Vikan


Vikan - 09.07.1998, Blaðsíða 48

Vikan - 09.07.1998, Blaðsíða 48
skerma. Þeir eru seldir í raf- tækjaverslunum um land allt en einnig hefur fólk komið til þeirra í Skermahúsið með sérstakar óskir: „Það er mjög algengt að fólk komi með lampafót sem því er annt um,” segja þau. „Margir hafa fundið gamla lampa við tiltekt í geymsl- unni, öðrum hefur áskotnast gamall lampi sem þeir vilja láta gera upp. Lampar eru að komast í tísku aftur og kast- arakerfið er að líða undir lok. Þriggja arma standlamp- arnir eru orðnir svo vinsælir, að færri fá en vilja. Við höf- um varla haft undan að búa til skerma á slíka lampa.” Kristján Karl getur hannað skerma á allar gerðir af lampafótum og úrvalið í efn- um er mikið hjá þeim. Þau bjóða líka þá þjónustu að búa til skerma úr gardínuefni vilji fólk hafa lampaskerma í stíl við gardínurnar. En þau framleiða ekki bara fyrir ein- staklinga, fjöldi hótela skipt- ir við þau. En hversu langan tíma tekur að búa til lampa- skerm? „Það getur tekið drjúgan tíma,” segja þau. „Fyrst þarf að hanna skerminn, síðan smíða grindina, þá þarf að líma og loks sauma efnið á. Ljósdrappaðir, vínrauðir og grænir litir eru áberandi vin- sælastir í skermum, hvað sem veldur því.” Hugmyndirnar að skermunum fæðast í kolli þeirra en þau segjast líka skoða mikið blöð og útfæra hugmyndir úr þeim. Verðið á skermum er frá um eitt þús- und krónum upp í tíu þús- und, en það fer auðvitað eft- ir stærð, efni og vinnu hvað hver skermur kostar: „Auð- vitað er þetta allt saman handavinna sem tekur tíma,” segir Ingibjörg. „Við fáum aldrei sannvirði fyrir vinn- una - en við reynum að vera sanngjörn og meðan við njótum starfsins erum við ánægð”. Nýjasta framleiðslan: Veggljós. Hér er ekki eingöngu um skerm- inn að ræða, heldur framleiða þau hjónin lampann frá grunni. Þessi skermur er úr flaueli, skreyttur irjeð gullsnúru og dúski og fæst í nánast öllum litum og úr öðrum efnum. Öðruvisi veggljós en við eigum að venjast! mpmm úr hótelrekstri í skermagerð í Safamýrinni Þegar hjónin Ingibjörg Sigurðardóttir og Kristján Karl Guðjónsson fluttu heim frá Lúxemborg fyrir rúmum 3 árum voru þau ekki viss um hvað þau ættu að taka sér fyrir hendur. Kristján Karl, sem er flugmaður að mennt, segir að hann hafi þó að minnsta kosti vitað að hann væri orðinn of fullorðinn til að fá starf sem flugmaður. viðtai: Anna Kristine Magnúsdóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson Þá kviknaði hugmynd- in að gerð lampa- skerma. Ingibjörg hafði séð óvenjulega lampa- skerma í verslun í Frakk- landi, keypt einn og sprett honum upp til að sjá hvernig hann væri búinn til. „Nei, ég hafði aldrei áður komið nálægt skermagerð!” segir hún. „Ég liafði starfað sem hárgreiðslumeistari og rak síðar Eddu hótel fyrir norðan í átta ár, þangað til við fluttum til Lúxemborgar. Þar rákum við hótelið „Le Roi Dagobert” í sjö ár - en þá var hótelbakterían líka al- veg horfin úr mér.J” Þau keyptu lager af manni, sem hafði framleitt skerma í Reykjavík í 25 ár, pöntuðu efni frá Þýskalandi og Hollandi og hófust handa. Þótt þau hafi keypt öll verk- færi af manninum nota þau nánast eingöngu núna verk- færi sem Kristján Karl smíð- ar. „Ég hef alltaf verið hrifin af lömpum og aldrei þolað loft- ljós,” segir Ingibjörg. „Krist- ján Karl sér um hönnunina á skermunum, en ég sauma það sem sauma þarf og geng frá.” Fyrsti skermurinn leit dags- ins ljós fyrir einu og hálfu ári og þau giska á að þegar hafi þau búið til um eitt þúsund LAMPASKERM 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.