Vikan


Vikan - 22.02.2000, Blaðsíða 44

Vikan - 22.02.2000, Blaðsíða 44
Gunnhildur Lily Magnúsdótlir fiýddi. HNEYKSLANLEGT BONORfi Leiktjöldin féllu í hléi og Laura klappaði lengi fyrir leikurunum. Morrie virtist hafa tekist enn einu sinni að skapa spennandi og vel heppnaðan söngleik með hópi lítt reyndra áhugaleikara. Laura gat ekki ímyndað sér að viðtökurnar á South Pacific söngleikn- um hefðu verið betri jafnvel þótt hann hefði verið sýndur á Broad- way. Norður-Sidney söngleikjahópurinn og leikstjóri hans gátu svo sannarlega verið stolt af frammistöðu sinni. Að sjálfsögðu höfðu litríkir og fallegir bún- ingarnir hjálpað til, hugsaði Laura og brosti með sjálfri sér er ljósin kviknuðu og hún stóð upp úr sætinu. Brosið hvarf hins vegar af andlitinu er hún sneri sér við og sá hver sat rétt fyrir aftan hana. Það stríkkaði á kjálkun- um og hún fékk hnút í mag- ann. Furðulegt, hún hafði hálft í hvoru búist við að sjá hann í kvöld þar sem Morrie var nú bróðir hans. En þegar á hólm- inn var komið var afar erfitt að horfast í augu við brott- fluttan eiginmanninn, sérstak- lega með tilliti til síðasta rifr- ildis þeirra. Það hafði meiri áhrif á Lauru en hana hafði nokkurn tíma grunað. Hún fór öll í hnút og fann enn betur fyrir sársaukanum sem hafði nagað hana undanfarnar vik- ur. Hún var samt ákveðin í að láta hann ekki sjá hversu mik- ið henni varð um að sjá hann. „Dirk“, sagði hún kurteis- lega. „Laura“ sagði hann með sinni djúpu ákveðnu röddu sem hafði sannfært marga kviðdómara um að hann hefði rétt fyrir sér. Hún barðist við að halda andlitinu þegar augu þeirra mættust en það var síður en svo auðvelt. Einbeiting Dirks og hæfileiki hans til að horfa djúpt í augu fólks hafði haft áhrif á mörg vitnin. Hann deplaði ekki auga heldur horfði sem steinrunninn á fórnarlambið þar til viðkom- andi neyddist til að líta undan. Þá leit Dirk svo á að hann hefði sigrað. Áður en Laura leit undan leit hún kæruleysislega á fal- legu dökkhærðu konuna sem sat við hliðina á Dirk. Það var greinilegt að þau voru á stefnumóti því hún hafði krækt handleggnum svo fast utan um handlegg Dirks að hún minnti helst á kyrki- slöngu. „Jæja, hann hefur alltaf fall- ið fyrir dökkhærðum konum,“ hugsaði Laura með sér og strauk hendinni í gegnum svart axlarsítt hárið. Háralit- urinn var samt greinilega það eina sem Laura átti sameigin- legt með nýju vinkonunni. Laura hefði aidrei í lífinu látið sjá sig svona mikið málaða og kjóllinn sem konan var í, því- lík hörmung! Það var bara eins gott fyrir þessa heimsku konu að draga ekki andann of djúpt því þá myndu brjóstin á henni hoppa upp úr kjólnum. Laura áttaði sig of seint á því að hún hafði starað á kon- una og þá sérstaklega á tak hennar á Dirk. Lauru langaði til að rífa þessar rauðlökkuðu neglur í burtu frá Dirk. „Það sést á mér hvað ég er afbrýðisöm," hugsaði hún með sér, gröm. Hún neyddi sig til að brosa og leit á Dirk sem fylgdist grannt með henni. Það var nú svo sem ekkert nýtt. Dirk var afar athugull og gortaði sig af því að hann sæi yfirleitt í gegnum fólk og engum tækist að leika á hann. Laura vissi að hún hafði sýnt of mikið af tilfinningum sínum en það var of seint að iðrast og best að koma sér bara í burtu sem fyrst. „Fyrirgefið þið en ég get því miður ekki stoppað lengur og spjallað við ykkur,“ sagði hún kaldhæðnislega. „Eg lofaði Carmel að ég kæmi til hennar í hléinu. Ég vona að þið njótið sýningarinnar." Henni til mikillar skapraun- ar fann Laura hvernig tárin læddust fram í augnkrókana þegar hún flýtti sér baksviðs. Hún sem hafði haldið að hún væri loksins komin yfir sam- bandssslit þeirra! Nú virtist vera langur vegur þar til henni tækist að gleyma og grafa Dirk Thornton. „En það skal takast,“ sór hún reiðilega í hljóði. „Laura, Laura, ég er hérna!" Laura hafði rétt tíma til að halda aftur að tárunum áður en hún kom auga á konu Morries, Carmel. Carmel tók hana undir arminn og leiddi hana masandi inn í búnings- herbergin. „Finnst þér sýningin ekki al- veg frábær? Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að Sharon og Bob gætu sungið svona vel. Ekki það að söngurinn hafi verið það sem hélt sýningunni uppi. Dansinn var frábær og búningarnir þínir, Laura, voru alveg magnaðir. En í sann- leika sagt myndi ég segja að ef Morrie væri ekki svona góður tannlæknir og við ættum ekki tvö börn ætti hann að snúa sér eingöngu að leikstjórn." Laura leyfði Carmel að láta móðan mása um eiginmann sinn og skaut inn orði og orði á réttum stöðum. En hún var ekki með hugann við samtalið því hún hafði komið auga á Dirk og vinkonu hans. „Guð minn góður! Þarna er Dirk,“ sagði Carmel hneyksl- uð. Hjarta Lauru tók kipp og hún leit aftur á Dirk og vin- konu hans jafnvel þótt hún vildi alls ekki sjá þau. „Ég vissi að Morrie sendi honum miða,“ hvíslaði Car- mel hörkulega. „Ég bjóst samt ekki við því að hann væri nógu hugaður til að koma, hvað þá með einhverri svona útlítandi...". „Gerðu ekki rellu úr þessu mína vegna,“ sagði Laura. „Ég var búin að sjá hana. Þau sitja beint fyrir aftan mig.“ Carmel rak upp stór augu. „En hræðilegt fyrir þig! Viltu að ég reyni að fá sæti fyrir þig annars staðar eftir hléið?" „Kemur ekki til greina!“ sagði Laura áköf. Hún var alltof stolt til að láta Dirk finna að henni væri ekki sama hvar hann sæti eða með 44 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.