Vikan - 09.07.1998, Blaðsíða 12
Ur villta vestrinu
til WALL STREET
Gallabuxur og kúrekastígvél eru uppáhaldsklæðnaður
Onnu. Hún vildi breyta til og fara í dömulegri föt.
Hár: Ásta Þóra Valdimarsdóttir
Förðun: Guðbjörg Elín Rangarsdóttir
Fatnaður: Kello kvenfatnaður,
Laugavegi32.
Anna, sem er 43 ára, gifti sig í
nóvember sl. Maðurinn
hennar, Þorsteinn Kristins-
son, er 19 árum yngri en hún. Anna á
tvö börn frá fyrra hjónabandi. Hún
starfar sem ritari hjá Sameindalíf-
fræðistofnun Háskóla íslands og auk
þess starfar hún sem tilsjónarmaður
hjá Félagsmálastofnun Kópavogs.
Hún fer á heimili barna og unglinga
sem eiga í erfiðleikum heima fyrir og
hjálpar til við að finna lausnir á
vandamálum sem eru til staðar.
Anna lifir lífinu. „Áhugamái mín
spanna alla tilveruna. Á veturnar hef
ég gaman af að fara út í snjóinn og
renna mér á snjóþotu. Fyrir tveimur
árum keypti ég mér línuskauta og
æfði mig á parkettinu á stofugólfinu
heima, hundinum mínum til mikillar
skelfingar. Einnig hef ég mjög gaman
af að dansa, er mikið fyrir rokk og ról
og fer stundum í Naustkjallarann, þar
sem hljómsveitin spilar meðal annars
gömlu góðu rokklögin.”
Uppáhaldsklæðnaður Önnu eru
gallabuxur og kúrekastígvél. Þegar
hún klæðir sig upp velur hún gjarnan
draktir með stuttum pilsum. „Mig
langar til að líta út eins og kona á
framabraut, konan sem er í klassísk-
um fötum og er alltaf jafn glæsileg,
hvernig sem viðrar og hvernig sem á
stendur. “
Anna vill ekki láta klippa á sér hár-
ið, sem nær henni niður á herðar, og
er ánægð með litinn eins og hann er
nú. Hún er með mjög dökkt hár, sem
hún er nýbúin að láta lýsa lítið eitt.
„Ég hef alltaf verið stuttklippt en
byrjaði að safna hári fyrir fjórum
árum. Ég var með mjög hrokkið hár,
þangað til ég gekk með fyrsta barnið.
Fyrir 3-4 árum fóru krullurnar að
koma aftur, nú er ég með permanent
til þess að hjálpa svolítið upp á. Mig
langar að fá hugmyndir um hvernig
ég á að greiða hárið, t.d. eins og það
myndi sóma sér best við fatnað kon-
unnar á framabraut.
Hún notar andlitsfarða og varalit
dags daglega, en segist vera klaufi
þegar komi að því að rnála sig um
augun og segist gjarnan vilja fá ráð
þar að lútandi. “
Ásta Þóra Valdimarsdóttir hársnyrt-
ir hjá hárgreiðslustofunni Lúðvík
XIV segir hár Önnu vera blanda af
grófu og fíngerðu hári. Þannig hár á
það til að þorna og ráðleggur Ásta
henni að nota djúpnæringu einu sinni
í viku og hafa næringuna í hárinu í
a.m.k. eina klukkustund. Ásta setti
djúpnæringu í hárið, blés það slétt og
slétti það enn frekar með sléttijárni.
Hún notaði Image hársnyrtivörur.
Guðbjörg Elín Ragnarsdóttir ráð-
gjafi frá Lancome segir húð Önnu
vera blandaða. Þar sem hún er með
mikinn brúnan lit á augnlokum ráð-
lagði hún Önnu að nota ljósan
augnskugga og varast að nota dökk-
an lit nálægt augnkrókununr, þar sem
þá virðist styttra á milli augnanna.
Hún segir Önnu geta notað breiða
litalínu, bæði heita og kalda litatóna.
Guðbjörg Elín notaði styrtivörur frá
Lancome. Teint Idole andlitsfarða,
sem hefur matta áferð og smitar ekki
í fötin, fölgulan augnskugga og brún-
an eyeliner. Augnhárin litaði hún
svört með Definicils augnháralit.
Við fórum með Önnu í Kello kven-
fataverslun, Laugavegi 32 og fundum
fatnað sem hentar konu á framabraut
sem gjarnan vill vera kúreki í frí-
stundum.
Og hér sjáum við árangurinn, glæsi-
lega konu, komna í efsta þrepið á
framabrautinni!
12