Vikan - 09.07.1998, Blaðsíða 31
Br©s0g
bar n a
Þarna voru hvítir, látlausir
kertastjakar settir í nýjan búning
með því að binda þá inn í
tauservíettu og skreyta með
kertahringjum. Kertahringirnir
fást í versluninni Borð fyrir tvo í
Kringlunni. Þeir eru til í mörgum
litum og kosta B50 kr. stykkið.
Umsjón: Marentza Paulsen
Ljósmyndir: Gísli Egill Hrafnssona
í augum barna eru jól og afmæli
mikiö tilhlökkunarefni. Jólahaldið
er vissulega alltaf hátíðlegt en með
tímanum hefur sífellt minna verið
lagt upp úr því að gera
barnaafmælin hátíðleg og
eftirminnileg. Tímarnir hafa jú
breyst, foreldrarnir eru yfirleitt
báðir útivinnandi og hafa fyrir vikið
minni tíma aflögu. Auk þess eru
nú ýmsir þægilegir möguleikar á
boðstólum, svo sem heimsendur
matur og afmælishald á
skyndibitastöðum. Þetta getur gert
afmælishaldið afar hversdagslegt,
sem er sorglegt með tilliti til þess
hve tilhlökkun barnanna er mikil.
En hvernig getum við gert þennan
dag eftirminnilegri?
í litla garðskálanum í
Grasagarðinum í Laugardal tók
Marentza Poulsen að sér að útbúa
lítið barnaafmæli og kom með
ýmsar skemmtilegar hugmyndir í
tengslum við það. Börn eru
litaglöð í eðli sínu og leggur hún
því mikið upp úr því að umhverfið
sé litríkt og glaðlegt. Marentza
telur það mikilvægt að börnin taki
virkan þátt í undirbúningi
afmælisins og geta þau til dæmis
búið til nafnspjöld fyrir hvern og
einn, skreytt kökurnar og gert
ýmislegt fleira skemmtilegt.
Þessi afmaeliskaka er eins og lest, skreytt með iakkrískonfekti og Smarties.