Vikan


Vikan - 09.07.1998, Blaðsíða 17

Vikan - 09.07.1998, Blaðsíða 17
Það, að leysa margföldunar- þrautir, nánast sama hversu flóknar og erfiðar þær voru, var líka það eina sem Brósi gat gert almennilega. Hann var illa læs, gat ekki skrifað og stundum átti hann í erfið- leikum með að sinna frum- þörfum sínum. Um allt var hann upp á aðra kominn. Hann fæddist svona. Þegar það uppgötvaðist að hann þroskaðist ekki eðlilega gerðu pabbi og mamma allt sem í þeirra valdi stóð til að leita honum lækninga og eyddu til þess öllum fjár- munum sínum og orku. En læknarnir stóðu á gati. Þeir vissu ekkert hvað að Brósa gekk. Hann var ekki ein- hverfur og ekkert benti til heilaskaða. Helst var hallast að því að hann hefði fengið í sig einhverja vírussýkingu er hann var í móðurkviði. Það skipti svo sem ekki máli. Sú staðreynd blasti við og var óumbreytanleg að Brósi myndi aldrei geta lifað eðli- legu lífi. Þegar ég var lítil stelpa fór hann oft óendanlega í taug- arnar á mér og þá ekki síður öll athyglin og umhyggjan sem hann fékk. Pabbi og mamma voru sífellt með hann í fanginu en ég varð út- undan. Ég gerði mér meira að segja upp veikindi til þess að mamma huggaði mig og stjanaði við mig eins og hann. Það var mér líka mikil raun að þurfa að passa þenn- an sívolandi og slefandi strák sem var með bleyju fram eft- ir öllum aldri. Vinkonur mín- ar, sem gengu hús úr húsi til þess að fá krakka til þess að passa, báðu aldrei um að fá að passa Brósa og þær reyndu meira að segja að forðast mig þegar ég var með hann úti í kerrunni. En smátt og smátt breyttust viðhorf mín til þessa fatlaða bróður. Umhyggja kom í staðinn fyrir ergelsið. A S m ása.ga kvöldin lá ég oft í rúminu mínu og hugsaði um hve bágt hann ætti. Hann ætti aldrei eftir að hlaupa um og leika sér með öðrum börn- um, hann myndi aldrei fara í skóla og aldrei verða al- mennilega fullorðinn. Ég táraðist stundum vegna ör- laga hans og bað Guð í bænum mínum að hjálpa honum. Ég gleymi aldrei fyrsta skóladeginum mínum. Mamma fylgdi mér í veg fyrir gulu skólarútuna og var með Brósa á hand- leggnum. Þau biðu þangað til ég var komin inn í bílinn og hafði tekið mér sæti við gluggann. Þá veifaði mamma til mín en Brósi teygði báðar hend- urnar í áttina til mín. Þegar rútan lagði af stað ærðist hann. Hann vildi koma með mér í skólann. Þegar ég var að lesa skólabækurnar mínar tók Brósi sig til og tíndi bækur ofan úr hillu, kom sér fyrir við borð- ið hjá mér og þóttist vera að lesa og læra. Þegar hann truflaði mig bandaði ég honum frá mér en þá varð hann sár og sagðist lfka þurfa að læra fyrir morgundaginn. Fyrir kom að krakkarnir í skólanum stríddu mér. - Hún hlýtur að vera alviti fyrst bróðir hennar er hálfviti, sögðu strákarnir flissandi. Mér fannst þeir ekki vera fyndnir en sat þó á mér að svara þeim. Jói í Rauða hús- inu var verstur. Hann átti það líka til að hjóla alveg upp að okkur, þegar ég var úti með Brósa, og spyrja hvort hann gæti nokkuð hjálpað mér með hálfvitann, hvort hann væri búinn að kúka í buxurnar og hvort ég þyrfti ekki að fara að skipta á honum. Þá reiddist ég, hljóp á eftir honum og reyndi að hrinda honum af hjólinu og þegar hann forð- aði sér tók ég upp steina og kastaði á eftir honum. Þegar ég sagði mömmu frá þessu strauk hún mér um kollinn og sagði að það væri um að Jói tilgangi sínum. Ég reyndi því að stilla mig og láta sem ég heyrði ekki til hans. Brósi var ekki gamall þegar hin furðulega sérgáfa hans kom í ljós. Eitt sinn þegar mamma var að hlýða mér yfir margföldunartöfluna og spurði hvað átta sinnum níu væri vafðist mér svolítið tunga um tönn. Brósi varð fyrri til svara: 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.