Vikan


Vikan - 09.07.1998, Blaðsíða 15

Vikan - 09.07.1998, Blaðsíða 15
að í 20 ár hafði ég eytt orku minni í að elska mann, sem ég átti enga samleið með! Við gátum verið frá sitt hvorri plánetunni. Hann trúði mér ekki þegar ég sagði honum að þessu gamla/nýja sambandi væri lokið. „Já, en manstu ekki þeg- ar....” „Ertu búin að gleyma þegar....” Nei, ég hafði engu gleymt. Eg var bara orðin 20 árum eldri, allt öðruvísi en ég hafði verið þegar allt þetta góða, sem hann rifjaði upp, gerðist. Ég hafði önnur áhugamál; hafði eignast vini sem ég naut þess að umgang- ast og vaknaði upp við þann vonda draum að ég hefði sjálfsagt misst „manninn í lífi mínu” vegna þess að ég hafði fest mig í minningum um það sem einu sinni var. Við hittumst aftur fyrir tveimur árum. Konan hans var með honum - já konan, sem hann hafði sagt mér að hann væri skilinn við! Þau höfðu aldrei skilið. Það hafði komið upp ósætti og hann farið að heiman í tvo mánuði, á þeim tíma sem við hittumst aftur. Andlitsfarðinn og bauga- hyljarinn sem konan hans hafði borið á sig nægðu ekki til að leyna marblettinum á kinninni og glóðarauganu. „Hann lemur hana”, sagði mágkona hans við mig. Ég veit að ég er ekki sú eina sem festist í minningum um horfna ást. Þess vegna vil ég segja lesendum Vikunnar sögu mína. Að hafa trúað því að einhver elski mann af ein- lægni - og hafi ekki aðeins sagt það, heldur líka sýnt í verki - en uppgötva svo að trygglyndið var ekkert, hefur sett mark sitt á mig. Ég hef reist í kringum mig varnar- múr og ekki verið reiðubúin að opna hjarta mitt algjör- lega fyrir öðrum svo enginn fái færi á að særa mig svona djúpt aftur. Auðvitað hefur Lesandi segir frá þetta skemmt fyrir mér og ég virka köld og fráhrindandi á karlmenn. Ef einhver sem les þessa reynslusögu mína og þekkir sjálfan sig í henni þá bið ég viðkomandi að muna að „fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla”. Sóið ekki ævinni í minningar um löngu liðinn tíma. Fórnið ekki hjónabandi eða góðum manni vegna einhvers sem var; einhvers, sem líklega aldrei aftur getur orðið eins.” 1 r ^ Vill þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur \ haft mikil áhrif á þig, jafnvel V i breytl lífi þínu? Þér er vel- V% komið að skrifa eða hringja lil V okkar. Við gæturn fyllstu nal'n- V j leyndar. M Heimilisfangið er: Vikan - „Lífsreynslusaga“, Seljavegur 2, 101 Reykjavík, Lesundi scgir I’óriinni ' sínisvari 515 5690 Stefánsdóttur söj»ii sína. A É
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.