Vikan


Vikan - 31.05.1999, Blaðsíða 26

Vikan - 31.05.1999, Blaðsíða 26
Höfundur: María Solveig Héöinsdóttir Það er alveg ótrúlegt hvað árstíðaskiptin geta haft mikil áhrif á okkur mannfólkið. Sérhver árstíð hefur sinn "sjarma" og eiginlega finnst mér alltaf að líð- andi stund sé einmitt eina rétta árs- tíðin. Núna finnst mér til dæmis vorið svo heillandi og hressandi að ég get bara hætt að taka lýsi, LGG, B-sterkar, Q-10 og rautt eðal gingseng...(og hvað það er nú sem þetta allt saman heitir)! Dagsbirtan gefur manni þvílíkan kraft og lífs- gleði að bætiefnasalarnir hljóta að missa spón úr aski sínum. Vorið er þessi tími þegar maður opnar fataskápinn á morgnana og hugsar: "Æ, ég get ekki farið í þess- um fötum í vinnuna - þau eru alll of dökk og drungaleg”. Gamla, ljósa dragtin er dregin fram og jafnvel gantli sumarkjóllinn verður eins og fínasta tískuflík. Striga- skórnir og hjólið eru drifin fram, hjólað út á Nes (og allir með hjálm á kollinum). Rúðurnar eru þvegnar að utan og innan, stéttin sópuð og rótað í beðunum (svona eins og bakið leyfir). Grillið leysir eldavél- Með vorið í blóðinu og á heilanum! ina af hólmi, garðhúsgögnin taka við af eldhúskollunum og þeir hjá Rauða krossinum fá fullt af hrein- um og samanbrotnum fötum sem lögð hafa verið til hliðar (af því að maður hefur vaxið upp úr þeim!) Vorinu fylgir líka svo skemmti- legur skólaandi: Grímuklædd stúd- entsefni spóka sig um miðbæinn, lesstofur landsins fyllast af nem- endum og á sumum kaffihúsum má jafnvel sjá kennara vera að fara yfir próf. Reyndar fylgir þessari próftörn smávegis stress á flestum heimilum; foreldrar reyna að hvetja afkvæmin til að lesa sem mest og á meðan er óspart dekrað við ungviðið. Kannski finnst manni nú að aldrei sé nóg lesið og að maður hafi sjálfur lesið miklu meira - en ætli það sé ekki bara misminni, og svo eru jú tímarnir að breytast og krakkarnir í dag rniklu klárari en maður var sjálfur. En það er ekki bara prófstress sem fylgir vorinu; gróðurinn er að vakna til lífsins, græni liturinn verður svo heillandi (ekki bara hjá Framsóknarmönnum) heldur líka hjá okkur hinum, lömbin, folöldin og fuglsungarnir skríða úr eggjum og á vorin er einmitt rétti tíminn til að vera ástfangin. Maður getur náttúrulega haldið áfram að elska þann sem maður hefur elskað lengi (hann verður auðvitað miklu sætari að vori til heldur en í dimmasta skammdeginu), svo eru þeir sem eiga eftir að finna þann eina rétta (eða þá einu réttu) og þá er nú enginn tími eins heppilegur og vor- ið. Góður hringur á golfvellinum, sundsprettur, hjólatúr eða göngutúr nú eða þá bara að hola niður útsæði, allt verður þetta skemmtilegra ef maður er ástfang- inn (eða það finnst mér). Svo er enn eitt í sambandi við vorið sem er svo heillandi og það er tilhlökkunin. Það skiptir svo miklu máli að hlakka til (og að hlæja). Helsta tilhlökkunarefni flestra á vorin er auðvitað sumar- fríið. Sumar fjölskyldur eru búnar að skipuleggja sumarfríið sitt strax um jólin, aðrar skipuleggja það ekki neitt en vita samt að það verð- ur svo skemmtilegt. Veiðimenn eru þeir aðilar, sem ég þekki, sem skipuleggja sumarið mest; veiðin í þessari ánni og hinni, í þessu vatn- inu og hinu, með vinnufélögum, veiðifélögum, fjölskyldumeðlimum, frímúrarabræðrum, kvenfélags- systrum og viðskiptaaðilum...allt er þetta bókfært og skráð með margra mánaða fyrirvara. Raunar held ég að undirbúningurinn og tilhlökkunin vegna væntanlegra veiðiferða veiti ekki minni gleði en veiðiferðin sjálf. Hér tala ég af mikilli reynslu því að undanfarinn einn og hálfan áratug hef ég ævin- lega farið eina veiðiferð á surnri. Ýmist hefur verið rennt fyrir lax eða silung, nú eða þá farið í róður. Það verður að segjast eins og er að undirbúningur þessara veiðiferða hefur verið dýrð og dásemd, enda að mörgu að huga. Svo hefur ferðin sjálf náttúrulega verið stórkostleg - enda víða komnir svo góðir heitir pottar við veiðihús landsins! MSH 26 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.