Vikan - 09.07.1998, Blaðsíða 20
ðna lísa
VIKAN
GRÆNT OG VÆNT
HAFSTEINN HAFLIÐASON
Hafsteinn Hafliðason garð-
yrkjufrœðingurfjallar um
fjölmargt grœnt og vœnt á
blómasíðu Vikunnar. Hann
svararfyrirspumum og gefur
lesendum góð ráð um gróður
og garða.
Skrifið til; „Grœnt og
vœnt”, Vikan, Seljavegi 2,
101 Reykjavík. Æskilegt er
að nafn og símanúmer fylgi
bréfinu og ekki vœri verra að
láta Ijósmynd af blómum
eða jurtum sem spurt er um,
fylgja með.
Iðna lísa
Ein af alfyrstu potta-
plöntunum, sem ég
eignaðist sem krakki,
var iðna lísa. Síðar komst ég
að því að hún heitir Impatiens
walleriana á vísindamálinu.
Það skipti mig ekki máli þá.
Aftur á móti þótti mér mikið
til þessarar safaríku plöntu
koma. Hún óx hratt og
blómstraði og blómstraði
þessum líka kynstrunum af
skærbleikum blómum. í of-
análag þótti mér fjarskalega
skemmtilegt að taka af henni
græðlinga - og fyrr en varði
voru allir gluggar bernsku-
heimilisins orðnir fullir af
iðnu lísunni minni í öllum
stærðum. Og ekki nóg með
það, heldur þurftu frænkur,
frændur og fjölskylduvinir
líka að deila með mér gleði
minni og aðdáun á umræddri
jurt og leggja til rými fyrir
hana í húsum sínum. En ekki
meira um það - einhvern veg-
inn fjaraði þessi ást mín á
Iðnu lísunni út með tíman-
um. Líklega fyrir öðrum
blómadýrðum sem fönguðu
huga minn eftir því sem
þroski minn óx og kynnin af
gróðurríkinu urðu víðfeðm-
ari. Samt er ég alltaf dálítið
„svag” fyrir þegar ég rekst á
gömlu iðnu lísuna. Nýrri út-
gáfur af sömu tegund finnst
mér alls ekki eins heillandi.
Þær eru nriklu tuskulegri og
vantar þessa reisn sem fylgir
þeirri gömlu. Iðna lísan hef-
ur lengi verið vinsælt stofu-
blóm. Hæfileika hennar til að
dafna, þrífast og bera blóm
meira eða minna árið um
kring er viðbrugðið. Engin
blómstrandi pottaplanta
blómgast við jafn léleg birtu-
skilyrði og Iðna lísan. Jafnvel
í skammdeginu getur hún
staðið í fullum blóma. Hún
er engin „dekurdrós” og læt-
ur sér lynda flestar aðstæður
sem henni er boðið upp á.
20