Vikan


Vikan - 22.02.2000, Blaðsíða 38

Vikan - 22.02.2000, Blaðsíða 38
Texti: Margrét V. Helgadóttir C5ö nnin og starfsframinn Nútímakonan barf að líta vel út, vera vel menntuð, eiga góðan mann og fjölskyldu á sama tíma og hún klifrar upp metorða- stigann. Hvernig er hægt að samræma hessar úlíku harfir og tilætlanir og hvernig tekur vinnumarkaður- inn á múti ungum mæðrum sem vilja fá sín tækifæriP Kvennabaráttan hefur skilað ungum konum margs konar tækifærum. Hún hefur líka gert það að verkum að konur hafa bætt á sig enn fleiri skyldum en mæð- ur þeirra og ömmur þurftu að sinna á sínum tíma. Um leið og þær eiga að vera ástríkar og umhyggjusamar mæður þurfa þær að standa körlunum jafnfætis á vinnumarkaðnum og vera tilbúnar að vinna baki brotnu vilji þær eiga raunhæfa möguleika á sömu starfstæki- færum. Slíkt er mögulegt á meðan konur eru einhleypar og barnlausar en eftir að börnin fæðast reynist oft erfið- ara að vinna langan vinnudag. Börn veikjast, þau eru í fríi frá leikskólum, það eru starfsdag- ar í skólum og svo mætti lengi telja. í flestum tilfellum lendir það á mæðrunum að hlaupa heim á þessum dögum og svo þegar yfirmannsstaðan er í boði, hver skyldi fá hana þeg- ar arðsemissjónarmið fyrir- tækisins eru höfð að leiðar- ljósi? Það hlýtur að vera sá starfskraftur sem mætir alltaf til vinnu og er tilbúinn að sinna ómældri eftirvinnu hvenær sem er. Þegar horft er til nágranna- landanna má sjá í æ ríkari mæli að fyrirtækin eru að verða meira og meira fjöl- skylduvæn. Gert er ráð fyrir tilvist barnanna og þörfum allrar fjölskyldunnar í stað þess að láta það koma sér á óvart að starfsmenn þurfi að sinna börnum sínum. A Is- landi eru fá fyrirtæki sem geta talist fjölskylduvæn, skólar landsins hljóta að teljast fjöl- skylduvænsti vinnustaðurinn því kennarar og aðrir starfs- menn eru í fríi um leið og börnin. Ætlar hú að eignast börnP Margar barnlausar konur hafa fengið að heyra spurning- una „ætlar þú að eignast börn á næstunni?“ þegar þær mæta í atvinnuviðtal. Þær sem svara játandi eiga enga ntöguleika á starfinu en hinar sem neita þurfa að birgja sig upp af tvö- földum skammti af getnaðar- vörnum. Stjórnendur fyrirtækja nota þau rök þegar þeir eru gagn- rýndir fyrir slíkar spurningar, að þeir hafi hagsmuni rekst- ursins í fyrirrúnri. Það er dýrt að ráða nýtt starfsfólk inn í fyrirtækið og þjálfa það upp. Þar af leiðandi eru konur á barneignaaldri ekki æskileg- asti kosturinn. Með slíkum hugsunarhætti er að sjálfsögðu verið að útiloka fjöldann allan af góðum starfsmönnum. Einkafyrirtæki hér á landi, og þá sérstaklega í fjármála- geiranum, hafa fengið það orð á sig að þau banni konum að eignast börn fyrstu tvö árin eftir að þær ráða sig til starfa. Hvernig stjórnendur fram- fylgja fyrirmælunum fylgir ekki sögunni, en gárungarnir hafa bent á að þeir hljóti að setja pilluspjald eða smokka- pakka í launaumslagið. Og það er ekki nóg með að barnlausar konur fái móðg- andi spurningar í vinnuviðtöl- um. Mæður sem eru á leið út á vinnumarkaðinn fá gjarnan leiðinlegar athugasenrdir frá væntanlegum vinnuveitend- um. Þær eru spurðar í þaula hvort þær hafi barnfóstru til taks ef barnið veikist og kom- ist ekki á leikskóla eða til dag- mömmu. Eru einhverjar ömmur eða frænkur sem þú getur leitað til? Það væri gaman að vita hvort feður barnanna þurfa að svara sömu spurningum! Islenskir feður hafa allir rétt til að taka sér orlof eftir fæð- ingu barna sinna en fáir þeirra nýta sér réttinn. A meðan feð- urnir kjósa að vera útivinn- andi og konurnar heima að sinna nýfæddum börnum er hætt við að mæðurnar þurfi frekar að hlaupa heim til barna eftir að þær fara aftur út á vinnumarkaðinn. ísland virðist vera frábrugð- ið hinum Norðurlöndunum varðandi verkaskiptingu á heimilum. Konur bera yfirleitt ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi á Islandi, óháð því hvort þær vinna líka utan heimilisins. Þeir aðilar sem hafa kynnt sér jafnréttismál hér á landi eru sammála um að fyrsta skrefið í áttina að jöfnum tækifærum og kjörum kynjanna á vinnumarkaðnum sé jöfn þátttaka á heimilinu. Um leið og konur og karlar eru farin að bera sömu ábyrgð á börnum og heimilishaldi þykir jafn sjálfsagt að konur vinni eftirvinnu og að karlarn- ir geri það. Þangað til það ger- ist þurfa konur sætta sig við niðurlægjandi spurningar og athugasemdir því að sjálf- sögðu vill atvinnurekandinn tryggja það að nýi starfskraft- urinn mæti til vinnu og sinni sínum störfum. Jafnréttísverðlaun Islenskar ráðningarstofur eru flestar hættar að spyrja konur um barnapössun og væntanlega fjölgun innan fjöl- skyldunnar. Það er samt mis- jafnt eftir atvinnurekendum hversu persónulegir ráðning- arstjórar eru í spurningum sín-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.