Vikan


Vikan - 09.07.1998, Blaðsíða 28

Vikan - 09.07.1998, Blaðsíða 28
r Evrópsk sumarhúsastemmning í garðlöndum Reykjavíkurborgar Hún lætur lítið yfír sér kofaþyrpingin í Skainmadal. Landið á Mosfellsbær, en kofarnir eru í eigu Reykvík- inga sem leigja garðlönd af Reykjavíkurborg. Flestir þeirra eru aðeins um 12 fer- metrar að innanmáli, sumir einfaldir kartöfluskúrar, en aðrir eru orðnir að vistleguin dvalarstað þar sem heilu fjölskyldurnar hafast við á sumrin. Skammidalur er umgjörð utan um sérstætt og vinalegt mannlíf. Þangað kemur fólk til að njóta sum- arsins úti í náttúrunni, það hefur hreiðrað notalega um sig þrátt fyrir að öll nútíma- þægindi vanti í híbýlin. Það þarf ekki mikil auðæfí til að eiga sér afdrep í garðlöndun- um, aðeins að komast yfír kofann og borga síðan um 2000 krónur á ári í leigu- gjöld. Uppbygging Það eru liðlega þrjátíu ár síðan byrjað var að byggja kofa í Skammadal en fleiri kofar verða ekki byggðir þar. Þarna er heldur ekki aðstaða til mikilla fram- kvæmda, engin vatnslögn, raflögn eða skolplögn liggur að kofunum, en eigendurnir ^28__________________________ eiga aðgang að rennandi vatni og salerni í útjaðri byggðarinnar. Uppbyggingin á sér ennþá stað, því margir hafa áhuga á að eiga örlítið afdrep utan skarkala borgarinnar, ekki hvað síst þegar stutt er að fara og leigan er lág. Eig- endaskipti verða stöku sinn- um á kofunum eins og geng- ur. Kristbjörn Bjarnason keypti nýlega lítinn kofa og var að vinna að endurbótum á loftinu ásamt föður sínum, Bjarna Kristbjörnssyni, þeg- ar okkur bar að og það lá vel á þeim feðgum. Bjarni hafði í mörg ár reynt að fá kofa, en ekkert gekk fyrr en nú. “Það er ekki hægt að kalla þetta bústað, þetta er nú eiginlega bara afdrep “ segir Bjarni. “Þessir kofar voru flestir smíðaðir úr kassafjölum á sínum tíma “ En það er vinalegt í litla kofanum og Kristbjörn hyggur gott til glóðarinnar að eyða þarna frístundum að sumrinu með sína litlu fjölskyldu, en þau eru þrjú í heimili. Garðsauki Guðrún R. Guðmundsdótt- ir og Kristján G. Jónsson keyptu sinn kofa árið 1986 en hann var þá lítið annað en útveggirnir. Ævintýrið byrj- aði á því þau fengu sér kál- garð. “ Þetta var á tíma finnsku kartaflanna en þá var ekki urn annað að gera en að rækta sjálfur eða borða hrísgrjón” seg- ir Kristján. “Svo keyptum við kofann og þar með var nafnið Garðsauki komið “. Þau hjónin hafa ekki eytt miklum fjármunum í Garðsauka því efnið er allt endurnýtt. Þegar skipt var um innréttingar heima fór efnið þaðan í litla eldhúskrókinn þar sem engu er ofaukið . Þar er þó allt sem þarf til að geta haft það notalegt, en ekkert sem eykur vinnu í frítímanum. Guð- rún og Kristján taka oftast með sér nesti að heiman ásamt vatni í eldamennskuna og kaffið, því í Garðsauka er tímanum varið í annað en flókna eldamennsku. Okkur er boðið dýrindis kaffi að sveitasið, upp- áhellt beint á brús- ann. Guðrún var að hengja upp rósóttar gardínur eftir vorhrein- gerninguna og kofinn ber vott um snyrti- mennsku og þessa dæma- lausu umhyggju og vellíðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.