Vikan


Vikan - 31.05.1999, Blaðsíða 61

Vikan - 31.05.1999, Blaðsíða 61
TÆLDITYSON Brooke Shields, sem leikur aöalhlutverkið í gamanþáttunum Laus og liðug (Suddenly Susan), hefur kynnst mörgum kræfum karlmönnum um ævina. Járnkarlinn Mike Tyson er einn þeirra en þau leika saman í kómedí- unni Black and White, sem væntanleg er í kvikmyndahús í sum- ar. Shields segir að Tyson hafi reynt að fá hana til við sig á meðan á tökum stóð. Black and White er spunamynd þar sem leikararnir höfðu frjálsar hendur með að semja textann sinn fyrir framan myndavélina. Tyson leikur sjálfan sig og Shi- elds segir að spunasamtal þeirra hafi verið ein athyglis- verðasta og hrikalegasta upplifun sín í kvikmyndaleik. "í þessari einu senu var mikið tilfinningaflóð og myndavélin var alltaf í gangi," segir Brooke. Tyson var reiður eftir atriði sem tekið var upp á undan. "Mike gaf mér undir fótinn. Ég reyndi að róa hann niður en hann móðgaðist. Síðan reyndi ég að daðra aðeins við hann því þannig taldi ég mig hafa best tak á hon- um." Þegar atriðið var búið varð Tyson aftur alveg öskuillur og öskraði að Shields væri alveg brjáluð. STJORNUPAR Söngkonan Alanis Morissette hefur fundið ham- ingjuna með leikaranum Dash Mihok, sem lék m.a. í stríðsmyndinni Thin Red Line. Það var kunnur kvenna- bósi sem kom þeim saman, nefnilega Leonardo DiCaprio. Morissette og Mihok búa saman í strandhúsi hennar í Malibu en þau eiga DiCaprio mikið að þakka. Þau voru bæði í fylgdarliði leikarans þegar honum var boðið til Kúbu í fyrra og þar kviknaði ástareldurinn. Morissette segir að þau séu ekki enn komin í hjóna- bandshugleiðingar. "En við erum svo ástfangin að okk- ur líður eins og við séum nýgift," segir söngkonan. Rós Vikunnar Rósir Vikunnar fara aö þessu sinni fer til stelpnanna hjá Gulu Lín- unni. Pálína Þórarinsdóttir tilnefnir þær til Rósa Vikunnar fyrir þaö hvaö þær séu einstakar í viðmóti þegar mikið liggi viö. ,, Þaö er alveg sama hvaöa upplýsingar maöur biður þær aö finna fyrir sig, þær bregðast alltaf jafn vel viö og eru alltaf jafn glaðar og þægilegar í viðmóti. Einu sinni þegar mig vantaði mjög vel faldar upplýs- ingar fengu þær meira að segja símanúmerið mitt og hringdu svo í mig þegar þær voru búnar aö hafa upp á þeiml Mér finnst þetta alveg frábært. Ég nota þjónustu þeirra mik- iö vegna vinnu minnar og ég er þeim mjög þakklát og ég veit aö þaö eru margir fleiri sem kunna þeim þakkir fyrir liðlegheitin." Stelpunum veröa sendar rósir sem við vonum að veröi þeim hvatning til áframhaldandi elskulegheita. Þekkir þú einhvern sem á skilii rós Vikunnar? Ef svo er, haföu samband viö „Rós Vikunnar, Selja- vegi 2,101 Reykjavík" og segöu okk- ur hvers vegna. Einhver heppinn veröur fyrir valinu og fær sendan glæsílegan rósavönd frá Blómamiðstööinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.