Vikan


Vikan - 31.05.1999, Blaðsíða 32

Vikan - 31.05.1999, Blaðsíða 32
Danskar kaupakonur komnar á hcslbak. Lotus við tamningar Julie Christensen og Lotus Turéll voru nýbakaðar stúd- ínur frá dönskum mennta- skóla þegar þær ákváðu að gam- an væri að fara til íslands til að starfa með íslenska hesta. Þær settu auglýsingu í ísfaxa og fengu svar frá um 15 manns sem gjarna vildu fá tvær danskar kaupakonur. Úr hópnum völdu þær tvo bæi í Búðardal í fárra kílómetra fjarlægð frá hvor öðr- um. Vinnuveitendurnir voru ánægðir með að fá stelpurnar og verklýsingin hljóðaði upp á vinnu með hesta. Táturnar tóku sig til og keyptu ný reiðföt og kuldafatn- að en tekið var fram að öll reiðföt þyrftu að vera ónotuð vegna smithættu. í Búðardal kom fljót- lega í Ijós að ýmislegt af því sem c stúlkurnar höfðu reiknað með | ° stóðst ekki. Bóndinn sem Lotus g c átti að starfa með allan daginn J '3 kunni hvorki dönsku né ensku j£ X svo þau gátu ekkert talað saman. m c ,,Það er svolítið erfitt að vera .2 ‘3 saman allan daginn án þess að w £ geta talað saman," segir Lotus. jS ^ „Við matarborðið var þrúgandi ■j; 'ö þögn sem engin leið var að rjúfa, >< >, við gátum ekki einu sinni talað hS um veðrið." Lotus fannst þetta erfitt sem von var og ekki bætti úr skák að ekki hafði verið gert ráð fyrir að stelpurnar gætu hist utan vinnutíma en um hálftíma reiðtúr var á milli bæjanna. Á bænum sem Julie var á, var ætlast til þess að hún mjólkaði kýr kvölds og morgna, svo vinnudagur hennar var rúmir tólf tímar. Við þetta bættist að enga vinnu við hesta var að hafa því hesthúsið var óbyggt og hestarnir útigang- andi. Lotus og Julie höfðu sagt í auglýsingu sinni að þær vildu vinna með hesta og aldrei var rætt um önnur húsdýr en hesta við þær í þeim samtölum sem þær áttu við bændur áður en þær tókust ferðina á hendur. „Við samþykktum að fara á svona afskekktan stað þar sem enginn möguleiki var að komast út, hitta fólk eða skemmta sér, vegna þess að við áttum að vinna með hesta og koma svo á stað þar sem ekki einu sinni er hesthús," segir Lotus. Julie segir að á hennar bæ hafi verið þrír hestar sem hún gat riðið. „Ef mér hefði verið sagt fyrirfram að ekki væri hesthús á staðnum hefðum við áreiðanlega valið annan stað," segir Julie og bætir við: „Á tímabili vissum við varla hvort við værum keyptar eða seldar; hvort við ættum að berjast fyrir því að fá hlutina til að ganga í Búðardal eða pakka saman og flýta okkur burt." „Vitanlega vildum við helst að þetta gæti gengið," segir Lotus. „Við höfðum lagt mjög hart að okkur til þess að komast í þessa ferð. Við höfðum unnið og sparað fyrir ferðinni, undirbúið okkurog keypt reiðfatnað, svo tilhugsunin um að fara heim áður en mánuð- ur var liðinn, var skelfileg. Þetta hafði verið draumur okkar árum saman og okkur fannst ótækt að þurfa að gefast upp." Það voru því vonsviknar stelpur sem ákváðu að óbreytt ástand gengi ekki og að þær treystu sér ekki til að halda áfram. LJÚFT í LAXNESI Nú voru góð ráð dýr. Lotus og Julie vildu vitanlega síður snúa heim við svo búið en hvernig áttu þær að finna alvöru hestabýli sem vantaði tvær útlenskar stelp- ur og það í marsmánuði, löngu áður en vertíðin hefst? Lotus hef- ur orðið: „Foreldrar okkar lögðust í símann úti í Kaupmannahöfn og hringdu til fólks sem þau þekktu á íslandi til að rannsaka hvað hægt væri að gera fyrir okkur, því við áttum erfitt með að tala frjáislega í símann þar sem við vorum." „Svo hringir sfminn í Búðardal eitt kvöldið," segir Julie. „Það var þá góð kona í Reykjavík sem sagðist hafa fundið fyrir okkur yndislegan stað alveg við Reykja- vík sem vantaði útlendinga til að starfa með hesta. Við flýttum okk- ur um borð í rútu til Reykjavíkur þar sem við gistum yfir nótt og var ekið hingað í Laxnes daginn eftir. Strax og við komum hingað sögðum við Laxnesbændum að þetta liti mjög vel út og við vildum gjarna byrja strax." Lotus og Julie hafa nú starfað í Laxnesi í tvo mánuði. Eruð þið ánægðar? „Alsælar," segir Julie. „Hér hittum við daglega fólk alls staðar að úr heiminum, hér er sannarlega gnægð hesta og alls konar vinna við hesta, bæði tamningar og útreiðartúrar." „Svo koma hingað margir Reykvíkingar sem eiga til að sýna okkur borgina, svo við komumst oft í bæinn," segir Lot- us. „Við megum líka fá lánaðan bílinn og rúnta niður í Mosfells- 32 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.