Vikan - 09.07.1998, Blaðsíða 28
r
Evrópsk sumarhúsastemmning í
garðlöndum Reykjavíkurborgar
Hún lætur lítið yfír sér
kofaþyrpingin í Skainmadal.
Landið á Mosfellsbær, en
kofarnir eru í eigu Reykvík-
inga sem leigja garðlönd af
Reykjavíkurborg. Flestir
þeirra eru aðeins um 12 fer-
metrar að innanmáli, sumir
einfaldir kartöfluskúrar, en
aðrir eru orðnir að vistleguin
dvalarstað þar sem heilu
fjölskyldurnar hafast við á
sumrin. Skammidalur er
umgjörð utan um sérstætt og
vinalegt mannlíf. Þangað
kemur fólk til að njóta sum-
arsins úti í náttúrunni, það
hefur hreiðrað notalega um
sig þrátt fyrir að öll nútíma-
þægindi vanti í híbýlin. Það
þarf ekki mikil auðæfí til að
eiga sér afdrep í garðlöndun-
um, aðeins að komast yfír
kofann og borga síðan um
2000 krónur á ári í leigu-
gjöld.
Uppbygging
Það eru liðlega þrjátíu ár
síðan byrjað var að byggja
kofa í Skammadal en fleiri
kofar verða ekki byggðir
þar. Þarna er heldur ekki
aðstaða til mikilla fram-
kvæmda, engin vatnslögn,
raflögn eða skolplögn liggur
að kofunum, en eigendurnir
^28__________________________
eiga aðgang að rennandi
vatni og salerni í útjaðri
byggðarinnar.
Uppbyggingin á sér ennþá
stað, því margir hafa áhuga á
að eiga örlítið afdrep utan
skarkala borgarinnar, ekki
hvað síst þegar stutt er að
fara og leigan er lág. Eig-
endaskipti verða stöku sinn-
um á kofunum eins og geng-
ur. Kristbjörn Bjarnason
keypti nýlega lítinn kofa og
var að vinna að endurbótum
á loftinu ásamt föður sínum,
Bjarna Kristbjörnssyni, þeg-
ar okkur bar að og það lá vel
á þeim feðgum. Bjarni hafði
í mörg ár reynt að fá kofa, en
ekkert gekk fyrr en nú. “Það
er ekki hægt að kalla þetta
bústað, þetta er nú eiginlega
bara afdrep “ segir Bjarni.
“Þessir kofar voru flestir
smíðaðir úr kassafjölum á
sínum tíma “ En það er
vinalegt í litla kofanum og
Kristbjörn hyggur gott til
glóðarinnar að eyða þarna
frístundum að sumrinu með
sína litlu fjölskyldu, en þau
eru þrjú í heimili.
Garðsauki
Guðrún R. Guðmundsdótt-
ir og Kristján G. Jónsson
keyptu sinn kofa árið 1986
en hann var þá lítið annað en
útveggirnir. Ævintýrið byrj-
aði á því þau fengu sér kál-
garð. “ Þetta var á tíma
finnsku kartaflanna en
þá var ekki urn annað að
gera en að rækta sjálfur
eða borða hrísgrjón” seg-
ir Kristján. “Svo keyptum
við kofann og þar með var
nafnið Garðsauki komið “.
Þau hjónin hafa ekki eytt
miklum fjármunum í
Garðsauka því efnið er
allt endurnýtt. Þegar
skipt var um innréttingar
heima fór efnið þaðan í
litla eldhúskrókinn þar
sem engu er ofaukið .
Þar er þó allt sem þarf til
að geta haft það notalegt,
en ekkert sem eykur
vinnu í frítímanum. Guð-
rún og Kristján taka oftast
með sér nesti að heiman
ásamt vatni í eldamennskuna
og kaffið, því í Garðsauka er
tímanum varið í annað en
flókna eldamennsku.
Okkur er boðið dýrindis
kaffi að sveitasið, upp-
áhellt beint á brús-
ann. Guðrún var
að hengja upp
rósóttar gardínur
eftir vorhrein-
gerninguna og
kofinn ber vott um snyrti-
mennsku og þessa dæma-
lausu umhyggju og vellíðan