Vikan - 22.02.2000, Blaðsíða 58
Texti: Steingerður Steinarsdóttir
Tímamðt sem vert
er að minnast
\
Eg giftist ung og
áður en ég vissi
af var ég orðin
þriggja barna
móðir,“ segir kona utan
af landi. „Þetta var allt með
ráðum gert, enda töldum við
hjónin að betra væri að eign-
ast börnin ört en að láta líða
langt á milli. Börnin yrðu
meiri og betri félagar fyrir vik-
ið, minni hætta á afbrýðisemi
og við ættum auðveldara með
að sinna þeim þar sem þau
hefðu svo líkar þarfir. Okkur
fannst einnig tilhlökkunarefni
að vera enn ung þegar börnin
yrðu sjálfstæð og þess vegna
fær um að njóta lífsins þegar
ungarnir væru flognir úr
hreiðrinu. Því er skemmst frá
að segja að við reyndumst
hafa algjörlega rangt fyrir
okkur.
Börnin okkar eru ekki meiri
félagar og vinir en systkini al-
mennt. Þau eru mjög ólík og
tvö þeirra eiga alls ekki
skap saman. Elsta
barnið okkar var
mjög afbrýðisamt
út í yngri systk-
ini sín frá því
að þau fædd-
ust og það
skapaði enda-
laus vanda-
mál. Við héld-
um að auð-
veldara væri að
sinna saman
nokkrum börnum
með svipaðar þarfir,
en vinnan var endalaus.
Þau voru öll með bleiu
heldur lengur en gengur og
gerist því þegar venja átti það
elsta af sá það hin nota bleiur
áfram og neitaði að segja til.
Sagan endurtók sig með það
næst elsta og svo koll af kolli.
Sama máli gegndi um snuð og
pela. Meðan einhver einn
fékk enn að halda slíkum grip-
um stálu hin þeim miskunnar-
laust og neituðu að láta af
58 Vikan
■Bítíð m
jaxlinn og
ttölvaðj
Ihljóðii
íslendingar lyrri alda voru
ekki mikið fyrir að bera til-
finningar sínar á torg og
bað Dótti engin sæmd að
Duí að kvarta. Nú er öldin
önnur og lengi hafa sér-
fræðingar í mannlegum
samskiptum fullvissað
okkur um að bað sé
heilsusamlegt að gráta og
tiá tilfinningar sínar.
Hollt er meðalhófið segir
málshátturinn og hugsan-
lega er bað svo í bessu
sem öðru. Víst er að
stundum getur fólk fest í
hlutverki píslarvottsins og
bá er oft erfiðara en
margan grunar að finna
leið tíl að hætta sjálfs-
vorkunninni.
vananum.
Þetta var mér mjög
erfiður tími. Ég var
mjög félagslynd og at-
hafnasöm svo vinna inni á
heimili í einangrun með
þremur litlum börnum átti
illa við mig. Ég varð stöðugt
þunglyndari og miklaði fyrir
mér öll vandamál. í hvert sinn
sem ég komst eitthvað burtu
til að hitta fólk gat ég ekki tal-
að um annað en hversu erfitt
líf mitt væri og hversu innilega
mér leiddist. Ég átaldi alla fyr-
ir tillits- og skilningsleysi og
var alltaf í fýlu út í einhvern
úr fjölskyldunni eða vina-
hópnum.
Krakkarnir urðu eldri og
stálpuðust og vissulega varð líf
mitt auðveldara. Ég fór að
vinna úti en nú kvartaði ég
undan því hve erfitt starfið
væri og hve lítillar hjálpar ég
nyti inni á heimilinu. Krakk-
arnir mínir voru að verða ung-
lingar þegar ég las grein í
Vikunni um hvernig
hamingjusamar kon-
ur einbeittu sér
stöðugt að hinu
jákvæða í lífi sínu
og brostu gegn-
um tárin. Það
rann allt í einu
upp fyrir mér
hvernig ég hafði
árum saman velt
mér upp úr öllu
sem úrskeiðis fór
og sannfært sjálfa
mig um að ég hefði
það mun verra en flestir
aðrir. Þetta varð til þess að
ég fór að líta í kringum mig og
mér varð ljóst að aðrir áttu við
ýmislegt að stríða líka.
Meðal vinnufélaga minna
var eldri kona sem þjáðist af
gigt. Hún mætti samt í vinn-
una á hverjum morgni þótt
allir liðir væru aumir og sárir.
Stundum tók það hana allan
morguninn að liðka liðina nóg
til að geta unnið á eðlilegum
hraða. Hún var samt stöðugt
brosandi og kát og allir vinnu-
félagar hennar báru mikla
virðingu fyrir henni. Vinkona
mín átti fatlað barn og hafði
barist lengi við að hjálpa því
til að lifa góðu lífi þótt litla
hjálp væri að fá frá yfirvöldum
í litla þorpinu okkar. Og ég
fór að skammast mín. Hvað
hafði ég svo sem mátt reyna í
samanburði við þessar konur?
Þennan dag urðu tímamót í
lífi mínu. Ég ákvað að taka
mig á, hætta öllu kvarti og
kveini og eyða jafnmiklum
tíma í að tala um það sem væri
gott og hitt sem væri verra. í
fyrstu varð vaninn nokkrum
sinnum góðum ásetningi yfir-
sterkari og ég fór aftur að
væla en smátt og smátt fann
ég að ég varð ánægðari og
léttari í skapi. Það varð sífellt
auðveldara að sjá góðu hlið-
arnar og ég fór að gera grín að
hinu. Það var ekki bara ég
sem fann muninn því fjöl-
skylda mín og allir í kringum
mig fóru fljótlega að hafa orð
á að ég væri öll önnur. Vinir
og kunningjar heimsóttu mig
oftar, mér var oftar boðið út
og dóttir mín sagði mér að
henni þætti ég miklu skemmti-
legri en ég var áður.
Ég finn að ég á stöðugt auð-
veldara með að taka vonbrigð-
um og þegar elsti sonur minn
flutti heim aftur með kærustu
og barn vegna fjárhagserfið-
leika kvartaði ég ekki heldur
tók brosandi til við að hlúa að
barnabarninu mínu. Víst er
erfitt að vera með svo stórt
heimili en ánægjan er því
meiri. Ég glettist líka við
manninn minn um að þarna
hefði afsannast síðasta kenn-
ing okkar um hagkvæmni þess
að eiga börn með stuttu milli-
bili. Því þótt við værum ung og
glöð og börnin farin að flytja
að heiman væri alltaf
líkur á að þau skil-
uðu sér aftur.
Það er öllum hollt að muna að fleiri
þessum heimi hafa það skítt en þeir.
D
U