Vikan


Vikan - 31.05.1999, Blaðsíða 33

Vikan - 31.05.1999, Blaðsíða 33
mikið af þessu. Við komum þannig heim með reynslu sem tæplega er hægt að öðlast í Dan- mörku," segir Julie en fyrri kynni stelpnanna af íslenskum hestum eru öll í gegnum reiðskóla í Kaupmannahöfn. Er hún ánægð með að vera komin í Laxnes? „Ekki spurning! Hérer hreinlega ýmislegt að gerast, sérstaklega þegar miðað er við að sitja á eyðibýli lengst úti á landi," segir Julie og stöllurnar hlæja dátt. „Já, við gátum ekki ímyndað okk- ur að hægt væri að finna stað þar sem bæði væru hestar og svo stutt til borgarinnar," segir Lotus og bætir við að góð blanda sé af öllu í Laxnesi auk þess sem þar skilji ekki margir kílómetrar á milli vinkvennanna. Laxnesbændur eru jafnánægð- ir og stelpurnar svo allir mega vel við una. „Þær eru hörkudugleg- ar," segir Haukur Þórarinsson. „Það er indælt að finna að það erum ekki bara við sem erum ánægðar með að vera hérna, að þeim finnist líka ganga vel," segir Julie þar sem við sitjum í vistlegu eldhúsinu í Laxnesi. Nú stendur þeim stallystrum til boða að fara í einnar viku útreiðartúr til Þing- valla sem ætti að verða hverjum sem er ógleymanleg reynsla. Nú er skyndilega útkall, kominn hóp- ur sem vill fara í útreiðartúr. Þá er að söðla hestana og setja upp brosið, sem er aldrei langt undan hjá þessum sætu dönsku stelp- um sem lögðu svo hart að sér til að láta Islandsdrauminn rætast. Þær komu til að kynnast íslenska hestinuin og það hefur greini- lega tekist góður vinskapur með þeim og hestunum í Laxnesi. bæ, sem er mikill munur frá því að sitja fastur á eyðibýli í snjó- skafli og geta sig hvergi hreyft. Nú er okkar stærsti vandi sá að við tókum einungis vinnufatnað með okkur. Nú erum við í Laxnesi og komumst út að skemmta okk- ur en eigum ekkert til að vera í nema hestagallana, því við hefð- um aldrei þorað að vonast eftir slíkri stemningu og hér er. Við fórum mikið út að skemmta okk- ur, sérstaklega eftir stúdentsþróf- ið svo það var svolítið spennandi að pakka bara þykkum peysum og skilja meira að segja varalitinn eftir heima! Það er þó lítið varið í að fara inn í Reykjavík angandi af hestataði, svo nú verðum við að kaupa okkur einhver föt til að vera í." Er Laxnes þá meira í líkingu við það sem þið voruð að vonast eftir? „Nei, því við hefðum aldrei þorað að gera okkur vonir um svona stað," segir Lotus. „Það eina sem við vonuðumst eftir var að finna stað þar sem væri vingjarn- legt fólk og hestar og það fundum við ekki til að byrja með. Póri og Heiða, hjónin í Laxnesi, eru afskaplega spennandi fólk sem hefur frá mörgu skemmtilegu að segja, hefur ferðast mikið og þekkir marga. Póri á bráðum af- mæli og ætlar að halda upp á það úti í hlöðu, bjóða fullt af fólki og hafa hljómsveit," segir Lotus, sem reyndar hefur verið á íslandi áður með foreldrum sínum, rithöf- undinum Dan Turéll heitnum og leikkonunni Chili Turéll sem er landsmönnum að góðu kunn úr hlutverki Evu í Þorpinu. Og Lotus heldur áfram að dásama Laxnes: „Hér er vinnutíminn níu til fimm, þar sem við dyttum að hestunum, förum með útlendingum eða Is- lendingum í ferðir um dalinn og söðlum út í eitt. Á kvöldin erum við að temja fjórar ótemjur hjá manni í nágrenninu sem er mjög skemmtilegt starf þótt við fáum nokkra marbletti og blóðnasir við það." „Við erum glettilega stoltar að vera treyst fyrir þessu. Ótemjurn- ar eru afar krefjandi og við lærum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.