. Simpson? Hann hefur verið heltekinn þráhyggju síðan á bernskuárunum í fátækra- hverfinu í San Francisco. Faðir hans fór að heiman þegar O.J. var 4 ára, svo móðir drengsins var ein um að ala upp fjögur börn í skuggahverfinu. Brottför föð- urins var drengnum mikið áfall og unglingsár hans ein- kenndust af hatri, þrjósku og smáglæpum leiðsagnarlauss unglings götunnar. Æskuvinur O.J. minnist þess þegar þeir félagar fóru heim til föður O.J. að sækja peninga. Faðir O.J. kom til dyra á slopp og fyrir aftan hann sáu piltarnir ungan, hvítan mann liggja á sófan- um. Faðir O.J. bað vin sinn að fara inn í svefnherbergi og kallaði hann „elskuna". Vinurinn segir að O.J. hafi virst óska þess að jörðin opnaðist og gleypti hann. „Við vissum allir að pabbi hans var hommi og hann vissi að viö vissum það. Þetta útskýrði fyrir okkur hvers vegna O.J. var harð- ákveðinn í því að vera mesti töffarinn í götunni." Þegar íþróttahæfileikar O.J. fóru að blómstra snerist þráhyggjan upp í að komast út úr fátækrahverfinu og síð- ar sneri hann sér að því að búa sér til ímynd f fyrirtækja- veröld Bandaríkjanna. Að lokum beindist þráhyggjan að hinni fögru Nicole, sem O.J. leit ævinlega á sem sína eign. Eins og í mörgum tilvikum heimilisofbeldis sýnir saga O.J. og Nicole Simpson kvíðvænlegt mynstur opin- berra afskipta sem komu of seint og gerðu of lítið. Felmtri slegnir aðdáendur Simpsons vita núna að hann var handtekinn fyrir heimilis- ofbeldi á nýársdag 1989. í lögregluskýrslum segir að Nicole hafi komið fáklædd út úr runna, andlit hennar blátt og marið, og sagt lögreglu: „Hann á eftir að drepa mig.“ Einnig er orðið Ijóst að sjö ára hjónaband O.J. og Nico- le var gegnsýrt af bræði og þráhyggju, þótt ekkert hafi getað búið fólk undir hand- töku Simpsons ( morðmál- inu. Atvikið 1989 komst þó fyrir almenningssjónir. Simpson var ákærður; játaði að hafa misþyrmt konu sinni, fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm, 65 þúsund króna sekt og var skiþað að vinna 120 klukkustundir í þágu samfé- lagsins. Honum var þó leyft að velja samfélagsstörfin og sálfræðing í hina lögskipuðu sálfræðimeðferð, en hluti Frá moróstaónum. Stéttin ötuó blóói og lik fyrrverandi eig- inkonu O.J. Simpson hefur ver- ió hulió klæói. í framhaldi af þvi fóru vinir og kunningjar loksins aó leióa hugann aó því hversu óhugnanlegar bar- smíóar „hetjunnar" höfóu verió og ótti Nicole um aó þær end- uóu meó aó ganga af henni dauöri skiljanlegur. 8. TBL 1994 VIKAN 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.