Vikan


Vikan - 01.09.1994, Qupperneq 65

Vikan - 01.09.1994, Qupperneq 65
henni algerlega. Hann tryllt- ist ef hún sýndi nokkur merki sjálfstæðis. Hann elskaði hana en leit á hana sem sína eign,“ segja vinir. Ron Goldman, sem lét líf- ið fyrir hendi sama morð- ingja og Nicole, starfaði sem þjónn og fyrirsæta. Ron var þekktur fyrir að stæra sig af sigrum sínum á kynferðis- sviðinu en hélt þvi fram að þau Nicole væru ekki par. Hann sagði að það væri gott fyrir sig að sjást með Nicole og að í gegnum hana hitti hann margar konur. Tveimur dögum fyrir morðin spurði klæðskeri hans hann hreint út hvort hann svæfi hjá Nico- le. Goldman hló og neitaði. „O.J. myndi áreiðanlega drepa mig ef hann kæmi að okkur saman,“ sagði hann. Nú lítur út fyrir að Ron Goldman hafi verið staddur hjá Nicole af tilviljun. Nicole hafði snætt á veitingahúsinu Mezzaluna í Brentwood, vinnustað Rons. Hún gleymdi sólgleraugum þar og Goldman bauðst til að skila þeim. Hann lagði af stað skömmu fyrir tíu þetta örlagakvöld - fyrir klukkan ellefu voru hann og Nicole liðin lík. HEIFTIN EKKI ÞESSA HEIMS Margir vinir O.J., þar á meðal Dionne Warwick, hafa gengið fram fyrir skjöldu og fullyrt að hann sé saklaus. Hvað sem vinir Simpsons og vandamenn segja er ekki hægt að líta framhjá blóð- hafinu á tröppunum fyrir ut- an íbúð Nicole; slagæðagus- unum sem morðinginn fram- kallaði í heift sinni. Grimmdin að baki morðanna og heiftin sem hefur þurft til að fremja þau, var ekki þessa heims. Ef O.J. Simpson var morð- inginn verðum við að endur- skoða ýmislegt af því sem við teljum okkur vita um mannlega hegðan. Ef við eigum að trúa því að réttur maður hafi verið ákærður verðum við að fá einhvern botn í ástæðuna. Gæti hann hafa myrt vegna þess að hann sá ungan, myndarlegan mann kominn í sinn stað? Gæti hann hafa áformað morðin og farið síð- an upp í flugvél til að búa til fjarvistarsönnun sem hafði verið undirbúin mörgum dögum áður? Og gæti hann 8. TBL. 1994 VIKAN 65 síðan hafa komið heim og staðið með börnum konunn- ar sem hann myrti við jarðar- för hennar? Gæti nokkur gert slíkt? Engin sönnunargögn geta útskýrt hvers vegna fórnar- lömbin voru myrt á jafn skelfilegan hátt og raun ber vitni. Komi játning ekki til fæst engin haldbær skýring. Til þess að leysa gátuna þarf að ætla morðingjanum of- boðslegar ástríður. Saksókn- ari þarf þá að ætla Simpson, sem fram til þessa virtist ósköp venjulegur maður, nema auðugri, vinsælli og myndarlegri en flestir, hafi einhvern veginn byggt upp lífstortímandi bræði. Það er óþægileg hugmynd vegna þess að hún þýðir að þetta gæti hent hvern sem er, eða að minnsta kosti hvern þann sem elskar konu svo og svo mikið. Meirihluti fórnarlamba heimilisofbeldis verður að reiða sig á eigin dómgreind og hugrekki. Kerfið hjálpar þeim lítið þegar þær þurfa mest á því aö halda. Starfs- maður Kvennaathvarfsins segir: „Eins og er, er kerfið ofbeldismönnum í vil. í fyrra gekk kona inn á lögreglu- stöð, illa útleikin, og sagðist ætla að kæra sambýlismann sinn. Þá sagði vaktmaður- inn: „Guð minn góður, hvað gerðir þú til að fá þessa út- reið?“ Þessi skekktu viðhorf þjóðfélagsins til ofbeldis lifa góðu lífi og eru þess vegna aðalhindrunin.“ Fyrrum fyrirsætan Erin Everly segir að líf hennar með rokkaranum Axl Rose úr Guns N’ Roses hafi verið martröð heimilisofbeldis. Axl og Erin giftu sig árið 1990 eftir 4 ára samband en Erin segir sambandið hafa leyst upp í öskur og ofsafenginn ágreining löngu áður en þau gengu upp að altarinu. Mál þeirra er merkilegast fyrir það að ofbeldismynstrið er nánast það sama og hjá Simpsonhjónunum fram að morði Nicole. Erin Everly segir að hún hafi sætt bar- smíðum af hendi Axl öll fjög- ur árin og staðið eftir marin, blóðug og stundum meðvit- undarlaus. Jenný Baldursdóttir hjá Kvennaathvarfi segir að undanfarin ár hafi margar konur leitað þangað með för á hálsi eftir margendurteknar kyrkingartilraunir. „Oft hefur þetta verið alveg á mörkun- um. Sumar konur lýsa því að þær deyi, að líf þeirra fjari út. Svo sleppir hann rétt áður en hún er öll.“ Vinkona Axl Rose, sem samþykkti að ræða nafn- laust við bandarísk blöð, við- 40% karla, teljarétf- mættaöslá eiginkonur I UM 40% íslen.'akra karla og 27% íslenskra kve-nna telja réttlætan- legt að eigintnaður berji konu sína. Þetta eru TiiiðurstÖður úr skoðana- könnun Qallup á. íslandi. l Þettai kom fram í Þjóðarpulsin- Vum s€:m Gallup á íslandi gefur út. Urtílucið í könnuninni var 1.200 15-69 ára. í Óhugnanlegt ef þetta er raunin. Margfalt fleiri ís- lendingum en bandaríkja- mönnum finnst þaö geta veriö réttlætanlegt aö eiginmaöur slái til konu sinnar! Jenný Anna Baldursdóttir, ein af vaktkonum Kvenna- athvarfsins, færir okkur heirn sanninn um aö ástand- iö er síst betra hérlendis i þeim efnum sem hér um ræöir. MARTROÐ HEIMILISOFBELDIS OFBELDI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.