Vikan


Vikan - 22.02.2000, Blaðsíða 29

Vikan - 22.02.2000, Blaðsíða 29
væri fjarri lagi. Kona kenn- arans hló að þessum orðrómi og sýndi mér enn meiri hlýju og vináttu eftir að slúðrið fór af stað en áður. Smátt og smátt sann- færði þetta kærasta minn um að ekki væri neinn fótur fyr- ir slúðrinu og við urðum öll góðir vinir. Þetta fólk flutti því miður aftur suður eftir nokkur ár og ég var jafn vinalaus og áður. Ég saknaði þeirra óskaplega sárt en það hjálp- aði að við skrifuðumst mikið á, ég og konan. Vinkonur mínar fyrir sunnan hringdu líka mikið og sendu mér tölvupóst. Hefði það ekki verið er ég viss um að ég hefði orðið alvarlega þung- lynd í þessari einangrun. Einn vina mannsins míns hélt alltaf sambandi við okk- ur og bauð okkur í sam- kvæmi heima hjá sér. Konan hans var ekki hrifin af mér og lét það ætíð berlega í ljós svo yfirleitt forðaðist ég að koma þangað. Þegar þeir vinirnir áttu stórafmæli eitt árið fannst mér að við gæt- um ekki vikist undan og við mættum í afmælisveisluna hans. Mér varð það á þetta kvöld að drekka helst til mikið og ég lét alla veislu- gesti heyra hvað mér fyndist um móttökurnar sem ég hefði fengið og slúðurmyll- urnar sem stöðugt gengu í þorpinu. Ég sagði það ekki undarlegt að Reykvíkingar sætu sem fastast á sínu út- nesi fyrst andrúmsloftið væri eins og raun bæri vitni úti á landsbyggðinni. Kallaði yfir sig reiði og hatur Auðvitað hefði ég ekki átt að hella svona úr skálum reiði minnar en ég var orðin þreytt á að vera stöðugt dæmd að ósekju. Þetta varð auðvitað til þess að allir voru mér mjög reiðir. Kon- sumarfrí heima hjá mömmu. Kærasti minn komst ekki með vegna vinnunnar en og hann gæti fylgt mér ef hann vildi. Ég kærði mig ekki um að ala upp barn í þessu slúðurbæli og hingað vildi ég aldrei aftur koma. Hann reyndi lengi að telja mig af þessu með því að sýna mér fram á hversu miklu betra við hefðum það fjárhagslega þarna en fyrir sunnan, eins þyrftum við að selja húsið sem við höfðum unnið hörðum höndum fyrir og óvíst að okkur tækist að fá gott verð fyrir það. Ég sagði að mér væri sama, enda gekk sú saga fjöllunum hærra eftir fyrri eiganda hússins að við hefðum fé- flett hann og fengið húsið á hlægilegu verði. Ég sagði kærastanum að hann gæti þá bara fengið það aftur á sama verði og við keyptum á og þar með væri það mál leyst. Af einhverjum ástæðum vildi fyrri eigandi ekki kaupa aftur á þeim kjörum en við seldum húsið og vor- um svo heppin að fá gott verð fyrir. Við höfurn komið okkur fyrir í Reykjavík og kærasti minn er eftir nokkra erfiðleika búinn að fá góða vinnu. Eftir reynslu mína af búsetu úti á landi skil ég vel alla þá sem flýja til Reykja- víkur og ég tel að lands- byggðarfólk ætti stundum að hyggja að fleiru en at- vinnu þegar talað er um fólksflótta úr byggðum landsins. Lesandi segir Steingerði Steinarsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Hciinilisf'aiigiO er: Vikan - „Lílsreinsliisa^a". Sclj:ivc$>ur 2, 101 Reykjavik, Nctfang: vikan@lrii(ti.is hann heimsótti mig tvisvar á þessum fimm vikum. Ég hafði verið að reyna að verða ófrísk en ekki tekist og kvensjúkdómalæknirinn minn uppgötvaði samgrón- inga í eggjaleiðurum. Það var lagað og stuttu eftir að ég kom heim aftur uppgötv- aði ég að ég var ófrísk og nú komust sögusmetturnar í feitt. Ég átti að hafa haldið framhjá kærastanum í Reykjavík en hann gæti ekki átt barn. Hann var sagður skilinn við mig eða í þann veginn að skilja þegar ekk- ert fararsnið sást á honum úr húsinu okkar. Otal fleiri skemmtilegar sögur fylgdu í kjölfarið, meðal annars sú að faðir barnsins míns væri blökkumaður, ég hefði feng- ist við nektardans á búllu í Reykjavík í fríinu og að mamma mín væri fræg fyrir lauslæti fyrir sunnan. Nú var mér hins vegar nóg boðið. Ég tilkynnti kærasta mínum að ég ætlaði að flytja suður urnar sem áður höfðu heils- að mér sneru nú upp á sig og létu sem þær sæju mig ekki ef ég mætti þeim ein- hvers staðar á förnum vegi. Orðrómur fór af stað um að ég drykki meira en góðu hófi gengdi og allir þóttust hafa séð mig útúrdrukkna inn um gluggann á stofunni. Ýmist átti ég að hafa slagað um eða liggja afvelta upp í sófa eða á gólfinu. Astæðan fyrir sögunni um gólfið var sú að ég gerði jógaæfingar á stofugólfinu á kvöldin og einhver sögusmettan túlkaði þær svona. Eftir að hafa þol- að hatur nágranna minna árum saman var ég orðin mjög þreytt. Ég notaði tæki- færið þegar ég þurfti að leita læknis og ákvað að fara í Eg kærði mig ekki um að ala upp barn í bessu slúðurbæli og hingað vildi ég aldrei aftur koma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.