Vikan


Vikan - 22.02.2000, Blaðsíða 8

Vikan - 22.02.2000, Blaðsíða 8
vígstöðu þeirra og halda þeim á kerfisbundinn hátt frá eðlilegri þátttöku í samfélaginu.“ Hvað áttu við með á „kerfis- bundinn hátt“? „Jú, hvað er það annað þegar þeim nægir ekki að hafa fram- færslulífeyri öryrkja hér miklu lægri en í nágrannalöndunum, heldur beita skerðingum og sköttum svo villt og galið að kerfið spornar í raun gegn at- vinnuþátttöku öryrkja, gegn því að þeir geti bætt sér upp smán- argreiðslur þessara svokölluðu almannatrygginga með launaðri vinnu. A sama hátt vinnur kerf- ið markvisst gegn því að öryrkj- ar gifti sig og stofni til fjöl- skyldulífs eins og annað fólk. Og þeim öryrkjum sem eiga börn er ekki ætlað að senda þau í tónlistarnám leyfa þeim að taka þátt í skipulögðu íþrótta- starfi eða gefa þeim kost á að fara í ferðalög og þess háttar með jafnöldrum sínum. Börn- um þeirra er ekki ætlað að vera með í tómstundastarfi jafnaldr- anna og er ekki annað að sjá og heyra en að þeir sem halda utan um félagsþjónustur og barna- verndarmál eiga að láta þessa hlið aðskilnaðarstefnu íslenskra stjórnvalda algerlega óátalda. Ef svona væri farið með fólk á grundvelli einhvers annars en fötlunar, til dæmis litarháttar, myndi hver einasti maður sjá og skilja hvað hér væri á ferðinni. Hér er um grímulausa aðskiln- aðarstefnu að ræða sem á eftir að vekja sagnfræðingum fram- tíðarinnar miklu meiri hroll en það misrétti kynjannna sem virðist vera helsta misréttið sem brennur á sumum." Hvaða leið sérðu fœra til að gera öryrkja sýnilegri? „Fyrst og fremst að skila þeim sanngjarnri hlutdeild í sameiginlegum þjóðarauði okk- ar allra svo þeir hafi efni á að taka þátt í þeim samfélagshátt- um sem hér tíðkast. Að gera þeim kleift að taka þátt í at- vinnulífi, stofna til hjúskapar og lifa því fjölskyldulífi sem við öll teljum til sjálfsögðustu mann- réttinda." Við förum alla leið Nú lýstir þú þvíyfir í fjöl- miðlum að þrátt fyrir hálfan sigur í héraðsdómi hygðust þið ekki láta staðar numið fyrr en fullnaðarsigur vœri unninn. Hversu langt œtlið þið með málaferlin gegn ríkinu? „Vonandi ekki lengra en í hæstarétt. Við treystum honum til að staðfesta þá einróma nið- urstöðu fjölskipaðs héraðsdóms að ríkið hafi með ólögmætum hætti skert tekjutryggingu ör- yrkja í hálfan áratug. Svo telj- um við meiri líkur en minni á að rétturinn komist að sömu niðurstöðu og Auður Þorbergs- dóttir héraðsdómari um að lög- in sem ríkisstjórnin setti til að verja sig yfirvofandi lögsókn haldi ekki gagnvart öðrum lög- um landsins, þar með töldum ákvæðum sjálfrar stjórnarskrár- innar, m.a. ákvæðis sem á sér rót í mannréttindasáttmála sem Island hefur undirgengist. Þarna er svo gróflega gengið gegn inntaki og anda alþjóð- legra samninga og yfirlýsinga um mannréttindi að ef rétturinn leggur blessun sína yfir þau lög sem sett voru í bráðræði fyrir rúmu ári neyðumst við til að bera málið undir Mannréttinda- dómstól Evrópu, svo skemmti- leg landkynning sem það nú yrði. En málið hefur þegar vak- ið athygli á erlendum vettvangi. Við munum gera ráðstafanir til að auka á þá athygli ef íslenskt réttarfar sér ekki hve galið það er að skerða 48 þúsund króna tryggingu öryrkjans vegna at- vinnutekna maka og heilbrigð- isráðherra verður ekki búinn að sjá sóma sinn í að afnema þessa skerðingu, sem hún þó lofaði hátíðlega að gera í hitteðfyrra.