Vikan - 09.07.1998, Blaðsíða 6
Viðtal: Sigríður Arnardóttir Ljósmyndir: Bragi Þór Jósefsson, og úr einkaeign
\
/ /
. J
J J J
w
j Prestshjónin á Staðarstað á Snæfellsnesi
Presturinn á Staðarstað á Snæfellsnesi, séra Guðjón Skarphéðinsson, hefur tignarlegan jökulinn fyrir augunum,
frelsi fuglanna er hluti af hans daglega lífi og hann fer um fallega sveit til að hitta sóknarbörn sín. En hann fer líka
reglulega í heimsókn í fangelsið á Kvíabryggju á Grundarfirði, hinum megin á Snæfellsnesinu. Guðjón þekkir þann
stað vel en hann var einn af þeim sem hlutu dóma í Geirfinnsmálinu víðfræga. Það kemur á óvart að hann skuli
getað hugsað sér að fara þangað aftur, nú sem gestur, en það er líka margt við Guðjón sem kemur á óvart. Hann er
ólíkindatól og gjörsamlega laus við heilagleika og mærðartón sem sumir prestlærðir menn hafa komið sér upp.
Prestsfrúin á Staðarstað, Klara Bragadóttir, er sálfræðingur, gullfalleg og 12 árum yngri en Guðjón. Þau kynnt-
ust í Danmörku þegar Guðjón kom þangað til lands með erfiða lífsreynslu að baki og fyrir tveimur árum fylgdi hún
honum á Staðarstað.
En hvernig vegnar sálfræðingi á Snæfellsnesi og hvernig er hljóðið í Guðjóni Skarphéðinssyni í dag?
Þegar ekið er í
hlað á Staðar-
stað sést strax að
prestssetrið á sér
merka sögu;
stytta af Ara fróða stendur
nálægt vel viðhaldinni kirkj-
unni.
Er þetta gott brauð? „Þetta
var ákaflega gott brauð til
forna, það fjórða besta á
landinu lengi vel. Margar
jarðir fylgdu, rekaviður, æð-
ardúnn og veiði. í dag eru
þessi hlunnindi enn til staðar
en gott brauð í dag er þar
sem eru t.d. 5 giftingar á
laugardegi, 2 jarðarfarir á
föstudegi og svo framvegis,”
segir séra Guðjón. „Já, þar
sem mannmargt er,” bætir
Klara við. “Hér eru örfáar
manneskjur á ótrúlega miklu
landsvæði.”
Og presturinn heldur
áfram: „380 manns, tvær
jarðarfarir og örfá brúðkaup
á ári. Það er ekki mikið um
dýrðir.”
En í náttúrinni er mikið um
dýrðir?
„Já, já, já. En það er alveg
án tilverknaðar prestsins að
kalla. Það er eins og verið
hefur.”
Hvað með búskap?
„Presturinn er að basla við
að hafa nokkrar kindur,”
segir Guðjón og bætir við
„40 kindur, 3 hestar og æðar-
kollur úti í hólma, svona 4-
500 hreiður. Þetta er nú allur
búskapurinn.”
Það er greinilegt að prestur
verður ekki feitur af því að
þjóna á Staðarstað. Hann
þarf að aka gríðarlegar vega-
lengdir um prestakallið sitt
og það nánast alveg á eigin
kostnað. En þau hjónin
halda áfram að rabba um
dýralífið og æðarvarpið og
segja að séra Gunnar Björns-
son og Ágústa Ágústsdóttir
hafi litið við hjá þeim og
kallað búskapinn sálubót.
„Gunnar sagði að
þetta væri mannbæt-
andi og lét í ljós löng-
un til að eiga sjálfur
æðarkollur og kind-
ur,” segir Guðjón en
er minntur á að
starfsbróðir hans í
Holti í Önundarfirði
eigi nú selló og Klara
er á því að það sé
ekki síður mannbæt-
andi.
En á Staðarstað er
líka hljóðfæri. Það
eru dæturnar sem sjá
um að leika á það.
Guðjón og Klara eiga þrjár
myndardætur, svo fallegar
að örugglega fjölgar í sveit-
inni þegar þær verða gjaf-
vaxta. Tvær eldri dæturnar
eru staddar í Færeyjum og
önnur þeirra, Kristín María,
heldur svo áfram ferð sinni
til Englands til að spila á
lúðrasveitartónleikum.
„Heldurðu að það sé fart á
frökenunum hér í sveit? Þær
ættu að vera að vinna ein-
hvers staðar,” segir Klara
hlæjandi, en Ásdís, yngsta
dóttirin, hjúfrar sig upp að
pabba sínum meðan Klara
ræðir um skólamálin á Snæ-
fellsnesi.
„Það voru ótrúleg viðbrigði
fyrir stelpurnar að koma úr
ströngum skóla í Kaup-
mannahöfn og hingað í
Lýsuhólsskóla. Skólamálin
eru lausari í reipunum hérna
en úti. En það er mjög heim-
ilislegt. Ég fór að kenna
hérna og það eru 42 nem-
endur í skólanum svo maður