Vikan - 09.07.1998, Blaðsíða 10
AFSTAÐA ÞÍN THStSrARINNAR
Ertu trygglynd/ur, verðurðu auðveldlega ástfangin/n eða skiptir ástin þig litlu
máli? Hversu miklu ertu reiðubúin/n að fórna fyrir ástarsamband? Hér kemur
lauflétt könnun, sem þú skalt svara eftir þinni bestu sannfæringu.
* SKILGREIN
1 .Þú ert á leið að húsi
þess/þeirrar sem þú elskar.
Þangað liggja tveir vegir.
Annar er beinn og breiður
og er fljótfarnari, en ekk-
ert spennandi. Hinn veg-
urinn er hlykkjóttur og þar
er stórkostlega hluti að sjá,
en hann er seinfarnari.
HYORA LEIÐINA VEL-
URÐU?
2.Á leiðinni sérðu tvo
rósarunna. Annar er með
hvítum rósum, hinn með
rauðum. Þú ákveður að
taka með þér tuttugu rósir
og færa þeim/þeirri sem þú
elskar. (Þú getur tekið
tuttugu í sama lit eða
blandað litunum að vild).
HVAÐA LITASAMSETN-
INGU VELURÐU?
3.ÞÚ kemur að húsi þíns
heittelskaða/þinnar
heittelskuðu. Þú hringir
bjöllunni og einhver úr
fjölskyldunni kernur til
dyra. Þú getur beðið þann
aðila að sækja ástina þína,
en þú getur líka farið beint
inn til hans/hennar.
HVAÐ GERIRÐU?
4. ÞÚ ferð inn í herbergi
kærastans/kærustunnar.
Þar er enginn, svo þú
ákveður að skilja rósirnar
eftir. Þú getur sett þær á
gluggasylluna eða á rúmið.
HVORT VELURÐU
GLUGGANN EÐA
RÚMIÐ?
5. Það er kominn háttatími.
Þú og ástin þín sofið í sitt-
hvoru herberginu, W>ú
vaknar um morguninn og
ferð inn í herbergið til
hennar/hans.
HVORT ÆTLASTU TIL
AÐ FINNA HANN / HANA
VAKANDI EÐA SOF-
ANDI?
Ö.Það er komið að heim-
ferð.
HVORA GÖTUNA VEL-
URÐU NÚNA? ÞÁ
STYTTRI EÐA LENGRI?
1 .Vegurinn gefur til kynna
viðhorf þitt til ástarinnar.
Ef þú velur styttri leiðina
áttu auðvelt með að verða
ástfangin/n. Ef þú velur
lengri leiðina, tekurðu þér
þinn tíma og verður ekki
ástfangin/n svo auðveld-
lega.
2.Tala rauðu rósanna gefur
til kynna hversu mikið af
þér þú vilt gefa í samband.
Tala hvítu rósanna gefur til
kynna við hversu miklu þú
býst af ástarsambandi. Ef
þú velur 19 rauðar rósir og
eina hvíta, gefurðu 90% í
sambandið, en býst aðeins
við 10% frá hinum aðilan-
urn.
3.Þessi spurning sýnir
hvernig þú meðhöndlar ást-
arsamband. Ef þú hefur
beðið ættingjann að sækja
þinn heittelskaða/þína
heittelskuðu, ert þú mann-
gerð sem forðast vandamál.
Ef þú fórst sjálf/ur og náðir
í viðkomandi ertu hreinn
og beinn persónuleiki og
ræðst að vandanum urn leið
og hann lætur á sér kræla.
4.Staðurinn sem þú velur
til að leggja frá þér rósirnar
sýnir hversu oft þú vilt sjá
þann/þá sem þú elskar.
Með því að leggja þær á
rúmið sýnirðu að þú viljir
hitta hann/hana oft. Ef þú
hefur sett þær á gluggasyll-
una, bendir það til að þér sé
sama þótt þið hittist bara af
og til.
5.Ef þú kemur að ástinni
þinni sofandi, þá tekurðu
honum/henni eins og hún
er. Ef hann/hún er vakandi
ætlastu til að viðkomandi
sé reiðubúinn að breyta sér
fyrir þig.
Ö.Langi og stutti vegurinn
sýna í þessu tilviki hversu
lengi þú getur verið ást-
fangin/n. Ef þú kýst styttri
veginn, ertu ekki persóna
sem ert ástfangin/n af sömu
manneskjunni lengi. Ef þú
velur þann lengri, ertu
trygglynd/ur og elskar heitt
og lengi.