Vikan


Vikan - 31.05.1999, Blaðsíða 45

Vikan - 31.05.1999, Blaðsíða 45
heyrði hann ekkert til mín fyrir lát- unum í veðrinu, en ég vissi að hann myndi fylgjast með klukk- unni og líta eftir hvort ég færi að koma. Ég sá að það var ekki hættandi á að fara hjálparlaust um borð svo ég beið eftir því að vaktmaðurinn kæmi auga á mig. Og þar sem ég stóð á bryggjunni fannbarinn og ískaldur heyrði ég allt í einu öskrað: „Halló, halló, stökktu á næsta róli. Ég tek á móti þér." „Allt í lagi," öskraði ég eins og ég hafði hljóðin til. Ég gerði mig kláran til að stökkva og svo komu skipin æð- andi að bryggjunni. Ég stökk um leið og lenti á maganum á lunn- ingunni, svo fann ég að það var þrifið í mig og mér kippt inn á dekk. Þar lá ég nokkur augnablik til að jafna mig. Við fórum upp í brú á skipinu sem lá fjær. Ég fór inn í kortaklef- ann, tók upp bók og fór að lesa. Ekki gat ég fest hugann við bók- ina því kertaljósið blakti til og frá og varpaði frá sér alls konar flökt- andi skuggum og gerði alla hluti stærri og torkennilegri. Það hvein í rá og reiða, svo ofsalega að mér stóð ekki á sama. Ég reikaði fram og aftur um brúna eirðarlaus og starði stjörfum augum út í myrkrið meðan veðrið hamaðist og djöfl- aðist fyrir utan í öllu sínu veldi. Ég leit á klukkuna, hún var lið- lega hálf níu. Þetta myndu verða langir tólf tímar og löng nótt. Ég verð að reyna að glugga í bókina mína, hugsaði ég, fór inn í korta- klefann, opnaði hana og byrjaði að lesa. Jú, hún var spennandi og smám saman gleymdi ég veðrinu og hræðslunni. Ég veit ekki hvað ég var búinn að lesa lengi þegar ég kom til sjálfs mín við það að einhvers staðar skelltist hurð. Ég hrökk í kút og mundi allt í einu að ég var aleinn sem vaktmaður um borð í tveimur Ijóslausum skipum, en nú hvarflaði ekki að mér nein hræðsla, nú var um annað að hugsa, hurðinni varð ég að loka áður en veðrið sprengdi upp allar dyr. Ég heyrði strax að þetta var stjórnborðsganghurðin svo ég flýtti mér aftur á og lokaði henni með tveim snerlum sem virkuðu eins og vogarstangir, bæði að ofan og neðan, snaraðist síðan upp í brú aftur og hélt áfram að lesa. Ég var einmitt orðinn spenntur við lesturinn aftur þegar ég hrökk upp við þungan hurðar- skell. Mér heyrðist það vera sama hurðin aftur og stóð á fætur. Þetta var nú meiri áráttan að geta ekki lesið í friði fyrir einni hurð. Ég fór fram í brú og fékk mér þar eina þrjá faðma af trolltvinna til að binda aftur hurðarskrattann. Þegar ég kom út úr brúnni fann ég og sá að veðrið var að komast í hámark. Ég hálfskreið aftur eftir ganginum, lokaði hurðinni og batt svo tvöfaldan trolltvinnann milli handfanganna til þess að vera ör- uggur um að hún opnaðist ekki aftur, síðan skreiddist ég upp í brú og lokaði vel á eftir mér. Ég stóð þar góða stund til að jafna mig, fór svo inn í kortaklefann og kveikti mér í sígarettu, setti pakk- ann og eldspýtustokkinn á borðið. Ég sökkti mér enn niður í lest- urinn. Er ég hafði lesið góða stund setti að mér ónotahroll, ég leit upp og sýndist einhver standa í dyrunum frammi í brúnni. Um leið kom rokhviða. Brúarhurðin Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.