Vikan


Vikan - 09.07.1998, Blaðsíða 10

Vikan - 09.07.1998, Blaðsíða 10
AFSTAÐA ÞÍN THStSrARINNAR Ertu trygglynd/ur, verðurðu auðveldlega ástfangin/n eða skiptir ástin þig litlu máli? Hversu miklu ertu reiðubúin/n að fórna fyrir ástarsamband? Hér kemur lauflétt könnun, sem þú skalt svara eftir þinni bestu sannfæringu. * SKILGREIN 1 .Þú ert á leið að húsi þess/þeirrar sem þú elskar. Þangað liggja tveir vegir. Annar er beinn og breiður og er fljótfarnari, en ekk- ert spennandi. Hinn veg- urinn er hlykkjóttur og þar er stórkostlega hluti að sjá, en hann er seinfarnari. HYORA LEIÐINA VEL- URÐU? 2.Á leiðinni sérðu tvo rósarunna. Annar er með hvítum rósum, hinn með rauðum. Þú ákveður að taka með þér tuttugu rósir og færa þeim/þeirri sem þú elskar. (Þú getur tekið tuttugu í sama lit eða blandað litunum að vild). HVAÐA LITASAMSETN- INGU VELURÐU? 3.ÞÚ kemur að húsi þíns heittelskaða/þinnar heittelskuðu. Þú hringir bjöllunni og einhver úr fjölskyldunni kernur til dyra. Þú getur beðið þann aðila að sækja ástina þína, en þú getur líka farið beint inn til hans/hennar. HVAÐ GERIRÐU? 4. ÞÚ ferð inn í herbergi kærastans/kærustunnar. Þar er enginn, svo þú ákveður að skilja rósirnar eftir. Þú getur sett þær á gluggasylluna eða á rúmið. HVORT VELURÐU GLUGGANN EÐA RÚMIÐ? 5. Það er kominn háttatími. Þú og ástin þín sofið í sitt- hvoru herberginu, W>ú vaknar um morguninn og ferð inn í herbergið til hennar/hans. HVORT ÆTLASTU TIL AÐ FINNA HANN / HANA VAKANDI EÐA SOF- ANDI? Ö.Það er komið að heim- ferð. HVORA GÖTUNA VEL- URÐU NÚNA? ÞÁ STYTTRI EÐA LENGRI? 1 .Vegurinn gefur til kynna viðhorf þitt til ástarinnar. Ef þú velur styttri leiðina áttu auðvelt með að verða ástfangin/n. Ef þú velur lengri leiðina, tekurðu þér þinn tíma og verður ekki ástfangin/n svo auðveld- lega. 2.Tala rauðu rósanna gefur til kynna hversu mikið af þér þú vilt gefa í samband. Tala hvítu rósanna gefur til kynna við hversu miklu þú býst af ástarsambandi. Ef þú velur 19 rauðar rósir og eina hvíta, gefurðu 90% í sambandið, en býst aðeins við 10% frá hinum aðilan- urn. 3.Þessi spurning sýnir hvernig þú meðhöndlar ást- arsamband. Ef þú hefur beðið ættingjann að sækja þinn heittelskaða/þína heittelskuðu, ert þú mann- gerð sem forðast vandamál. Ef þú fórst sjálf/ur og náðir í viðkomandi ertu hreinn og beinn persónuleiki og ræðst að vandanum urn leið og hann lætur á sér kræla. 4.Staðurinn sem þú velur til að leggja frá þér rósirnar sýnir hversu oft þú vilt sjá þann/þá sem þú elskar. Með því að leggja þær á rúmið sýnirðu að þú viljir hitta hann/hana oft. Ef þú hefur sett þær á gluggasyll- una, bendir það til að þér sé sama þótt þið hittist bara af og til. 5.Ef þú kemur að ástinni þinni sofandi, þá tekurðu honum/henni eins og hún er. Ef hann/hún er vakandi ætlastu til að viðkomandi sé reiðubúinn að breyta sér fyrir þig. Ö.Langi og stutti vegurinn sýna í þessu tilviki hversu lengi þú getur verið ást- fangin/n. Ef þú kýst styttri veginn, ertu ekki persóna sem ert ástfangin/n af sömu manneskjunni lengi. Ef þú velur þann lengri, ertu trygglynd/ur og elskar heitt og lengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.