Vikan - 22.02.2000, Blaðsíða 47
sem þú og bölvuð mamma þín
þráið svo mikið. Það verður
að minnsta kosti ekki mitt
barn!“
Samviskubit Lauru minnk-
aði þegar hún minntist þessara
síðustu orða Dirks. í fyrstu
höfðu þau brennt sig inn í
hjarta hennar, fyllt hana sekt-
arkennd og sársauka. í raun
var það sektarkenndin sem
hafði komið í veg fyrir að hún
reyndi að sættast við Dirk á
eftir. Hún elskaði hann og
saknaði hans alveg hræðilega
mikið en hún hafði verið viss
um að hann væri betur kom-
inn án hennar. Kannski myndi
hann finna einhverja „venju-
lega“ konu til að giftast sem
yrði ófrísk strax og myndi
ekki kvelja hann með undar-
legri hegðun sinni. Laura
hafði nefnilega verið viss um
að þrátt fyrir allt langaði Dirk
líka að eignast barn.
Móðir hennar hafði hins
vegar verið á öðru máli.
„Framagjarnir menn eins og
hann vilja í raun og veru ekki
eignast börn,“ hafði Vera sagt
með sinni venjulegu kald-
hæðni. „Þeir lifa fyrir vinnuna
og konur hafa aðeins eitt hlut-
verk í þeirra lífi og við vitum
nú hvað það er. Börnin eru
bara umborin til að halda eig-
inkonunni ánægðri,“ voru
lokaorð Veru.
Laura hafði ekki verið sam-
mála Veru og varði Dirk af
ákafa. Þess vegna hafði henni
brugðið mjög er hún komst að
því nokkrum mánuðum síðar
að Vera hafði rétt fyrir sér í
þessum efnum.
Hún mundi þetta eins og
það hefði gerst í gær. Laura
hafði verið ein heima í sorg
sinni því móðir hennar hafði
dáið úr kransæðastíflu viku
áður. Þær höfðu ekki átt aðra
að því Vera hafði verið mun-
aðarlaus og átt Lauru í lausa-
HNEYKSLANLEGT BÚNORB
leik eins og þá var sagt. Faðir
Lauru var ríkur kaupsýslu-
maður og glaumgosi sem hafði
yfirgefið Veru um leið og
hann komst að því að hún var
ófrísk. Eina aðstoðin sem
hann hafði boðist til að veita
var að borga fyrir fóstureyð-
ingu. Hann hafði síðan dáið í
þyrluslysi þegar Laura var
tveggja ára.
Dirk hafði alltaf haldið því
fram að þessi reynsla Veru
hefði gert hana bitra og að
hún hefði komið inn undarleg-
um hugmyndum inn hjá Lauru
um karlmenn og kynlíf. Hann
hafði meira að segja ásakað
Lauru um að leyfa móður
sinni að heilaþvo sig og
stjórna kynlífi þeirra óbeint.
Laura skyldi samt ekki
hvernig hann gat sagt annað
eins.
Hafði hún ekki látið undan
löngunum sínum og farið í
rúmið með honum á þeirra
fyrsta stefnumóti þrátt fyrir að
hún væri hrein mey? Auðvit-
að hafði hún haft svolítið sam-
viskubit yfir því fyrst hversu
auðveldlega honum hafði
tekist að tæla hana í rúmið.
Hún hafði líka hugsað um orð
móður sinnar þess efnis að
maður eins og Dirk þráði bara
líkama hennar. Hann var líka
tíu árum eldri en hún og góð-
ur sakamálalögfræðingur en
hún var á þeim tíma bara af-
greiðsludama í stóru vöruhúsi.
Það eina sem henni fannst
hún hafa fram að færa á þeim
tíma var fallegur vöxturinn,
svart liðað hárið og frítt and-
litið.
En Dirk hafði sagt að hann
elskaði hana og nokkrum
mánuðum síðar höfðu þau gift
sig, móður hennar til mikillar
gremju. Ekki það að aðvaran-
ir móður hennar hefðu haft
neitt að segja. „Þetta snýst
bara um kynlíf af hans hálfu,“
hafði Vera sagt. „Sjáðu til eftir
eitt til tvö ár hvort hann verð-
ur ekki orðinn leiður á hjóna-
bandinu. Hann mun heldur
ekki leyfa þér að verða
ófrísk!“.
Vera hafði haft rétt fyrir sér
að því leyti að Dirk hafði ekki
viljað að Laura yrði ófrísk á
fyrsta ári þeirra í hjónaband-
inu. Hann hafði sagt að þau
þyrftu tíma til að kynnast
hvort öðru áður en þau eign-
uðust barn saman. En þegar
hún hætti síðan á pillunni virt-
ist hann vera mjög spenntur
yfir tilhugsuninni að hún gæti
gengið með barn hans. Þung-
unarprófið hafði hins vegar
verið neikvætt og læknirinn
hafði sagt henni að þótt hún
hefði ekki haft blæðingar væri
hún ekki ófrísk heldur stafaði
það af minni háttar hormón-
arugli. Hún hafði fengið lyf
við því en samt sem áður ekki
tekist að verða ófrísk. Hún
hafði reynt að vera bjartsýn
og vongóð í meira en ár. En
þegar mánuðirnir liðu varð
hún taugastrekktari og sam-
bandið milli hennar og Dirks
versnaði.
Kynlíf þeirra varð smátt og
smátt að vísindatilraunum
sem bara voru framkvæmdar
þegar tíminn var réttur, lík-
amshiti hennar réttur og jafn-
vel þegar afstaða stjarnanna
var rétt að hennar mati! Þetta
hafði orðið að algjörum
skrípaleik. Laura hafði séð fá-
ránleikann í þessu öllu saman
um leið og Dirk fór frá henni.
Svo hafði hún óskað sér að
hún gæti helst horfið aftur í
tímann og breytt því sem gerst
hafði á milli þeirra. Hún hafði
að minnsta kosti óskað sér
þess þar til í kvöld er hún hitti
Dirk með þessari kynbombu.
Laura fékk sting í hjartað
og seig niður í sætið. Hún
hafði verið svo hamingjusöm
þegar hann kom aftur að
heimsækja hana nokkrum vik-
um eftir rifrildið þeirra. Svo
fáranlega hamingjusöm...
„Mér þykir fyrir því sem ég
sagði um mömmu þína,“ hafði
hann sagt er hann settist niður
með kaffibolla hjá henni
þennan dag. „Eg veit að við
náðum ekki vel saman en ég
veit að henni þótt vænt um þig
Laura, kannski einum of vænt
um þig.“
„Já kannski er það rétt,“
hafði hún sagt í von um að
hann hefði komið til að sætt-
ast við hana. Hún hafði verið
svo hræðilega óhamingjusöm
og einmana síðan hann flutti
út. Þau höfðu bara sést einu
sinni síðan þá er hann hafði
komið til að sækja afganginn
af eigum sínum og til að segja
henni að hún gæti haldið íbúð-
inni, innbúinu og bílnum sem
hann hafði gefið henni. En
hann hafði ekki komið til þess
að sættast.