“ Er heilbrigðisráðherrann, Ingibjörg Pálmadóttir, að svíkja ykkur? „Það liggur í augum uppi að hún ber mesta ábyrgð á því hvernig farið er með öryrkja á Islandi í dag og á því að gerðar voru sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að þeir hlytu sinn skerf af góðærinu sem brast hér á um það leyti sem hún tók við undir kjörorðinu „Fólk í fyrirrúmi". En nú hefur hún í hálfan áratug tekið virkan þátt í að halda öryrkjum niðri með öllum þeim mannlega harmleik sem því hefur fylgt, fjölmörgum brotnum einstak- lingum og fjölskyldum, börnum og fullorðnum sem líða fyrir þá fátæktarstefnu sem hún hefur „En á síðustu árum uirðist manni eins og íslensk stjórnmál séu í vaxandí mæli að verða einhvers konar sambland af ímyndarsamkeppni og almennum trúðslátum, sem birtist meðal annars í bví að almenn- ingur veit orðið meíra um einkahagi stjórnmála- manna, fjölskyldur Deirra og gæludýr, en bá bióðfé- lagssýn sem beir hafa, eða ættu að minnsta kosti að hafa, ef beir hafa bá einhuerja aðra sýn en bá að vera sjálfir sýnilegír sem uíðast, klippandi á borða eða skálandi í kampavíni." tekið að sér að framfylgja. Stefnu sem nú þegar er orðin að mestu kosningasvikum í sögu lýðveldisins og mun að öllu óbreyttu verða órjúfanlega tengd ferli tryggingamálaráð- herrans. Sjálf virðist hún því miður bera afar takmarkað skynbragð á þá niðurbrjótandi og þjóðfélagslega óhagkvæmu fátækt sem hún stendur vörð um. Á hinn bóginn hefur hún, eins og Halldór Ásgrímsson, talið óviðeigandi að haft væri orð á kvótahagsmunum sínum og þætti væntanlega út í hött að láta ráðherralaun stjórnast af tekjum maka, jafnvel þótt hún sjálf leyfi sér að beintengja og skerða 48 þúsund krónur ör- yrkjans vegna tekna maka.“ Garðar kveður fast að þegar hann ræðir um stjórnmála- mennina sem sitja í valdastól- unum í dag og er auðfundið að honum þykir ekki mikið til þeirra koma. „Nei, svona stjórnmálamenn fá ekki háa einkunn hjá mér, og raunar finnst mér þessi skortur á pólitískum metnaði vera nokkuð einkennandi fyrir meirihluta þeirra kvenna sem tipla í kringum þá Halldór og Davíð. Þeim virðist finnast svo óskaplega gaman að vera með stóru strákunum að það er eins og það komist ekkert annað að en að laga hárið, varalita sig og brosa. Og ég get ekki að því gert, en þegar ég sé þær allar saman komnar í fínu pelsunum sínum verður mér sífellt hugsað til þess hve hárbeittur hann var titillinn á skáldsögu Vítu And- ersen, Haltu kjafti og vertu sæt, þótt skáldkonunni hefði senni- lega seint komið til hugar að þessi titill ætti eftir að verða lýsandi fyrir samskipti kynjanna á vettvangi íslenskra stjórnmála nærri aldarfjórðungi síðar. En á síðustu árum virðist manni eins og íslensk stjórnmál séu í vax- andi mæli að verða einhvers konar sambland af ímyndar- samkeppni og almennum trúðslátum, sem birtist meðal annars í því að almenningur veit orðið meira um einkahagi stjórnmálamanna, fjölskyldur þeirra og gæludýr, en þá þjóðfé- lagssýn sem þeir hafa, eða ættu að minnsta kosti að hafa, ef þeir hafa þá einhverja aðra sýn en þá að vera sjálfir sýnilegir sem víðast, klippandi á borða eða skálandi í kampavíni." 8 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.