Vikan


Vikan - 31.05.1999, Blaðsíða 60

Vikan - 31.05.1999, Blaðsíða 60
TEXTI: SÆVAR HREIÐARSSON HEPPINN AÐ HÆTTA Harðjaxlinn Clint Eastwood segist ánægður með að vera hættur afskiptum af pólitík eftir útreiðina sem Bill Clinton fékk vegna Monicu Lewinsky. Eastwood var bæjarstjóri í heimabæ sínum, Carmel í Kaliforníu, og fékk margar áskoranir um að leggja stjórnmálin fyrir sig. "Ég hefði verið krossfestur ef ég hefði haldið áfram í þessum sjúklega stjórnmálaheimi í dag," seg- ir leikarinn. "Það er alltaf verið að reyna að grafa upp einhvern óþverra um stjórnmálamenn. Eina leiðin fyrir þessa kaþþa er að leggja öll spilin á borðið og viður- kenna allt áður en þeir fara í framþoð." Clint býr á bú- garði rétt fyrir utan Carmel með eiginkonu sinni, Dinu Ruiz, sem er 35 árum yngri en hann. Við heimilið er hetjan með golfvöll og æfir sveifluna daglega. GÓÐKUNNINGI LÖGREGLUNNAR Mark Wahlberg ereinn vinsælasti leikarinn í Hollywood í dag eftir að hann lék klámstjörnu í myndinni Boogie Nights á síð- asta ári. í nýjustu mynd sinni, hasarmyndinni The Corruptor, leikur hann lögregluþjón en Wahlþerg þótti það nokkuð sniðugt að leika laganna vörð "þar sem ég hef svo oft verið handtekinn!" Hann var mikill ólátabelgur á uppvaxt- arárunum í Boston og komst oft í kast við lögin. "Ég fæ enn kvíðaköst þegar ég sé löggu. Ég hef enga ástæðu fyrir þessu ofsóknaræði en kannski er þetta bara betra. Ef ég hefði ekki áhyggjur þá væri ég líklegri til að koma mér í vandræði," segirWa- hlberg. Þess má geta að leik- stjóri The Corruptor, James Foley, bað Wahlberg að bæta á sig nokkrum kílóum fyrir hlutverkið. Hann gerði það en gekkfull langt og leikstjórinn sendi hann aftur í megrun. HEILLAR HOMMA Scott Wolf, sem leikur unglinginn Bailey Salinger í sjónvarpsþáttunum Ein á báti (Party of Five), verður 31 árs hinn 4. júní. Wolf er ekki alveg eins óreyndur og strákurinn sem hann leikur í þáttunum og í nýlegu viðtali sagðist hann vera "mikill að- dáandi Ecstacy" eiturlyfsins. Wolf leikur homma í myndinni Go.'sem vakið hefur mikla athygli. Sá orðrómur komst strax á kreik að Wolf væri samkynhneigður en þeir sem til þekkja segja það langt frá sannleik- anum því hann sé einn afkastamesti kvennabósinn í Hollywood. "Ég er gagnkynhneigður og þessar slúður- sögur skipta mig engu máli. Ég móðgast ekkert við þetta," segir Wolf. Leikarinn snoppufríði segist alvanur því að kynbræður hans sýni honum áhuga. Honum er minnisstætt þegar einn vinur hans sýndi honum áhuga. "Við vorum búnir að stúta nokkrum bjórum eftir hornaboltaleik. Síðar sátum við í bílnum og hann hallaði sér að mér. Ég vissi ekki fyrr en hann var kominn með hausinn í kjöltu mína," segir Wolf og bætir við að hann hafi verið fljótur að ýta vininum í burtu. I HNAPPHELDUNA Hjartaknúsarinn Noah Wyle, sem leikur dr. Carter á Bráðavaktinni, er á leið í hnappheld- una. Hann bar upp bónorðið við kærustu sína, Tracy Warbin, eftir að hún hótaði að hætta með honum ef hann væri hræddur við að skuld- binda sig. Noah og förðunardaman Tracy hafa búið saman í meira en tvö ár og hún hefur oft gefið í skyn að hún sé tilbúin í hjónaband. En hún þurfti að setja honum úrslitakosti til að fá sínu framgengt. Noah hefur sagt í viðtölum að hún sé stóra ástin í lífi sínu. "Ef ég er sú eina rétta, hvers vegna erum við ekki gift?" öskraði Tracy á sambýlismanninn. "Ég leita á önnur mið ef þú ætlar ekki að gera neitt í málinu!" Noah sá að sér og krauþ á kné þegar hann bað henn- r risasamning um að leika áfram í Bráðavaktinni og fagnaði þvi með því að kaupa búgarð fyrir utan Los Angeles sem kynbomban Bo Derek átti. Tom Berenger verður 49ára hinn 31.mai. Afmælisbörn vikunnar 31. maí: Brooke Shields (1965), Lea Thompson (1961), Tom Berenger (1950), Clint Eastwood (1930) 1. júni: Alanis Morissette (1974), Jason Donov- an (1968), Jonathan Pryce (1947), Ed- ward Woodward (1930), Andy Griffith (1926) 2. júní: Dana Carvey (1955), Stacy Keach (1941) 3. jún Tony Curtis (1925) 4. júni: Noah Wyle (1971), Scott Wolf (1968), Sean Pertwee (1964), Bruce Dern (1936) 5. júni: Mark Wahlberg (1971) Amanda Pays (1959), Björn Borg (1956).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.