Vikan - 09.07.1998, Blaðsíða 43
Reyndu ekki að passa manninn þinn í veislum eða stjórna gerðum hans.
Reglurnar
• Utskýrðu fyrir manninum
þínum hvers vegna háttar-
lag hans fer í taugarnar á
þér. Gerðu það þegar þú
ert í jafnvægi, ekki bíða
þangað til sýður uppúr.
• Gerðu ekki lítið úr mann-
inum þínum með því að
siða hann svo aðrir heyri
til. Notaðu orðalag eins
og...”mér líður illa af því
ég tek alla ábyrgðina á ...”
frekar en “ þú tekur aldrei
ábyrgðina á ..” eða “þú
lætur aldrei...” Síðar-
nefndu setningarnar fela í
sér ásökun, hin fyrri er að-
eins ábending um það
hvernig hegðun hans hefur
slæm áhrif á þig og á þessu
tvennu er mikill munur.
• Reyndu aldrei að segja
honum hvað honum finnst
eða hvað hann hugsar. Þú
ert ekki hugsanalesari.
Þegar þú þarft að ræða
málin skaltu halda þig við
þínar eigin tilfinningar.
• Ræddu bara hegðun hans,
ekki persónuleika hans. Þú
breytir honum hvort eð er
ekki.
• Ræddu aldrei nema eitt at-
riði í einu. Ef gera á upp
alla vankanta á samband-
inu á einu bretti endar það
með rifrildi og beiskju sem
erfitt getur verið að laga
seinna.
• Rifjaðu aldrei upp öll
skiptin sem hann hefur
brotið af sér í þínum aug-
um. Hann man það jafn
vel og þú og kannski er
það þér að kenna að þetta
hefur gerst svona oft?!
• Reyndu að skilja að fólk
leggur misjafnt mat á hlut-
ina. Sumum finnst hreint
það sem öðrum finnst
skítugt. Hver segir að þitt
mat sé það eina rétta?
• Settu aldrei kröfur sem þú
veist að ekki er hægt að
standa við, það er vísasta
leiðin til að eyðileggja
hjónabandið.
• Það eru engir “sigurvegar-
ar” í góðu sambandi.
Gefðu því alltaf á móti
þegar hann vill koma til
rnóts við þig.
Nöldur Vikunnar,
Leiðinda boð og bönn
Þjóðhátíðardagurinn 1998. Það er farið að líða á
kvöldið. Veðrið er yndislegt. Rússíbanarnir spila á
Ingólfstorgi. Eftir að hafa staðið þar drjúga stund
ákveður vinahópurinn að færa sig yfir á Kaffi Reykja-
vík, setjast þar utandyra og njóta sumarblíðunnar. Sum-
ir ætla að fá sér kakó, aðrir kaffi og enn aðrir eitthvað
sterkara. En engin borð eru útivið. „Því miður,” er svar-
ið hjá barþjóninum. „Þið megið ekki fara með neina
drykki út úr húsinu. Það er bannað eftir klukkan níu á
kvöldin.”
Fólkið spyr sig hvar í veröldinni það sé eiginlega statt -
hringir svo í Vikuna daginn eftir og biður blaðamenn að
leita svara:
„Það verður að taka tillit til íbúa nærliggjandi húsa,”
segir Signý Sen, fulltrúi hjá Lögreglustjóranum í
Reykjavík.
„Þetta er ekki eingöngu ákveðið af lögreglunni, heldur
líka af borgaryfirvöldum. Þessar reglur hafa verið við
lýði í mörg ár. Það eru nokkur ár síðan veitingahúsaeig-
endur óskuðu eftir að fá að vera með veitingar ut-
andyra. Það var kvartað undan því og þess vegna sett
þessi tímamörk, en það þarf að sækja um leyfi til að bera
veitingar fram útivið. Leyfin eru takmörkuð þannig að
þetta leyfist eingöngu á tímabilinu frá maí til september
- til klukkan níu á kvöldin. Á öðrum tíma ársins er
bannað að njóta veitinga utan dyra veitingahúss”.
Kæri lesandi, er eitthvað sem ergir þig? Sendu
okkur línu. „Nöldur Vikunnar".
Vikan Seljavegi 2,101 Reykjavík eða hringdu í
símsvara Vikunnar s: 515-5690